Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.09.1985, Blaðsíða 3
ISSBŒ HHHSISHSElAllSlfiŒl®]® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Jo- hannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnar- fulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jónsson. Ritstjórn: AöalStræti 6. Simi 10100. Forsíðumyndin Ólafur K. Magnússon tók þessa mynd í Bæj- arfógetagarðinum á dögunum. Hana mætti kalla „Blómarósir og blóm“. Vefjarlist nýtur eftirtektar i vaxandi mæli. Kristín Sveinsdóttir skrifar um Ann Sutton og Ingi- björgu Haraldsdóttur. „Engan drepið“ Bréfasafn rithöfundarins Ernest Hemingway er nýkomið út. í bréfunum koma fram ýmsar athyglisverðar hliðar á Hemingway. Saman- tekt Illuga Jökulssonar. Modigliani og konurnar í lífi hans — í málverkum lista- mannsins. MAXIM TANK: Liljuvor Utan við gluggann aftur komið vor. Og enn ber við að hlekkjum glamrað sé. Daga og nætur verðir-vopnum búnir vakta hið unga skarlats liljutré. Það stendur þar í sínu blómabáli, blárauðum ilmi sveipar þennan stað. Upp yfir múrinn, yfir gaddavírinn gangandi liljusjali varpar það. Félaga mína í laumi lít ég á, af liljutárum vökna þeirra brár, og hendur magrar hér og þar sig bæra, svo hringlar ryðguð keðja og fjötur sár. Jerzy Wielunski og Gudmundur Daníelsson þýddu úr hvít-rússnesku. Maxim Tank, f. 1912. Eitt frægasta Ijóðskáld Hvítrússa á þessari öld. Hvað er nú orðið um sérvitringana Inútímaþjóðfélagi er orðið sérvitr- ingur næstum skammaryrði. Þeim fer stöðugt fækkandi sem þora að vera sjálfstæðir og öðruvísi en aðrir og láta ekki teyma sig á asnaeyrun- um af erlendum tískustefnum sem flæða yfir landið í auknum mæli. Tískustefnur, ættaðar frá útlöndum birtast í ýmsu formi sem hefur haft þær afleiðingar að fólk hef- ur orðið áð hópsálum og persónuleg ein- kenni þurrkast út. Hver hermir eftir öðr- um og sumir ganga svo langt að líkja í einu og öllu eftir goðum sínum sem oft eru er- lendar poppstjörnur. Þær auglýsa sig með því að lifa sem hæst og sem villtast og gefa sig stundum vímunni á vald. Pyrir um það bil tuttugu árum, og þarf kannski ekki að fara svo langt aftur í tím- ann, var algengt að menn færu ótroðnar slóðir. Þessir menn voru jafnvel virtir fyrir sjálfstæði sitt og frumleika. Miðaldra Reykvíkingar og þaðan af eldri muna sjálfsagt eftir mönnum sem voru í senn lifandi þjóðsögur og virtir listamenn þjóð- arinnar. Umburðarleysi gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanuin virðist nú vera ríkjandi og meðalmennskan á flestum sviðum áberandi. Nú er það svo að helst má enginn vera öðruvísi en gengur og ger- ist. Helst þurfa flestir að borða úr sömu skál og láta berast með erlendum tísku- straumum í æ ríkara mæli. Auglýsinga- iðnaðurinn mótar stöðugt meira líf manna svo að hópur fólks fórnar jafnvel sjálf- stæðri hugsun og hleypur í blindni eftir gerviþörfum. Vímuefnaneysla er dæmi um hópsefjun þar sem einstaklingur glatar persónueinkennum sínum og sjálfsvirð- ingu. Oft er það til að þóknast vinum eða kunningjum því að hann þorir ekki að horfast í augu viö að vera sjálfstæður. Sjálfstæður maður, óháður fíkniefnum og tískusveiflum varðveitir séreinkenni sín og þorir að standa uppréttur í neikvæðum tíðaranda. Slíkur maður hefur ástæðu til að vera stoltur, hann lætur ekki aðra segja sér fyrir verkum né mata sig á skoðunum sem hann innst inni er andvígur. Skoðana- myndun fjölmiðla í nútímaþjóðfélagi er svo athyglisverð, hún fer vaxandi og eykst sjálfsagt enn með nýju útvarpslagafrum- varpi. I kjölfar samþykkis þess má búast við að nýjar útvarps- og sjónvarpsstöðvar fari að berjast um hylli almennings í sam- keppni við ríkisútvarpið og sjónvarpið. Sérviska getur verið margvísleg. Hún birtist t.d. í klæðaburði, í göngulagi, fram- komu, háttum og persónulegu líferni. Ég hef kynnst fólki sem hefur verið svo sér- stætt á margan hátt að það hefur skorið sig úr fjöldanum. Mér er minnisstæður, góður vinur og fyrrverandi vinnufélagi, sem er nýlátinn og var þá kominn hátt á áttræðisaldur. Hann starfaði iengi sem lagermaður. í þau tvö ár sem ég starfaði með honum, snemma á sjöunda áratugn- um, þótti mér æ vænna um hann eftir því sem ég kynntist honum betur. Hann fór ekki alfaraleið og mér fannst oft eins og hann legði áherslu á að halda séreinkenn- um sínum. Hann klæddist t.d. yfirleitt daglega svörtum klæðskerasaumuðum jakkafötum með vesti. Hann bar á sér vandað vasaúr. Hann tók oft sérkennilega til orða. Þegar honum þótti líklegt að sagt væri rétt frá atburðum og mönnum sagði hann yfirleitt: — Þú segir þá aldrei nema satt. í stað þess að segja, það er nefnilega það, sagði hann ávallt: „Það er nettó það,“ og fékk sér svo myndarlega í nefið. Mér þykir sérvitrir menn sem krydd í tilveruna og sérstaklega nú þegar hver hermir eftir öðrum. Það er ánægjulegt að hafa enn á meðal okkar menn sem þora að standa upp úr fjöldanum, að vera þeir sjálfir. Slíkir menn eru ekki á hverju strái en þeir hafa þó flestir til að bera mannlega reisn sem gengur yfirleitt gegn viður- kenndum hefðum sem ef til vill eiga eftir að vera taldar hlægilegar þegar litið er til baka í ljósi sögunnar. ÓLAFliR ÖRMSSON LESBOK MORGUNBLAÐSiNS 7. SEPTEMBER 1985 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.