Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.03.1981, Blaðsíða 9
kvenlegu fegurö uppi í loftinu, þar sem myndunum var upphaflega ætlaöur staö- ur. Klimt var tekinn aö feta útá persónu- lega braut og um leiö aö fjarlægjast „hinn dásamlega austurríska stfl“, sem menn höföu séö í Schubertsmálverkinu. Hin opinbera náö útskúfaöi Gustav Klimt; þrívegis var honum vegna þessa synjaö um kennarastöðu við Akademflö í Vínarborg. En þaö er athyglisvert, að útskúfun Klimts var alltaf á siöferöilegum grunni reist; um listræna getu hans var ekki efast, en trúlega þættu hinar sið- rænu ástæður heldur léttvægar nú á dögum. Þar kom aö Kllmt sagöi í blaöaviötali: „Ég hef fengiö nóg af ritskoöun. Nú ætla ég aö hjálpa mér sjálfur, veröa frjáls. Eg mun neita allri aöstoö frá ríkinu, neita öllu saman ...“ í framhaldi af því lét hann taka Ijósmynd af sér úti í garöi, þar sem hann klæðist einhverskonar munkakufli og var eins langt og hugsast gat frá því stífa punti, sem fínir menn uröu aö íklæðast f Vínarborg aldamótanna. f því sambandi er fróölegt aö bera Klimt saman viö annan frægan málara á sama tíma: Franz Stuck. Hann var í miklum hávegum haföur hjá hinni ríkjandi stétt; nefndur „prins málaranna" í heiö- ursskyni og gladdi endalaust gagnrýn- endur sem áhorfendur meö myndum af varöengli Paradísar, Pallas Aþenu, og ööru ámóta. Stuck má nú heita gleymdur málari nema fyrir þaö, aö hann var um tíma kennari Kandinskys og Klees. Svona getur frægöin veriö skammvinn. Um tíma var ferili þessara málara hliðstæöur. En ekki til lengdar; þegar Klimt lætur taka mynd af sér í munkakufli sínum ásamt vinkonunni, Emilie Flöge, sem hann hélt viö í 27 ár, málar Stuck sjálfsmynd, þar sem hann er hinn fágaöi aristókrat framan viö málaratrönurnar og í bak- grunni er Mary, amerísk kona hans, sem var svo rík, aö þau byggöu glæsta villu í Munchen. Þar var alit klassískt; skreyt- ingarnar málaöar eftir veggmyndum frá Pompei. Klimt kvæntist aftur á móti aldrei. Honum þótti meira viröi frjálsræöiö til aö stofna sífellt ný og ný sambönd; konur komu og fóru í lífi hans, en alltaf hélt hann tryggð viö Emilie Flöge; hún rak tízkuverzlun í Vínarborg og Klimt hefur gert hana ódauölega meö frábærri mynd. Sú mynd, máluð 1902, markar raunar tímamót á ferli málarans og sýnir þann Klimt sem lifir áfram, löngu eftir að hann og allar hans fögru fyrirsætur eru komnar undir græna torfu. Þarna kemur skreyt- ingin til skjalanna, skreytingin sem inntak í sjálfu sér og nú er gott aö tízkukaupkon- an átti í fórum sínum síöan kjól sem hentar í þessum tilgangi. Venjulegur litur dugar ekki lengur — hér notar Klimt gull í skrautiö og þaö geröi hann oft eins og forverar hans í byzantísku listinni. En þarna er öllu til skila haldiö: Glæsileiki Emilie Flöge leynir sér ekki, myndin veröur aö teljast frumleg og miklu lengra gengur hann í öörum myndum af hefö- arkonum Vínarborgar, sem hafa aö því er viröist átt þokkalega kjóla einnig. Athygl- isvert er, hversu stutt er í rauninni yfir í abstraktiö, sem var aö byrja aö fæöast um þetta leyti meö kúbisma þeirra Picassos og Braques í París. Oft vinnur Klimt bakgrunninn með abstrakt flötum, sem ekki stóöu fyrir eitt eöa neitt — og mynstriö í kjólunum veröur honum tilefni til aö koma sér upp abstrakt myndhiuta og leiöir þaö hugann aö þeirri spurningu, hvort abstraktlistin var ekki fyrst og fremst skreytilist, þótt öðru væri sannarlega haldiö fram. En hámarki náöi þessi stfll Klimts í portretti, sem kallaö hefur veriö Byzant- ina, vegna þess hve náskylt þaö virðist byzantísku listinni. í rauninni er þetta portret meö þeim hætti, aö andlit og hendur standa út úr feykilegu víravirki af gullskrauti og litaflötum. En eins og ævinlega hjá Klimt, er yfir því mikill þokki og augljós færni. Tilhneigingin til ofhlæö- is leynir sér aö vísu ekki og lýsir sér Kossinn — ein af frægari myndum Klimts. Myndin er mjög afstrakt í heild sinni, en áherzlan er lögð á erótískt innihald annarsvegar, en skreytingu hinsvegar. Þannig litu þær myndir út, sem Klimt málaði rétt fyrir dauða sinn 1918. Hér er reynd- ar dauðinn á ferð, íklæddur ótal þjóðfánum. Þessi mynd er gerð undir merki symbólisma; þ.e. hún er táknræn og gæti staðið sem tákn um þjóðir Evrópu, sem einmitt um þetta leyti flutu sofandi að feigðarósi fyrri heimsstyr jaldarinnar. 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.