Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.06.1988, Page 8
Byggt í Berlín rið 1987 var tímamótaár í sögu Berlínar í fleiri en einum skilningi. Það var ekki nóg með að íburðarmikil hátíðarhöld í tilefni 750 ára afmælis borgarinnar settu svip sinn á mannlífíð heldur markaði árið einnig hápunkt hinnar einstæðu IBA-sýningar, sem telja má einn merkasta viðburð í byggingarlist og skipulagsmálum á þessum áratug. Sýn- ingin er viðamesta tilraun sem gerð hefur verið á þessari öld til að tengja nýja bygging- arlist við gamalgróin borgarhverfi. Á þessari öld hefur skapast ákveðin hefð í Þýskalandi fyrir slíkum sýningum í formi nýbygginga, sem reistar hafa verið með það að leiðarljósi að kynna almenningi nýjustu hugmjmdir í byggingarlist og skipulagi. Á fimmtudaginn í næstu viku verður opnuð í Ásmundarsal við Freyjugötu, húsi Arlatektafélags íslands, sýning sem hlotið hefur nafnið „Byggt í Berlín“. Sýning þessi, sem opin er frá kl. 14 til 18 alla daga vikunnar fram til sunnudagsins 19. júní, er framlag arkitektatil Listahátíðar 1988. Á sýningunni er leitast við að gera grein fyrir alþjóðlegu byggingarlistasýning- unni í Berlín, sem náði hápunkti sínum á síðasta ári. Óhætt er að telja IBA-sýninguna merkilegasta viðburð á sviði ariatektúrs og skipulagslistar á þessum áratug og mun hennar lengi verða minnst. Á sýningunni er að finna verk eftir marga af þekktustu arkitektum samtímans, boðbera ólíkra kenninga og aðferða. Verkin endurspegla þá gerjun sem einkennt hefur fagið á undanfömum ámm, þ.á m. upphaf, þróun og endalok hins mjög svo umtalaða „Póst-módemisma“. Eftir PÉTUR H. ÁRMANNSSON Fyrri Sýningar Fýrsta sýningin af þessu tagi var haldin í borginni Darmstadt árið 1899, en þá var austurríski arkitektinn Joseph Maria Olbrich fenginn til að teikna og byggja eins konar listamannanýlendu í útjaðri borgarinnar. Sýn- ing þessi markaði hápunkt hins svonefnda „Jugend-stfls" í Þýskalandi, sem átti sér hlið- stæðu í Art-Nouveau-stefnunni í Frakklandi og Skotlandi. Næst í röðinni var Werkbund-sýningin í Köln árið 1914, en þar sáu nokkrir af frum- heijum nútímabyggingarlistar í Þýskalandi fyrstu verk sín verða að veruleika. Meðal bygginga á þeirri sýningu má nefna verk- smiðju þeirrar Walter Gropius og Hannes Mayer og leikhúsbyggingu expressionistans Van der Weide. Árið 1927 var arkitektinum Ludvig Mies Van der Rohe falið að sjá um undirbúning svonefndrar Wiessenhof-sýningar í Stuttgart og fékk hann til liðs við sig flesta helstu boðbera fúnksjónalismans í byggingarlist. í þeim hópi voru arkitektinn Hans Scharoun (höfundur Fílharmóníuhallarinnar í Berlín), Hollendingurinn J.J.P. Oud, Walter Gropius, Berlínarborg hefur löngum getað státað sig af vönduðum og falleguni iðnaðar- byggingum. Einkar vel hefur tekist til við hönnun þeirrar vatnshreinsistöðvar, sem stendur við Tegel-vatnið í útjaðri borgarinnar. Höfundur hennar er arkitekt- inn Gustav Peichl. Gunnlaugur Halldórsson, sem þá var við nám í arkitektúr við Listaakademíuna í Kaup- mannahöfn. Á §órða áratugnum stóð hann sjálfur í hlutverki brautryðjandans sem einn af fyrstu boðberum nútíma-arkitektúrs hér heima á Fróni. Árið 1957 var efnt til nýrrar byggingarsýn- ingar í hinni niðurlægðu og sundruðu borg, Berlín, sem ekki var lengur höfuðstaður hins þýska ríkis. Sýningin nefndist „Interbau" og viðfangsefni hennar var borg framtíðarinnar. Á sýningarsvæðinu var hugmyndafræði nútímaskipulags fylgt út í ystu æsar og alda- gamalli hefð um samfastar randbyggingar meðfram borgargötum vísað á bug. Borg framtíðarinnar var hugsuð sem samsafn blokka og háhýsa sem stæðu ein og sér með grænum svæðum umhverfís. Með því að raða íbúðunum saman í slíkar blokkir var tryggt að allir íbúamir nytu og sólar og útsýnis í sama mæli. Með staðlaðri hönnun og með því að beita nýjum og stórvirkum aðferðum við framkvæmdir var unnt að spara umtals- verðar §árhæðir í byggingarkostnaði og kom það sér vel á þeim tíma, því að í Berlín, eins og flestum borgum Evrópu, var mikill hús- næðisskortur á árunum eftir stríðið. Bokkim- ar á Interbau-sýningunni vora teiknaðar af mörgum af kunnustu arkitektum þess tíma, þ.á m. Alvar Aalto, Oscar Niemeyer, Le Cor- busier, Walter Gropius og Ame Jacobsen. Höfundur þessa sérkennilega tumhúss við Friedrichstrasse er arkitektinn John Hejduk frá New York.Á neðstu hæðinni er undirgangur fyrir almenn- ing er tengist göngustíg að húsabaki. Á efri hæðunum er gert ráð fyrir 10 félagslegum leiguíbúðum. Brano Taut að ógleymdum Le Corbusier. Á Weissenhof-sýningunni var áherslan lögð á samhengið í verkum þessara boðbera nýrra tíma í byggingarlist og fúnksjónalisminn bor- in á borð sem samstillt og heilsteypt stefna. Einn þeirra mörgu sem fór til Stuttgart á þessum áram gagngert til að skoða hinar nýstárlegu byggingar var ungur íslendingur, Fyrr á þessari öld var Prager- torgið eitt af botgarprýðum Berlinar. Hinar glæstu 19. aldar byggingar, sem mynduðu hringiaga umgjörð torgsins, eyðilögð- ust allar i síðari heimsstyrjöldinni og nú á tímum er Prager-torg aðeins eyðileg gatnamót. Einn liður i IBA -sýningunni var að endurskapa fyrri umgerð torgsins með nútímalegum byggingum. Höfundur þessarar tillögu er arkitektinn Gott- fried Böhm, sem árið 1986hlaut bin eftirsóttu Pritzker- verðla un í byggingarlist. Hugmyndin Að Iba Þó að IBA-sýningin sé að því leyti hliðstæð fyrri sýningum að fengnir vora færastu arki- tektar sem völ var á, jafnt innan Þýskalands sem erlendis, þá er sú hugmyndafræði sem að baki henni liggur mjög ólík. Því má halda fram með nokkram rétti að Weissenhof- og Interbau-sýningamar hefði verið unnt að byggja í hvaða landi sem var. Báðar risu þær á óbyggðum svæðum og án þess að nokkur tilraun væri gerð til þess að tengja nýbygging- amar sögu og umhverfí þeirra borga sem þær vora hluti af. Þeim var ætlað að sýna í verki hvemig beita mætti raunvísindalegri aðferða- fræði í skipulagi og húsagerð og í því sam- bandi var staðfræðilegt samhengi bygging- anna aukaatriði. Þessi afstaða var einkenn- andi fyrir svonefnda alþjóðahyggju í nútíma- arkitektúr sem náði hápunkti sinum á því þrjátíu ára tfmabili sem leið milli Weissen- hof- og Ingerbau-sýninganna. Frá upphafi vora markmið IBA-sýningar- innar margslungnari en fyrri sýningar. f upp- hafí áttunda áratugarins kom fram tiliaga um að endurtaka Interbau-sýninguna í Berlín í brejrttri mjmd. Árið 1977 hóf hópur manna undir forystu Wolf Jobst Siedler og Josef Paul Kleihues að beijast fyrir því að hin nýja byggingarsýning yrði samgróin eldra borgar- umhverfí fremur en einangrað eyland nýbygg- inga án eiginlegra tengsla við borgina. Hug- mynd hópsins var sú að flétta hinn nýja arki- tektúr saman við vef borgarinnar, að ýta undir og draga fram í dagsljósið sérkenni einstakra svæði í borginni og að stuðla að úrbótum í húsnæðis- og félagsmálum í nið- umíddum borgarhverfum. Fremur en að draga upp einangraða mynd af boig framtí- ðarinnar beindist áhugi hópsins að þvf hvem- ig flétta mætti saman fortfð, nútfð og framtíð á skapandi hátt. Reynt skyldi að brúa bilið sem myndast hafði milli arkitektúrs nýja tfmans og fortfðarinnar, meðal annars með þvf að leita nýrra leiða við endumýjun mið- borga. Afrakstur þessara hugmynda gæti síðan oiðið öðram þjóðum fyrirmynd. Borgar- stjóm Berlfnar lýsti sig reiðubúin til þess að takast á við þetta erfiða verkefni og árið 1978 vora sett sérstök lög þar sem skýrt var kveðið á um tilgang og fræðileg markmið hinnar alþjóðlegu byggingarsýningar. Laga- setning þessi er f stóram dráttum byggð á þeim markmiðum hópsins sem lýst var hér að framan og er hún að mörgu leyti einstæð 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.