Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.03.1981, Blaðsíða 8
Á bílaleigubíf um Suður-England Skálarnir á kæjanum, sem eitt sinn hýstu spilahallir, gerast nú gamlir og lúnir og þar eru nú plokkmaskínur og bingósalir í staðinn. Georg fjórði: Eins og framsóknarmaður að framkvæma byggðamái En þaö sem eftirminnilegast er að sjá í Brighton er The Royal Pavillion — konungshöll Georgs konungs IV. Venju- lega hef ég lítinn áhuga á höllum, en ég mæli eindregiö meö því aö taka svo sem einn klukkutíma í aö kynnast framtaki Georgs IV. Hann var raunar prins af Wales, og mikill glaumgosi, þegar hann varö svo hrifinn af Brighton, aö hann festi kaup á bóndabýli og lét flikka dálítið uppá það. Þetta var áriö 1783; móðuharöindi á íslandi og erfiöir tímar í Englandi. En samt sem áöur: Meö þrýstingi á réttum stööum tókst Georgi aö kría út fjárveitingar til meiri og meiri bygginga. Hann var áhugamaður um arkitektúr, en haföi dýran smekk; vildi byggja á kínverskan máta og með indversku ívafi. Hesthúsiö varö aö höll í indverskum stíl; þar er núna konsert- salur. Og hinn konunglegi skáli varö aösetur prinsins og einnig eftir aö hann tók viö ríki af föður sínum. Þarna í plássinu varö prinsinn berg- numinn af konu af borgaralegum ættum, sem auk þess var kaþólsk: Hún hét Maria Fitzherbert og þótti afburöa kona. Enda þótt prinsinn kvæntist og tæki sér fyrir drottningu Karólínu af Brúnsvík, þá var María alla tíö hin raunverulega eiginkona hans og hann kvæntist henni á laun. Eftir aö prinsinn varö Georg IV, hélt hann áfram aö byggja viö höllina í Brighton og viöhöfnin nær hámarki í borðsalnum, enda var Georg matmaöur framúr hófi. Þaö gefur innsýn í þennan liöna tíma, aö lagt er á borö eins og gert var, þegar mikiö stóö til. Þarna gefur aö líta matseöilinn úr veizlu, sem haldin var 1817 og þar gátu gestirnir valiö um 112 rétti. Ekki er síður eftirminnilegt aö koma í eldhúsiö, þar sem kjötkrofin (trúlega úr plasti) hanga í rööum og allt er meö þeim ummerkjum sem veriö haföi, þegar undirbúningur undir veizlu stóö sem hæst. Eftir átiö gengu gestirnir til setustof- anna eöa í músíkherbergiö; kallarnir sér og konurnar sér og Georg gat hallaö sér í sófa, sem er eins og egypzkur bátur, en með krókódílafætur. Hvarvetna er íburö- urinn gersamlega meö ólíkindum, en dálítiö kyndugt aö sjá aö handrið úr kínverskum bambusviöi eru raunveru- lega steypt úr járni og máluð. Margt er þar stórkostlega fallegt, en leiöir í Ijós aö í augum Georgs IV hefur austurlenzkur íburöur veriö hinn endanlegi munaöur í húsakynnum. Þaö er umhugsunarefni, aö ekki eru nema 160 ár síöan fjármun- um brezku krúnunnar var variö í svo gegndarlausan íburö, aö lengra veröur vart komizt. Eftir lýsingum aö dæma, eru það æöi ólík húsakynni, sem núverandi Bretaprins gerir ser aö góöu og eru þó vistarverur hans í sjálfri Buckinghamhöll. Hús af því tagi sem The Royal Pavillion er veröur kannski aldrei byggt aftur; einstaklingar mundu ekki ráöa viö það og hvorki Bretadrottning né nokkrir kóngar kæmust upp meö þaö á vorum dögum. En sem sagt; þótt sólin skíni glatt og margt sé aö sjá í Brighton, er einum klukkutíma vel variö í The Royal Pavill- ion. 8 BRIGHTON — JERSEY — R0URNEM0UTH Eyjan Jersey er frægur og eftirsóttur sumarleyfisstaður og býður bæði uppá hvíld og skemmtanir. Hótelin eru bæði í bænum St. Helier, eða úti í friðsælli sveit eins og sést að neðan: Silver Springs hótelið á efri myndinni. Að neðan til hægri: Á Jersey eru margar ágætar baðstrendur. Yfir bæinn St. Helier á Jersey gnæfir kletta- hæð og á henni gamalt og rammgert virki, sem nú hefur verið breytt í glæsilega höll undir æskulýðsstarfsemi og ráðstefnumiðstöð. Þeir sem sækjast eftir „sjói“ og öðru skemmt- analífi, grípa ekki í tómt á Jersey. Gisting yfir þorps- kránni í Findon Þegar haldið er áfram eftir Kóngsvegi vestur úr bænum, er sem hótelarööin meöfram ströndinni ætli aldrei aö enda og allsstaöar er gul sandströnd fyrir framan. Sumariö er búiö að vera meö afbrigðum leiöinlegt og sólarlaust, er okkur sagt, en nú hefur heldur en ekki birt upp og hitinn er um 28 stig. Viö kvöddum Brighton meö því aö gera stuttan stanz viö hafiö; settumst í sólstóla, sleiktum sólskiniö og horföum út á spegilslétt Ermarsundiö, unz sól tók aö lækka. Ekki er nema steinsnar vestur til Worthing, en þaöan tókum viö útúrkrók eftir veginum, sem merktur er til London og héldum til Findon. Þaö er eldgamalt smáþorp, þar sem gisting og morgun- veröur er til sölu í ööru hverju húsi, en viö fengum inni í þorpskránni, sem heitir raunar Village House Hotel. Þar kostaði herbergiö 8,50 pund meö morgunverði. Niöri var geysistór bjórkrá sem fylltist gersamlega um kvöldiö og ekki kvaöst barþjónninn hafa hugmynd um, hvaöan gestirnir kæmu. En viö höföum á orði, að óneitanlega væri skemmtilegt ef bjórkrá eins og þessi væri komin á okkar heimaslóöir í Garðabæ og maöur gæti brugöiö sér þangað þó ekki væri nema einu sinni í viku og hitt og rætt viö nágranna sína. Um kvöldið ókum viö aftur niöur til Worthing og áfram vestur til Arundel, sem er gamall kastalabær viö ánna Arun. Aöalgatan liggur upp á hæö, þar sem kirkjan og kastalinn gnæfa yfir aðrar byggingar, en þær eru margar í Tudor-stíl meö bindingsverki og steindu gleri í gluggum. Viö fengum ágætan kvöldverö í Hotel Norfolk Arms, sem er glæsilegt gamalt hótel og á pöbbunum virtist allsstaöar fullt út úr dyrum og mikil kæti. í Arundel hefur fariö fram árleg listahátíð á þessum tíma og ætlunin var aö hlusta á konsert í kirkjunni, en dagurinn haföi liöið svo skjótt og tíminn var hlaupinn frá okkur eins og þeir segja ófrávíkjanlega í sjónvarpinu, svo þvívarö ekki komið viö. Um kvöldiö var ekið í myrkri til baka og sofnaö viö kliöinn frá bjórkránni í Findon. Flogiö til Jersey á frídegi verzlunarmanna Mánudagur; hvítt var sólskiniö, sem sindraöi á skóginum í Findon og merki- legt er þaö frá íslenzku sjónarmiöi, aö hægt skuli vera að láta mörg hundruð ára gömul hús duga í þaö óendanlega og ekki sjá, að nýrri byggingu heföi verið bætt vjð á þessari öld. Þaö var frídagur verzlunarmanna og verulegur umferöarþungi á þjóöveginum til Southampton; þangaö reyndist tveggja til þriggja tíma akstur og aldrei ekiö undir hundraöinu. Miklar umferö- artafir eru sjaldgæfar, en austan viö Southampton uröu krossgötur og svo mikill var straumurinn suður til sjávar, þar sem baöstrendur eru, aö vegurinn vestur úr stíflaöist gersamlega um tíma.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.