Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.08.1990, Page 12
Farangvrsrýmið er þokkalega gott en kannski tæplega nógu djúpt. Ford Sierra hefur ekki tekið miklum breytingum en stærri vél og vökvastýri breyta miklu. *» Kraftmeiri ogléttari FORD SIERRA Ford Sierra 2,0 GLXi. Sierra frá Ford hefur ekki tekið stór- kostlegum breytingijm frá því hann kom fyrst á markað fyrir allmörgum árum. Sierra er afturdrifínn fólksbíll af rúm- lega meðalstærð, rúmgóður fímm manna bíll. En þó breytingamar hafi kannski ekki verið miklar em þær þó þýðingarmiklar því hann er nú kominn með kraftmeiri vél og fáanlegur með vökvastýri sem er mikil framför. Við skoðum í dag Sierra GLXi með tveggja lítra vél en í stuttu máli má segja að þetta sé röskur og skemmtilegur bíll í alla staði. ord Sierra hefur næsta hefðbundið eða íhalds- samt útlit enda má segja að honum sé ætlað að sinna ákveðnum markaði bflakaupenda, þeim sem ekki þurfa og vilja ekki sportlegt útlit eða neina framúrstefnu. Öll horn eru ávöl og mjúkar línur einkenna bílinn allan hringinn. Aðal- ljósin að framan eru stór og lítið rými er því eftir fyrir grillið. Ná ljósin út á horn og aðeins aftur með og það sama er að segja um stuðara að framan sem aftan. Neðarlega á hliðum er listi sem skilur að aðallit bílsins frá grárri klæðningu. Góðar stillingar Að innan er bíllinn rúmgóður og þægi- legur. Sætin eru allgóð og auk þess að hafa allar venjulegar stillingar er hægt að hækka og lækka sæti ökumanns. Er það tvímælalaust góður kostur og ætti í raun að vera svo á öllum bílum því ökumenn eru misjafnlega háir í sæti. En þótt allir Mælaborð er vel búið. þessir kostir séu fyrir hendi verður sjálf- sagt aldrei of brýnt fyrir ökumönnum að koma sér almennilega fyrir undir stýri, stilla allt sem hægt er að stilla eins og þeim hæfir best því aðeins þannig geta þeir látið sér líða vel við aksturinn. Stýrið er einnig stillanlegt og það er lítið og fer vel í höndum ökumanns. Útispegla má stilla með armi að innan. Frágangur á öllu innan stokks er vand- aður. Menn fá það einhvern veginn á til- fínninguna að allt sé traust og öruggt. Hólf eru innan á framhurðum, vasar á baki framsætanna, hanskahólf á sínum stað og lítil skál í stokknum milli fram- sæta. Mælaborð hefur að geyma þessa venjulegu mæla og til hliðar eru miðstöðv- arstillingar og rými fyrir útvarp og veit sá hluti mælaborðsins aðeins að öku- manni. Gírstöng er á stokknum milli fram- sæta og mætti hún alveg vera nær öku- manni eða haerri. Margar útgáfur Ford Sierra er fáanlegur í mörgum útg- áfum með 1600, 1800 eða 2000 rúmsenti- metra vélum frá 80 til 125 hestafla. Bíllinn verður vitaskuld skemmtilegastur í akstri með stærstu vélinni, þar eru bæði viðbragð og vinnsla með besta móti. Þá er hann fáanlegur tvennra, fernra eða fimm dyra eða sem stationbíll. Staðgreiðsluverð án ryðvarnar og skráningar er frá um 1.100 þúsund krónum upp í 1.520 þúsund en það er verðið á GLXi með tveggja lítra vél- inni. Hann er einnig búinn rafstýrðum læsingum og rafdrifnum rúðum í framhurð- um. Sierra er 4,47 m langur, 1,69 m á breidd og 1,40 m hár. Hann vegur 1.095 kg og ber 455 kg til viðbótar, er með 60 lítra bensíntank og á 14 þumlunga felgum. Hámarksraðinn er sagður 195 km á klukkustund og eyðslan frá 6 til rúmlega 9 lítrar á hundraðið eftir aðstæðum. Sem fyrr segir er Sierra GLXi með tveggja lítra vél kraftmikill og viðbragðss- nöggur bíll. Þessi rúmlega meðalstóri fólksbíll virkar fremur stór og mikill í akstri og er á þann hátt traustvekjandi. Ökumanni finnst hann vera með verklegt tæki í höndum. Þrátt fyrir það er hann lip- ur og auðveldur í meðförum. Útsýni er gott og svo vel fer um ökumann að það er nánast ekkert sem angrar hann og eng- ir smágallar sem trufla að minnsta kosti við stutta viðkynningu. Kraftmikil vélin er hljóðlát og viðbragð hennar gott og vinnsla einnig. Bíllinn er fimm gíra og vinnslan það góð að ekki þarf að hræra alltof mikið í skiptingunni þegar ekið er úti á vegum. Fjöðrun er mjúk og bfllinn er rásfastur jafnvel á malai-vegum og stýrið nákvæmt og því ekki þörf á miklum hreyfingum við stjórn bílsins. Niðurstaðan er sú að Ford Sierra er vandaður bíll og hentar þeim sem ekki eru að hlaupa eftir tískufyrirbrigðum heldur vilja traustan bíl og venjulegan bíl sem getur þjónað daglegri notkun. Sierra er lipur í borgarumferð og hann er þægilegur í þjóðvegaakstri og rúmgóður til ferðalaga. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.