Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1985, Side 13
Tréskuröarmynd af prentverki einhversstaðar í Evrópu, eins og þau munu hafa litið út á þeim tíma, er fyrsta prentverkið var flutt til íslands. leið, að Eyjólfur færi enga heimild fyrir þessu. Sama máli gegnir um Ludvig Harboe (1709—1783), síðar biskup á Sjálandi, er um þetta hefur ritað og tilfærir sömu ár- töl. Þykir mönnum trúlegt, að Harboe hafi einnig stuðst við Eyjólf prest um þetta. Þótt lærðum mönnum mikið til séra Eyj- ólfs koma og leituðu til hans upplýsinga. Er sagt að Harboe hafi setið lengi dags á tali við Eyjólf úti í kirkju á Völlum, þá er hann vísiteraði þar 14. ágúst 1743. Eru til 8 bréf á latínu frá séra Eyjólfi til Harboe á árunum 1742—1745, og eru hin fyrstu þeirra svör við ýmsum fyrirspurnum Har- boe um tslenska kirkjusögu, einkum eftir siðbreytinguna, er Harboe samdi síðar rit- gerð um. Jón Ólafsson (1705—1779) úr Gru'nnavík, sem oft er nefndur Jón Grunnvíkingur eða Grunnavíkur-Jón, á stóran þátt í því mistri sem umlukið hefur upphaf sögu þessa fyrsta prentverks á fslandi. Hann var fornfræðingur að mennt og starfaði langa hríð sem ritari Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Margsagnir hans um komu prentverksins til fslands, og svo einnig um prentár Breviarium Holense, sem mun hafa verið bænabók kaþólskra presta og talin fyrsta prentaða bók á íslandi (nú glötuð), hafa síður en svo auðveldað mönn- um að kveða upp úr með þetta. Á einum stað nefnir hann, að Jón svenski (en svo var prentarinn nefndur hér á landi) hafi komið hingað til lands 1523. Síðar breytir Jón Grindvíkingur framburði sínum og telur Jón svenska hafa komið hingað á árunum 1530—1532. Þá hefur Jón Grunnvíkingur einnig skrifað niður upphafs- og lokatitil (colo- phon) á Breviarium Holense, og þykir ýmsum að sú uppskrift hljóti að hafa verið gerð beint eftir bókinni. Er þó talið fullt eins líklegt, að Jón muni hafa ritað þetta upp eftir minni, „því að alkunnugt er hið óvenjuiega stálminni Jóns úr Grunnavík, meðan hann var og hét, þó ekki sé af öðru en því, að hann ritaði eftir minni niður mikinn part Heiðarvígasögu, er glatazt hafði“. (G.J.: Herra Jón ..., bls. 292.) Segir í hinum uppskrifaða lokatitli, að breviarium þetta sé prentað 1. maí 1534, en síðar segir Jón þó, að Breviarium Holense hafi verið prentað „1536—6 eða 7“. Daöi Níelsson (1809—1857), er kallaður var hinn fróði, mun hafa ritað ágrip af prentsögu íslands. Segir hann, að Jón svenski muni hafa komið út með prent- verkið 1528 og hafi átt það sjálfur. Hafi það verið kvonarmundur hans, því að hann hafi kvænst erlendis. Söguágrip þetta (ein- kum elsti hlutinn) er talið byggt á óljósum sögnum, en ekki sjálfstæðum rannsóknum Daða. Þó er ekki vitað hvaðan þær sögur eru fengnar. Með þessar heimildir að leiðarljósi hafa svo menn síðari alda rýnt í það rökkur, sem óneitanlega leikur um þessa sögu fyrsta íslenska prentverksins. Rétt mun að rekja í stuttu máli hvað þeir menn hafa til málsins að leggja. Vangaveltur Seinni Tíma Páll Eggert Ólason (1883-1949) hefur rannsakað heimildir um þetta efni manna mest. Hann leggur á það áherslu, að næsta ólíklegt sé að Jón biskup Arason hafi ekki notaö nafna sinn við bréfagerðir fyrr en 1535, ef hann (þ.e. Jón svenski) hefði þá verið búinn að vera nokkur ár hér á landi. Nú er hans getið hér fyrst við bréfagerð, svo kunnugt sé, 17. október 1535. Telur þvi Páll, að hann muni þá hafa verið nýlega kominn til landsins. Nú myndi slíkur mað- ur, segir Páll, ásamt heilu prentverki, tæplega hafa verið fenginn út hingað, án þess að Jón biskup eða einhver trúnaðar- maður hans hafi átt í því einhverja hlut- deild. Mætti þá ætla, að sá trúnaðarmaður muni hafa kynnst manninum og tækjum hans ytra, áður en í þetta fyrirtæki yrði ráðist. Nú er það svo, að Jón biskup mun aldrei hafa farið utan sjálfur eftir vígslu- för sína. Lítt er og getið um utanfarir ná- inna trúnaðarmanna biskups á þessu tímabili. En þó mun telja mega efalaust, að Jón biskup hafi árið 1534 sent utan son sinn, Sigurð á Grenjaðarstöðum. Tengir Páll þetta tvennt hvort við annað, utanför Sigurðar 1534 og svo hitt, að Jóns svenska er fyrst getið við bréfagerð hér á landi haustið eftir, 1535. Líklegt sé því, að prent- verk hefjist hér ekki fyrr en 1534, Sigurður hafi útvegað prentsmiðjuna og prentar- ann, og að fyrsta bók sem prentuð sé hér á landi sé prentuð 1. maí 1535, fremur en 1536. Rétt er að geta þess, að um Uppsala- greinina vissi Páll ekki þegar hann komst að þessari niðurstöðu. Það gæti skýrt hvers vegna Páll segir nokkrum árum síð- ar í öðru riti: „Prentverk hafði Jón biskup Arason haft til landsins (líklega um 1529—30) og prentara með, sænskan mann ... “ (P.E.Ó.: Saga... bls. 328.) Virðist Páll hafa komist á snoðir um Uppsalagreinina milli þess sem hann ritar þessar bækur sínar tvær, og fundist greinin sú ríða af baggamuninn í þessu máli. Klemens Jónsson (1862—1930) getur sér þess til, að Ari, sonur Jóns biskups, sem kosinn var lögmaður 1529 fyrir harðfylgi föður síns, hafi siglt utan haustið 1529, til þess að fylgja lögmannskjörinu fram. En Ari mun hafa verið ungur maður mjög og þvi tvísýnt um hvort konungur mundi staðfesta eða ekki. Ari fékk konungsbréf fyrir embættinu 28. mars 1530. Álítur Klemens því, að Ari muni hafa komið hingað út aftur um vorið, „hafi í þeirri ferð útvegað prentsmiöjuna, og að upphaf prent- verks á Islandi sé réttilega árfært 1530, eins og síra Eyjólfur lærði heldur fram og fyrr- nefnt handrit segir“. (K.J.: Fjögur hundruð ára saga ..., bls. 5.) Rétt er að geta þess, að um siglingu Ara, til þess að fylgja fram lögmannskjörinu, er hvergi getið í heimildum. Þorkell Jóhannesson (1895—1960) telur það veikja niðurstöðu Klemensar Jónsson- ar, að ekkert sé vitað um slíka utanför Ara Jónssonar. Eins þykir honum rök þau, sem Páll E. Ólason færir fyrir því, að prent- verkið hafi verið sett hér á stofn 1535, of veigalítil. Brjóti það enda í bága við orð Jóns Grunnvíkings, „ ... sem skilmerki- legastur er og öllu trúlegastur ... “ , um prentun á Breviarium Holense, 1534. Eins sé það víst, að bréf hafi glatast frá þessum tíma öllum. Vel gæti það verið, að svo hafi farið um einhver bréf, sem Jón svenski hafi átt hlut að. Til lausnar þessari gátu leitar Þorkell í vitnisburð séra Eyjólfs á Völlum, um að prentverkið hafi til landsins komið 1530—1531. Telur Þorkell, að ársetning Eyjólfs sé „fullkomlega athugunarverð", því að þótt Eyjólfur færi enga heimild fyrir þessu, sé vafalaust, að hann muni hafa „stuözt við einhver gögn, svo merkur fræði- maður sem hann var“. Eins þykir Þorkeli athugunarvert, að Klemens Jónsson skuli hafa komist að sömu niðurstöðu og Eyjólf- ur. Segir hann (Þorkell), að trauðla geti það verið tilviljun ein, að niðurstöður þes- sara tveggja manna séu þær sömu, heldur bendi það til þess að séra Eyjólfur hafi fyrir sér haft „alveg samhljóða heimild að efni til, en aö vísu ekki þá sömu“, því að Uppsalahandritið hafi hann ekki með höndum haft. Telur Þorkell, að þetta varpi nýju ljósi yfir heimildina í Uppsölum og gefi henni aukið gildi. Þá leitar Þorkell til Klemensar, sem í röksemdaleiðslu sinni gengur út frá því, að Jón biskup Arason hafi „ríkt“ frá 1525, þ.e.a.s. frá því er hann kom heim úr vígslu- för. Muni enda oftast talið svo, að Jón hafi ríkt 25 eða 25 'A ár, er hann var af lífi tekinn. Þannig hafi Eyjólfur prestur einn- ig talið, eða heimild hans. En hér liggur einmitt fiskur undir steini, segir Þorkell. Eyjólfur og Klemens misskilja heimildir sínar. Síðan segir orð- rétt: „Hér vill svo vel til, að bein gögn eru fyrir hendi um það, að menn hafa á ofanverðri 16. öld talið svo, að Jón biskup Arason hafi ríkt í 30 ár, eða frá 1520. Heimild um þetta er að finna i erfikvæði Ólafs Tómassonar um þá Jón biskup og sonu hans. En kvæði þetta mun ekki miður eða óvíðar kunnugt hafa verið á síðari hluta 16. aldar en hver önnur frásögn um ævi biskups. Þar segir svo: Þá þessir stýrðu, það hefi ég séð, þúsund var að greina, fimmhundruð þar fylgja með, og fulla tuttugu eina, þá hófst upp hölda prís. Þrjátíu stýrðu árin enn svo öll var lukkan vís, eftir það fóru allir senn inn í Paradís. Ég ætla efalaust, að höfundur greinar- innar í Uppsalahandritinu hafi einmitt haft sams konar ásetningu í huga, og hafi honum verið kunnugt um það, að Jón bisk- up hafi sjálfur útvegað prentverkið, og hafi það komið hingað til landsins um líkt leyti og biskup kom út úr vígsluför sinni 1525, annað hvort það sama ár, eða ef til vill ári síðar, 1526. Þessi ársetning hefir þann kost, að hún samrýmist fullkomlega öllum heimildum og er þar að auki senni- legust í sjálfu sér. Hér þarf engar auka- stoðir, er þetta styðji, né heldur að rýma neinu frá, sem vel má standast, af því það komi í bága við þessa túlkun heimildanna, heldur fellur allt í ljúfa löð.“ (Þ.J.:Prent- listin kemur ... bls. 14—15.) Guðbrandur Jónsson (1888—1953) telur, að „hingaö til“ hafi „leikið nokkur nærri óþarfa eftir á því, hvenær Jón Matthíasson hafi komið hingaö til lands“. Stafi sá efi allur af margsögnum Jóns Ólafssonar úr Grunna- vík um þetta efni, og um prentár Breviari- um Holense, sem áður er getið. Síðan segir Guðþrandur orðrétt: „Árið 1534 sendi herra Jón son sinn, síra Sigurð kórsbróður, utan í erindum sínum ... Hefur hann að sjálfsögðu átt að vera fulltrúi herra Jóns í ríkisráðinu norska, þar sem herra Jón átti sæti, en það fór þá með ríkisstjórn í Noregi milli konunga. Sjálfsagt hefur síra Sigurður átt að rækja önnur crindi, og hefur eitt þeirra að lík- indum verið að koma því til leiðar, að prentsmiðja kæmi til íslands. Komst síra Sigurður annaðhvort í Danmörku eða á Þýzkalandi í samband við Jón nokkurn Matthíasson, sem að líkindum var prestur eða klerkur, og talinn er hafa veríð sænsk- ur. Hefur hann að líkindum verið farand- prentari og átt litla, heldur ófullkomna prentsmiðju, eins og það, sem til er úr henni sýnir. Þennan mann réð síra Sigurð- ur til íslands með prentsmiðju hans og koma hann út með síra Sigurði sumaríð eða haustið 1535 ... síra Jóns sænska get- ur fyrst í gerningi 17. október þá um haustið, og er hann þá nefndur prestur. Samgöngur og annað því um líkt var svo í þá daga og viðskipti manna á milli, að ekki var auðvelt að ná í prentara eða prent- smiðju með bréfaskiptum einum, til þess voru samgöngurnar of strjálar. Til slíks var persónuleg návist nauðsynleg. Það er því ekki nema tvennt til, að herra Jón hafi haft prentarann og prentsmiðjuna með sér heim, er hann kom frá vígslu 1525, en ef svo væri hefði Jón sænski dulizt vel, úr því hann er ekki nefndur fyrr en 10 árum seinna, 1535, eða hitt að síra Sigurður hafi komið með hann 1535, enda stendur ekki á því, að síra Jóns sænska geti, þegar eftir heimkomu síra Sigurðar, og er hann nefndur alloft eftir það. Öll líkindi benda því örugglega í þá átt, að síra Jón hafi komið hingað 1535.“(G.J.: Herra Jón ... bls 291-292.) Eins og sjá má af þessu yfirliti, lesa menn ólíkt út úr þeim heimildum elstu, sem um þennan atburð fjalla, eða öllu heldur á minnast. Eru þær heimildir enda næsta óljósar, bjóða heim grunsemdum og gefa tilefni til slíkra vangaveltna sem raun ber vitni og raktar hafa verið. Líkast til verður þessi gáta seint eða aldrei full- ráðin, nema í leitirnar komi aðrar heimild- ir eldri og nákvæmari, er varpað geti ljósi á þennan atburð PRENTVERKIð OG PRENTARINN Eins og getið er um í upphafi þessa kafla, leikur það nokkuð á tveim tungum hvort Jóo biskup Arason hefur „fengið út íbók, sem prentuð var 1559 er þessi mynd af pappírs- vinnslu. Samkvæmt Skarðsárannál ílutti Jón prestur Matthíasson með sér hingað fyrstu prentsmiðju landsins og hófhann samkvæmt annálum að prenta á Breiðabólsstað í Vesturhópi á dögum Jóns biskups Arasonar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 16. MARZ 1985 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.