Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.09.1990, Blaðsíða 8
uuammfiWmmnmnmm (TimnDJIinilHMi Tveimur 28 tonna svönum og risaskeljum er komið fyrir uppi á þoki annars hótelsins og þykir mörgum, að þar keyri smekkleysið úr hófi. Mikka Mús- arkitektúr í Florida Walt Disney Company, sem aðsetur hefur bæði í Kaliforníu og Florida, færir sífellt út kvíamar og nú er í upsiglingu risastór Disney-veröld utan við París. Það er fyrsta innrás Mikka í Evrópu - og Mikki er enginn annar en Mikki Mús, frægasta teiknimynda- fígúra Walt Disneys, og táknmynd þessa risafyrirtækis. Heima hjá sér hjá sér í Orlando í Florida hefur Mikki heldur ekki setið aðgerðalaus. Nú hefur hann bætt við stórveldið tveimur stórum hótelum og stærstu ráðstefnumið- stöð á Florida. Til að hanna þessar bygging- ar var fenginn einn af páfum póst-módernis- mans í arkitektúr: Bandaríkjamaðurinn Mic- hael Graves. Einkennismerki hans er urm- ull af jafnhliða gluggum, sem þekja stóra fleti og úr fjarlægð minnir þetta á punkta í prentmynd. En Graves er' líka ófeiminn við að nota allskonar „tilvitnanir" í bygging- arsöguleg atriði, sem gegna hlutverki skreytingar. Dæmi um það sjá hér á mynd- unum: Yfír sívölum útbyggingum, sem gætu hýst hringstiga, eru risastór ker. í þeim eru ■1: ’ Michael Graves er höfundur nýju hótelanna við Disneyland í Florida, sem óhætt er að segja nð eigi sér ekki margar hliðstæður í útliti. Forhlið annars hótelsins minnir á pýr- amída - en er aðeins þríhyrningur. gosbrunnar. Það sem aðkomumaður tekur þó fyrst eftir eru tveir 28 tonna svanir uppi á þaki annars hótelsins. Á öðrum stað hefur Graves látið koma fyrir hliðstæðri mynd af risastórum höfrungi og um 10 metra háar eftirlíkingar af skeljum standa á tveimur stöðum uppúr húsgöflum. í blöðum um arkitektúr, sem hafa lítillega getið þessa framtaks, er þetta yfirhöfuð talinn heldur lélegur brandari. Talað er um „Mikka Mús-arkitektúr“ í augljóslega nið- randi merkingu, en Graves hefur unnið verk sitt í samræmi við þann fantasíu- og nostal- gíustíl, sem látinn er ríkja yfír öllu Disney- veldinu. Bent er á, að þegar þjóðir verði auðugar, komi upp þessi þörf til að hverfa inn á lendur nostalgíunnar; ævintýraheimur Disneylands sé andsvar við öllu hinu hvers- dagslega í háþróuðu þjóðfélagi. Það sem mest fer í taugarnar á alvarlega þenkjandi mönnum um umhverfi og bygg- ingarlist, eru öll þau merki, sem þeir þykj- ast sjá um vondan smekk. Sem dæmi um það má nefna, að ekki þykir nóg að gluggar setji svip á húshlið, heldur er veggskreyting sett ofan í allt heila gillið. Og þegar komið er á hótelgangana, gengur gesturinn fyrst inn í strákofa á leið til herbergis síns. í hinu upphaflega Disneylandi vestur í Kalifomíu, sótti Walt Disney fyrirmyndir til hinnar ævintýralegu hallar Lúðvíks Bæjara- kóngs, Neuswanstein. Þær fyrirmyndir, sem Michael Graves hefur litið til, eru hinsvegar af allt öðrum toga. Hæsta byggingin virðist vera pýramídi frá ákveðnu sjónarhorni, en er raunar aðeins þríhyrningur, þakinn ýms- um ferhymdum formum. Þetta minnir meira á forn hof Azteka en hallir Lúðvíks. Sýki hefur verið grafið í kringum hótelið, sem kennt er við svanina þungu. Yfir það liggja brýr, sem eiga að gefa hugmynd um biýr yfir forn kastalasýki. Tímaritið The Arc- hitectural Review kallar þetta „að sameina fantasíu og fangelsis-arkitektúr". Einkunnar orð núverandi stjórnanda Di- sney-veldisins er „Entertainment“ skemmtun. Allt á að stuðla að sem mestri skemmtun. Til þess að gestirnir skemmti sér sem bezt, er talið æskilegt að bygging- ar og annað í umhverfínu séu einskonar leikmynd. Kannski eykur Michael Graves ekki arkitektahróður sinn með þessu verki, en til afsökunar má segja, að þarna hafi hann teiknað hús, sem urðu að vera í sam- ræmi við Disneyland-formúluna. Út frá því sjónarmiði má alveg eins halda því fram, að honum hafi tekizt vel. GS. SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Horft yfir val Fer að haust, falla blóm í val, hallandi höfði að hrímgri jörð. Sæl eruð þið blóm frá sumri liðnu, er glödduð augu ungs og gamals. Tregablandin tár hníga á bleikan beð blóma. Höfundur er fyrrum prófastur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR Eitt sinn Ég vængstífði sjálfa mig. Klippti litlu fallegu vængina burt. Núna sér enginn að ég var eitt sinn engill í konumynd. Höfundur er kennari og hefur gefið út tvær Ijóðabækur. JON VALUR JENSSON Sumar- morgunn (A Jónsmessu 1990) Nú rennur Drottins dagur nýr með dögg í lautu, ferskan ilm aflyngi og björk — oglogaskin, er röðull lyftist heitur, hlýr. I eyrum þínum hljómar hvellt úr hæstu loftum gauksins hnegg, en flugnasuð úr svölum mó — og innst í daln um dapurt gelt. Þú mosann treður, mjakast enn að marki settu. Gnestur hátt í brotnum kvistum. Brosir sól á klapparholti. Kominn sennl ífjarska, dreifð um fagran völl viðfjallsins dyr: þín hjörðin öll. Höfundur er guðfræðingur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.