Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1987, Blaðsíða 6
Nokkur orð um Alfreð Flóka ungum þó nokkurrar frægðar og umtals, var viðkvæm sál, sem sífellt bjó við þjáningar feimninnar og ég held, að þær þjáningar hafi ekki elzt af Flóka. Hann hafði ekki enn fundið upp grímuna, þegar leiðir okkar lágu fyrst saman. Það var í málunartímum hjá Sigurði Sigurðssyni í Handíða- og myndlistar- skóianum haustið 1956. Flóki hefur þá verið 17 ára og svo sér á parti, að í endurminning- unni sker hann sig alveg úr og stendur mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Það sem ein- kenndi hann þá var feimni sem áreiðanlega jaðraði við kvalræði, en í annan stað minnist ég þess, hvað honum gekk vel að mála upp- stillingar á akademískan máta; þannig átti útfærslan að vera og einstaklingsbundin sér- vizka átti þar ekki heima. Það fór ekki milli mála að sá feimni var beztur. Við vissum ekki þá, að við vorum frændur og afkomendur Halldórs í Jötu eins og marg- ir fleiri með myndlistaráráttu. Uppruninn skiptir ekki máli, þegar menn eru ungir. Sá uppruni, sem stóð honum nær var, var á Óðinsgötu 4 í Reykjavík. Það var bæjarins hæsta hús, sagði Flóki, og það var afi hans, Guðmundur Helgason bóndi og síðar jám- smiður í Rekjavík, sem byggði það. Foreldrar Flóka, Guðrún dóttir Guðmundar og Alfreð Nielsen bjuggu í húsinu ásamt afanum og ömmunni „ og á öllum hæðunum bjuggu org: inalar og sérvitringar" hefur Flóki sagt. í samtali við Nínu Björk skáldkonu í Nýju Lífi um síðastliðin áramót, gerir hann sérstaklega að umtalsefni móður sína og ömmu og segir m.a. svo: ,Móðir mín las óhemju mikið fyrir mig Dauðinn já, - hann er mér hug- stæður. Dauðinn og erótíkin. Ekki þó sem andstæður; þetta tvennt myndar góðan kokkteil. Ég óttast dauðann ekki mest af öllu, heldur það að bókin Golem eftir Gustav Meyrink verði gefin út á íslenzku og einhver annar en ég fenginn til að myndlýsa hana. Ég tel að hún sé einhver bezta bók, sem skrif- uð hefur verið og stundum vakna ég um nætur í svitabaði og hefur þá dreymt að bók- in sé komin út í lúxusútgáfu og einhver annar en ég hefur teiknað í hana. Á hinn bóginn hlakka ég mest til þess að hitta höfuðsnillinga veraldarsögunnar í Himn- aríki. Þar munu vera geysileg listasöfn með allri þeirri list, sem farizt hefur, ellegar verið eyðilögð. Ég hef þá trú, að ekki sé hægt að eyða meistaraverki; það fer einfaldlega til Himnaríkis. Þar hygg ég líka að séu saman komnar frægar og ódauðlegar skáldsagnaper- sónur, sem höfundar hafa gætt svo miklu lífi, að þær taka fram afganginum af Homo sapi- ens“. Svo mælti Flóki í samtali sem undirritaður átti við hann í Lesbók í nóvember 1978. Nú þegar listamaðurinn er látinn fyrir aldur fram, aðeins 48 ára gamall, eru þessi orð hans rify- uð upp vegna þess að í þeim kristallast tvennt, sem einkenndi Flóka: Annarsvegar umhugsun um dauðann og hinsvegar um bækur, sem voru honum uppspretta hugmynda og brunn- ur, sem endalaust var hægt að ausa úr. Það rifjast upp í þessu sambandi, að í fyrrgreindu samtali okkar minntist hann einnig á „dauða- dansinn", alkunnugt myndefni miðalda, sem síðari alda listamenn hafa einnig gert skil, Munch þar á meðal og Alfreð Kubin. Þetta viðfangseftii var meðal þess, sem leitaði á Flóka og í því sambandi var hann að hugsa um stóra myndaröð, en ég veit ekki til þess að hún hafí orðið að veruleika. Umhugsunin um dauðadansinn, forgengileikann og endalok lífsins áttu sinn þátt í því, að honum fannst heillandi að koma í kirkjugarða. í samtali okkar sagði hann svo: „í erlendum borgum fer ég gjaman í kirkju- garða; já reyndar undantekningalaust. Ég hef reynt að skilgreina þessa ástríðu fyrir sjálfum mér - en ekki komizt að niðurstöðu. Kannski er það vegna þess að þar er friður og lítið um mannfólk. Ég kemst í sérstaka stemmn- ingu og fæ hugmyndir þar. Einhver ókjör á ég af skissum af legsteinum með brotnu oma- menti og grindverki. Og ég hef sérstakar mætur á sumum grafskriftum og skrifa þær hjá mér.“ Svo nefndi hann sérstaklega Assistents- kirkjugarð í Kaupmannahöfn, þar sem hann kæmi að minnsta kosti vikulega í hvert sinn sem hann væri í Höfn og tæki þá með sér rauðar rósir til að láta á leiði dansmeyja og leikkvenna. Þetta var ekki til að sýnast; hann var að þessu einn og óséður. Um leið bregður það dálitlu ljósi á einfarann, sem líður bezt þegar enginn sér hann. I margmenni setti hann upp grímu; brá sér í dálítið hlutverk, lék snillinginn og hafði yndi af því að hneyksla smáborgara. Hann lézt vera yndislega synd- um spilltur, var um tíma talinn búa með tveimur konum, ef ekki þremur, vakti þegar aðrir sofa. Á bak við hlutverkið, sem aflaði honum Einfari hefur kvatt Teikaað fyrir Lesbók: Við ft'óð eftir Davíð Stefánsson, 1970. Fjölskyldan, 1984.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.