Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.01.1984, Blaðsíða 2
SMABORGAHNN ERIUEÐ HVERT SEM HALDIÐER Hjá Systu og Badda, íslenzku ævintýrafólki, sem setzt hefur aö í San Francisco Kristjana Stefánsdóttir og Bjarni Ármann Jónsson — hér nefnd Systa og Baddi — eru íslenzk hjón búsett í San Fransisco, en hópur íslendinga hefur setzt þar að á undanförnum áratugum. Þetta fólk hefur ekki verið á flótta undan eymd og óáran líkt og íslenzku land- nemarnir í Kanada, heldur borizt vestur þang- að af ævintýraþrá og í leit að Fyrirheitna land- inu. Þau Kristjana og Bjarni voru fyrst fyrir vestan á meðan þau voru einhleyp og Bjarni var langtímum í siglingum. Þau bárust bæði til íslands, en aðeins til skamms tíma, giftu sig hér og hafa búið óslitið í Kaliforníu síðan 1969. Nú starfar Bjarni hjá flísalagninga- fyrirtæki, en Kristjana saumar lampaskerma. Þau eiga einn son, sem heitir Stefán og gengur í kaþólskan einkaskóla. Þau Kristjana og Bjarni eiga litríkan feril að baki og segja frá árum, atburðum og fólki, sem tilheyra fortíðinni. VIÐTAL: KRISTÍN SVEINSDÓTTIR — „Jú, jú, elskan mín, henni Stínu er alveg óhætt. Við Systa skulum fara með hana eins og postulínsbrúðu og skila henni aftur í heilu lagi.“ Ég kemst ekki upp með moð- reyk, sting náttkjólnum og tann- burstanum niður, kyssi Erlu bless og elti Badda út í bílinn. Ég hef kynnst viðmælanda mínum ofurlítið áður, þáði boð á heimili þeirra hjóna í tilefni þjóðhátíðardagsins hinn 17. júní, sl. Þau eru fjölmörgum íslend- ingum að góðu kunn, gestrisin og elskuleg. í fyrrnefndri veislu voru um 80 manns, allt íslend- ingar og makar þeirra, búsettir í San Francisco og nágrenni. Viðmælandi minn situr undir stýri og ég virði vangasvip hans fyrir mér. Andlitið er lifandi, frásögnin leiftrandi af húmor. Hinar Einu Sönnu Sameinuðu Þjóðir — „Heyrðu, ég ætla að koma við á markaðnum með þig. Þar færðu að sjá ýmislegt, sem ekki er til á íslandi. Ég kalla það glæpamarkað, vegna þess að margt af því sem þar fæst er illa fengið. Þar eru sumar sölu- konurnar svo ljótar, að ég sýnist beinlínis fallegur -við hliðina á þeim! Þar er sannkölluð náma fyrir grúskara, og hægt að gera reyfarakaup á öllu milli himins og jarðar. Hvort heldur þú vilt búshluti, hárkollur, varahluti í bíla, demantshringa, grænmeti eða gæludýr, you just name it.“ Baddi leggur bílnum við glæpamarkaðinn. — „Hérna get- eyrðu, Stína, svo tekurðu náttkjólinn með. Nei, þú kemur ekkert í heimsókn nema gista. Það tekur því ekki að koma til okkar Systu fyrir minna en eina helgi. Erla, vinkona mín, lítur sposk á Badda og spyr: „Baddi, verður Systa ekki örugglega heima?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.