Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.1986, Blaðsíða 4
Guðbjartur í guUsmíða vinn ustofu sinni. Eftirmynd úrsilfriaf nælu í urnestU. Eftirmynd lír silfri af vængjuðum dreka eftir frummynd úr gylltu bronsi frá 12. öld. Hún fannst í Steingrímsfirði og Guðbjartur hefur búið til men iir eftir- myndinni. 'f T 1 91 • Krækiberj a- lyng úr gulli Guðbjartur Þorleifsson gullsmiður gerir bæði afsteypur af fomum munum af Þjóðminjasafninu og sérstæða skartgripi, sem byggjast á því að gullhúða með rafgreiningu íslenzkar jurtir og blóm Viðtal: ELLY VILHJÁLMS að eru ekki mörg ár síðan að lítið var um mannlíf í Breiðholtinu, og fólk sem lagði leið sína þangað var komið út fyrir Reykjavíkur- borg. En nú er þar öllu líflegra um að litast, svo sem alkunna er, því á þessu holti hefur vaxið upp þéttbýliskjarni með öllu því sem slíkum kjarna fylgir. Meðal þeirra sem búið hafa um sig í Breiðholtinu er Guðbjartur Þorleifsson, gullsmiður og málari, og er hann að finna við Lambastekk, litla en fallega götu neðar- lega í Breiðholti. Þama í kyrrðinni hefur Guðbjartur verkstæðið sitt, þar sem hann framleiðir ýmsa ákaflega fallega muni, aðallega úr gulli og silfri. Guðbjartur tók vel á móti mér þegar ég heimsótti hann, og var fús til að sýna mér og útskýra hluti sína og verkfæri. Reyndar kom okkur saman um að til lítils væri að fjölyrða um ýmsar tæknilegar hliðar, því þá yrði málið of flókið fyrir okkur hin sem ekki kunnum til verka Guðbjarts. Það var skemmtileg tilfinning að setjast niður innan um allt gullið og silfrið svo og tækin á verkstæðinu hjá Guðbjarti, og ósjálfrátt flögraði hugurinn til gullgerðarmannanna fomu — alkemistanna, en þeir eyddu ævinni í að leita leiða til að breyta óæðri málmum í gull og blanda drykk, sem gerði líf manna óendanlegt. En Guðbjartur fæst ekkert við slíkar uppfinningar og heldur sig sem fastast við jörðina. Og þá er að vinda sér í spumingamar, en hinar almennu koma fyrst og Guðbjartur svarar: Upprunninn Úr Kvosinni „Ég fæddist 24. apríl 1931 í Kirkjustræti 6, á móti dómkirkjunni okkar, þar sem Afsteypa af kingju frá 10. öld. Frum- myndin er úr gylltu bronsi og fannst hjá Granagiljum í Vestur-Skaftafells- sýslu. Eftirmyndin sem notuð er sem hálsmen er úrsilfri. Afsteypa úrsilfri af fornum grip, krossi, sem oft hefur verið kallaður Þórshamar og er líklega frá því um 1200. Frum- myndin fannst hjá Fossi í Hrunamanna- hreppi. Hér er krossinn notaður á háls- men. foreldrar mínir bjuggu, þau Þorleifur Þor- leifsson ljósmyndari og kaupmaður og Elín Sigurðardóttir kona hans, þannig að ég er Reykvíkingur og miðbærinn gamli var mitt leiksvæði hér áður fyrr. Það var fljótt ákveðið að ég yrði gullsmið- ur og eiginlega var ég ekkert spurður álits á því máli. Mágur minn var gullsmíðameist- ari hjá Jóni Sigmundssyni á Laugavegi 8 og hjá honum byrjaði ég fimmtán ára gamall sem nemi í gullsmíði. Þarna var ég í þijú ár en hætti þá námi og sótti að mestu sjó næstu fjögur árin þar á eftir. En síðan tók ég ákveðna stefnu og lauk þessu eina ári sem eftir var af náminu og hef haldið mig við gullsmíði síðan með litlum hvíldum. Hérna í Lambastekk héf ég verið síðan 1972.“ Þegar Guðbjartur er spurður hvort hann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.