Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.02.1984, Side 10
hringrás eftir mjög stórgerðu mynstri: kaldur sjór sekkur niður á hafsbotn í námunda við heim- skautin og tekur þaðan stefnuna að miðbaug. Fullkomin hringrás sjávarlaganna er álitin taka um það bil 500 ár eða jafnvel lengri tíma, en þessi staðreynd gerir mönnum ennþá erfiðara fyrir að meta nokkuð nærri lagi, hve lang- an tíma það geti tekið úthöfin að draga í sig koldíoxíð og varma- aukningu þess í andrúmsloftinu, svo alls ekki sé minnzt á, hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á hringrás sjávarlaganna í heild. Annað atriði, sem mikil óvissa ríkir um, er hve mikinn þátt aðrar gastegundir eiga í „gróðurhúss- áhrifunum“ á loftslagið. Þar má til dæmis nefna nítratblönduð ox- íð, metan, ózón og klóróflúorkol- efnasambönd. Þessar gastegundir eru einungis fyrir hendi í örlitlu magni, talin í milljarðahlutum, fremur en hlutar af milljón eins og gert er, þegar um kolefni er að ræða. Samt sem áður eru sumar þessara gastegunda stórvirkari við að draga í sig innrauða geisla en koldíoxíð og gætu þar af leið- andi haft mjög veruleg áhrif á varmaaukningu andrúmsloftsins. „Magnið af þessum gastegundum í andrúmsloftinu vex svo hröðum skrefum, að það ríkir algjör óvissa um, hvað gerast kann fyrir þeirra tilstilli," segir Jerry Mahlman. Þriðja meginatriðið, sem óvissu veldur, eru svo áhrif skýjanna — en þau verða að teljast ná nátt- úrulegi þáttur, sem hvað mestum tölfræðilegum frávikum veldur í sambandi við alla nákvæmnisút- reikninga á samsetningu og hita- stigi andrúmsloftsins, að sögn Robert Schiffers, en hann hefur með höndum yfirstjórn loftslags- rannsókna á vegum Vísindaaka- demíu Bandaríkjanna. Varma- aukningin í andrúmsloftinu hlýtur að leiða til aukinnar uppgufunar, og þar með legði mun meiri vatns- gufur upp af jörðinni en því raka- magni nemur, sem getur þétzt í andrúmsloftinu og orðið að skýj- um. Á hinn bóginn kynni svo auk- ið skýjaþykkni yfir jörðinni, segir Veerabhadran Ramanathan við loftslagsrannsóknastöðina í Boulder í Colorado-fylki í Banda- ríkjunum, hæglega orðið þess valdandi, að svo mikið af sólar- ljósinu endurkastaðist út í geim- inn, að það kynni að draga mjög verulega úr hraða hitastigshækk- unar á jörðinni. (ísbreiður og gosmekkir frá eidfjöllum, sem einnig endurkasta sólarorkunni út í geiminn, geta haft mjög áþekk áhrif.) Hins vegar ber svo einnig á það að líta, að sökum þess hve skýin eru í sjálfu sér góð einangrun gegn innrauðum geislum, gætu þau vel orðið til þess að hraða varma- aukningunni á jörðinni með því að koma í veg fyrir hitatap jarðar út í geiminn. Enginn getur því enn sem komið er sagt til um, hvor þessara áhrifa skýjanna eigi eftir að mega sín meir í framvindu hitaaukningar á loftslag jarðar- innar. Það er álit vísindamanna, að í sambandi við yfirvofandi gróður- hússáhrif koltvísýrings og ann- arra gastegunda í andrúmsloftinu, sé framar öllu öðru mikil nauðsyn að fundin verði viðunandi lausn á slíkum óvissuþáttum. Hinn 1. júlí í fyrra var tekið að skrá reglulega tölfræðilegar upp- lýsingar um skýjafar yfir jörðu, og koma þessar upplýsingar frá gervihnöttum, en það er sérstakur alþjóðlegur samstarfshópur um veðurfarsrannsóknir og skýjafar, sem vinnur úr þessum upplýsing- um. Stjórn og samræming þess vís- indastarfs, sem hópurinn vinnur, er í höndum Robert Schiffers. Það eru alls fimm gervihnettir, sem senda upplýsingarnar um skýjafar til jarðar, þrír bandarískir gervi- hnettir, einn japanskur og einn frá Vestur-Evrópu. „við munum setja saman heila kortabók um skýjafar alls hnattarins," segir Robert Schiffer, „og sú skrá mun svo gefa langtíma tölfræðiupplýs- ingar um það, hvar og hvenær ský myndist, um hæð þeirra yfir jörð, magn þeirra og þéttleika, hve mik- ill hluti himinsins hafi verið hul- inn og um geislunarhæfileika skýjanna." Aðrar vísindalegar rannsóknir eru í gangi til að kom- ast að raun um áhrif úthafanna og um hæfni ýmissa þeirra gasteg- unda, sem eru í litlu magni fyrir hendi í andrúmsloftinu til að draga í sig innrauða geisla. Auk þessa eru vísindamenn einnig að gera athuganir á því, hvort lang- tímabreytingar á sporbaug jarðar svo og geislunarmagn sólar kunni að breyta gróðurhússáhrifunum. Vissar varnar- ráðstafanir Sumir, sem gagnrýnt hafa þess- ar vísindarannsóknir, halda því fram, að yfir heiminum vofi veru- leg hætta úr öðrum áttum eins og til dæmis hin geigvænlega fjölgun jarðarbúa samfara minnkandi matvælaframleiðslu, stöðug út- breiðsla kjarnorkuvopna og aukin hætta á að þeim verði beitt í styrj- aldarátökum, þannig að hættan, sem íbúum jarðar stafar af gróð- urhússáhrifum koltvísýrings eða annarra gastegunda á loftslagið virðist heldur léttvæg í saman- burði við hættuna af fyrrnefndum ástæðum. Aðrir halda því fram, að úr því að jörðin hafi gengið í gegn- um hverja ísöldina á fætur ann- arri á síðustu tveimur eða þremur milljónum ára, þá sé líklegt, að varmaaukning í andrúmsloftinu, og þá sama hvað henni kunni að valda, verði samt aldrei ýkja langæ. Þótt þessar raddir hafi að vísu nokkuð til síns máls, þegar bent er á, að vandamál varma- aukningar séu ekki endilega þau, sem verst verða viðfangs og því engin nauðsyn að skipa þeim í öndvegi fremur öðrum og nær- tækari, þá verða þeir hinir sömu gagnrýnendur einnig að geta lagt fram viðhlítandi skýringar á hita- stigi eins og ríkir á reikistjörn- unni Venusi, en við þær aðstæður er naumast nokkru lífi vært. Þar hafa orðið skefjalaus „gróðurhúss- áhrif" með þeim afleiðingum, að við yfirborð plánet.unnar er talið ríkja hitastig, sem er eitthvað 1 kringum 480°C: hinn skýjum- þakti lofthjúpur Venusar er allt að 97% úr koldíoxíði. Enda þótt fáir vísindamenn álíti, að jörðin muni hljóta sömu örlög og Venus í þessum efnum, þá eru flestir þeirra þó sammála um, að þjóðir heims ættu hið fyrsta að leggja viss drög að varnaraðgerð- um gegn þeim áhrifum, sem veru- lega aukinn lofthiti hefur í för með sér á allt náttúrufar jarðar. Stjórnarformaður Náttúruvernd- arráðs Bandaríkjanna, John Hoffman, lætur til dæmis svo um- mælt, að unnt væri að koma í veg fyrir helminginn af því 210 millj- óna dollara tjóni, sem álitið er að hljótast kynni af því að sjór gengi í stórum stíl á land í borg eins og Charleston, Suður-Carolina í Bandaríkjunum; þar þyrftu því að koma til ráðstafanir í tæka tíð eins og gagnger endurskoðun borgarskipulagsins og gerð flóð- varnargarða. Á líkan hátt ætti að huga að gerð söfnunarlóna og vatnsgeyma til þess að unnt verði að miðla vatni til þeirra héraða, sem yrðu í hættu vegna langvar- andi þurrka. Þá væri og við hæfi, að líffræðingar tækju að kynbæta ýmsar korntegundir í því skyni að gera þær hæfari til að vaxa og bera þroskuð öx í mun þurrari jarðvegi. „Okkur finnst, að aukning kol- tvísýrings í andrúmsloftinu sé mjög alvarlegt mál,“ segir John Hoffman, „en við álítum hins veg- ar, að ennþá sé tími til stefnu til að gera nauðsynlegustu vísinda- rannsóknir og afla þannig mikil- vægra upplýsinga um komandi að- stæður, og það er þó enn tími til stefnu til að aðlagast breyttum aðstæðum." Á meðan menn bíða og sjá til, hvað verða vill í þessum efnum, munu vísindamenn halda áfram að hafa nánar gætur á hitamælin- um til að fylgjast með fyrstu um- merkjum þess að gróðurhússáhrif- in á loftslagið séu hafin. VERKFÆRIN HENTA VÍÐAST HVAR. VIÐ SJÁVARSÍÐUNA, IÐNAÐINN, LANDBÚNAÐINN OG HJÁ TÓMSTUNDA FÓLKI SKELJUNGUR H/F SÍÐUMÚLA 33 SKELJUNGS- SMÁVÖRUDEILD S: 81722 - 38125 BÚÐIN 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.