Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.10.1983, Blaðsíða 5
Prjón úr er- lendum lopa Bragi Sigurjónsson þýddi úr ensku og staðfœrði Húsgangur eftir ókunnan höfund Sjómanni varð, er ég mætti, þannig á munni: Hve mörg vaxa berin í sjónum á Skaga- grunni? Ég svaraði eins og ég sannast fékk komist að orði: Síldinni jafnt á lynginu í Hæðarsporði. Marie Takvam Hendur Aumar, öróttar hendur mínar af ógerðum verkum gætnar, gjafmildar hendur þínar gerðu að sterkum. Heitar, nærfærnar hendur þínar svo hlýjuðu mínum, að nú eru heilar hendur mínar og heitar af þínum. Edith Rode Kveðja Hvað örlög vildu verða hlaut gegn valdi slíku hvorugt braust: að heitu sumri horfnu braut var hliði lokað umtalslaust. Er lágu bliknuð blóm á fold ég burtu þögul hvarf af leið svo hvorugt ryfi orð né eið. Ég lagði sjálf mitt lán í mold en lengi kviku hjartans sker að þér varð ekki að aftra mér. RAI3I3 Slysa- gildrur próf- gráður ' I I ■ Sú skoðun átti lengi vel miklu fylgi að fagna, að menntun væri lausnarorð gegn fátækt og misrétti. Menn trúðu því, að fengju heimsins börn svipað tækifæri til að þroska meðfædda hæfileika, myndi stórlega draga úr þvíginnungagapi, sem væri milli ríkra manna og fátækra jafnt sem ríkra þjóða og fátækra. Að sjálf- sögðu er ekki fullreynt, hvort þessi kenn- ing stenzt. Þó að nokkurt átak hafi verið gert í menntunarmálum þróunarríkja, hefur bilið milli þeirra og iðnríkjanna sjaldan verið breiðara. Og það er líka álitamál, hvort menntun hefur stuðlað að auknum jöfnuði í okkar heimshluta. í orði kveðnu hafa allir jafnan rétt til náms. Það er líka fáheyrt að fjárhags- ástæður torveldi ungu fólki að leggja út á námsbrautir, sem freista þeirra. En æði mörgum gengur illa að finna sér fótfestu í þvi margslungna kerfi framhalds- menntunar, sem nauðsynlegt þykir í nú- tímasamfélagi. Þangað koma nemendur með misgóðan undirbúning og mismikinn viljastyrk. Margir fara þangað einungis í þeirri trú, að menntun sé æðst allra dyggða í samfélaginu og þeir sem hunsi hana séu dæmdir til þess að verða undir. Brögð eru að því, að nemendur týni sjálf- um sér og öðrum inni á þessum fjölbraut- um og ráfi þar ráðvilltir, þar til þeir gef- ist endanlega upp. Þá hefur sjálfsvirðing þeirra oft beðið mikinn hnekki, og þeir fara ef til vill að leita leiða til að bjóða samfélaginu byrginn. Þetta er ekkert einsdæmi hér á íslandi, því að erlendis er framhaldskólakerfið víða kallað slysa- | gildra. Þeir sem komast klakklaust framhjá þessari gildru oginn í háskóla, standa oft frammi fyrir miklum vanda. Að vísu komast flestir inn á þær námsbrautir, sem þeir hyggja á, því að fjöldatakmark- anir hafa enn ekki verið teknar upp við Háskóla íslands nema að litlu leyti. Hins vegar blasir við sú staðreynd, að háskóla- nám er ekki lengur sá lykill að góðum atvinnumöguleikum og virðingarstöðu í lífinu sem það var áður. Þetta á einkum við um hinar svonefndu hefðbundnu námsbrautir, sem hafa skilað stöðugt vaxandi fjölda menntamanna út í atvinnulífið á undanförnum árum ogára- tugum. Það eru t.d. allar horfur á, að ungir læknar standi brátt andspænis atvinnu- leysi ogýmsir menntamenn munu þegar hafa þurft að kyngja þeirri beizku stað- reynd, að samfélagið hafi enga þörf fyrir afrakstur erfiðis þeirra eftir langt og strangt háskólanám. í grannlöndum okkar er atvinnuleysi meðal mennta- manna orðið sívaxandi vandamál. Afleið- ingarnar eru þær, áð þeir keppast grimmilega um þá fáu mola sem til falla. Þeir reyna að tryggja sig og baktryggja með því að næla sér í fleiri og fleiri prófgráður. Það ber stundum tilætlaðan árangur, því að fínar prófgráður skipta miklu í harðnandi samkeppni. En þegar svo er komið málum er það algert öfug- mæli, að menntunin hafi stuðlað að auknum jöfnuði í samfélaginu. Hún virð- ist hafa stuðlað að nýrri tegund stétta- skiptingar. Áður fyrr réðst frami fólks að miklu leyti af ættgöfgi þess og auði. Núna ræðst hann af prófgráðum. En er ekki öll menntun góð og gild, þótt hún nýtist samfélaginu ef til vill ekki sem skyldi? Vissulega hefur hún gildi fyrir hvern þann einstakling, sem hefur unun af því að víkka sjóndeildar- hring sinn og nota hana sér til aukins persónuþroska. Sá er bara hængurinn á, að þessi mælikvarði er sjaldan notaður. Umfram allt er litið á menntun sem fjár- festingu — helzt arðbæra fjárfestingu. Þótt sá mælikvarði sé ekki að öllu leyti geðfelldur, er ungu fólki ekki láandi, þótt það vilji nýta þekkingu sína og þroska samfélaginu til handa í stað þess að þiggja frá því atvinnuleysisbætur. Það er heldur ekki óréttmætt að samfélagið fái eitthvað fyrir snúð sinn, þegar það hefur lagt fram stórar fjárfúlgur í viðleitni sinni við að gera menntun að almenn- ingseign, ef svo má að orði komast. Hitt er þó Ijóst, að þar hefur fremur ráðið kapp en forsjá, og brýnt er að leiðir að þessu háleita markmiði verði endurskoð- aðar. Guðrún Egilson

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.