Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.02.1979, Qupperneq 11
Úr grafíkmyndaröð Goya um hörmungar stríösins unum, kynnumst viö þeim Goya, sem einstakur var oröinn í sinni röö. Ein þessara mynda er til dæmis af yfirheyrslu í Rannsóknarréttinum. Jafn- framt þessari breytingu á heilsufari málarans, uröu breytingar á litanotkun hans og jafnvel þensiltækni. Hinn sanni Goya var fæddur og málaöi fyrir sjálfan sig og án þess aö skeyta hiö minnsta um óskir annarra. Jafnframt málar hann eftir veikindin röö af frægum portrettum, sem öll eru einföld í styrkleika sínum í silfurgráum, grábláum og grábrúnum lit. Þar á meöal er myndin af hertogafrúnni af Alba, sem haföi veriö umtöluö viö hiröina vegna fegurðar og ástarævin- týra og kölluðu menn þó ekki allt ömmu sína í þeim efnum. Raunar málaöi Goya margar myndir af frúnni; stóö í ástarsambandi vjö hana um margra ára skeiö og bjó jafnvel um tíma hjá henni. Hversu alvarlegs eölis þetta samband var, er ekki vitað til fulls, en hefur trúlega eitthvaö yljaö meistaranum, sem þá stóö nálega á fimmtugu. Hertogafrúin féll skyndilega frá 1802, en eiginkona Goya lifði tíu árum lengur. í einangrun hins heyrnarlausa sótti á Goya aö taka samtímann í gegn á miskunnarlausan hátt eins og bezt veröur gert meö háöi og satíru. Áriö 1899 geröi hann kunna geysimikla röö ætimynda, sem hann nefndi Caprichos eöa kenjar. Sú beinskeytta ádeila, sem þar er augljós, varö svo víöfræg í Frakklandi og Englandi, aö þar vissu menn naumast lengi vel, aö þessi Goya var líka málari. Enn varö umbrotaskeiö, bæöi í stjórnmálum Spánar og lífi Goya. Þaö markast af styrjöldinni 1808 og ofsókn- um gegn frjálslyndum og Goya er ekki lengur í náöinni viö hiröina. Hann vinnur aöra fræga myndröö í grafík; nú um ógn og vitfirringu styrjalda, — myndir sem tala jafn skýrt sínu máli á vorum dögum. En 1819 kaupir hann Quinta del Sordo — hús hins heyrnarlausa, þar sem leikurinn gerist; málar þar „svörtu myndirnar", en flytur loks til Frakklands 1824 og dó þar fjórum árum síöar. Viö hittum hann á sviðinu þar sem hann stjáklar á milli þessara óhugnanlegu mynda og segir viö Arrieta lækni: Ég naut pess að mála fögur form, en Þetta eru pöddur. Ég drakk í mig alla heimsins liti, en hér á veggj- unum drekkur myrkriö litina. Ég unni skynseminni, en mála nornir... Þaö er allt rotið í pessum málverkum... Sjáið nú örlaganorn- irnar. Og seiðkarlinn, sem hlær á milli þeirra. Það hlær þá einhver. Þetta er of skelfilegt til þess að ekki sé einhver sem skellihlær... Brúðan sem önnur þeirra heldur á, er ég. Ég hef lifaö, ég hef málaö... Gott og vel. Það verður höggvið á práðinn Á æfingu í Þjóðleikhúsinu á leikriti Vallejos um Goya. Róbert Arnfinnsson í hlutverki Goya og Kristbjörg Kjeld í hlutverki Leocadiu, sambýliskonu hans. Sveinn Einarsson stjóri er leikstjóri. Þjóðleikhús- Yil hægri: Baltasar er frá sínum fyrri dögum á Spáni vel kunnugur Goya og verkum hans og er hann höfundur leikmyndar. Satíran situr í fyrírrúmi í hinni umfangsmiklu grafík- myndaröð, sem Goya nefndi Kenjar. og seiðkarlinn hlær meðan hann virðír fyrir sér þennan kjötsekk sem kallaður var Goya. En ég sá pað fyrir. Þarna er þaö. Til hvers aö fara frá Spáni? Ég bið ekki þennan glæpahund neinnar bónar. Ég ætla að mála hræðslu mína, en hræðslan skal ekki leysa niður um mig og hýða mig... Goya talar, en þaö er eins og eintal. Hann heyrir ekki hvaö vinir hans segja; þeir reyna aö gera sig skiljanlega meö fingramáli og merkjum. Fötlun hans er átakanleg, en ekki einsdæmi og vert aö minnast þess um leiö, aö þetta ár var hinn heyrnarlausi Ludwig van Beethov- en aö vinna að 9. sinfóníu sinni og Missa Solemnis. Hann átti þá fjögur ár ólifuð. „Þetta verk hefur tekið okkur mjög sterkum tökum,“ sagði Sveinn Einars- son Þjóöleikhússtjóri, sem leikstýrir. Hann sagði, að höfundurinn, Antonio Buero Vallejo, væri maður rúmlega á miðjum aldri; þekktur á Spáni og færi frægðarsól hans nú ört rísandi. Hann hefur skrifað fleiri leikrit, sem athygli hafa vakiö; t.d. „Stofnunina", sem Dramaten í Stokkhólmi hefur sýnt. Leikritið var frumflutt í Madrid 1970“, sagði Sveinn ennfremur, „Þá undir ritskoðun. Löngu áður hafði höfundur verið hnepptur í fangelsi fyrir andstöðu viö Franco. Tilgangur höfundar er að draga upp hliðstæðu við Francotímabilið. Þá hefur hann talið sig upplifa eitthvaö, sem hann heimfærir upp á Goya — eða öfugt. Hann er ekki bara að bregöa upp mynd af Goya, — en lýsir honum frá mörgum hliðum, án þess að gera úr honum hetju. Þetta er í fáum orðum sagt mjög grípandi leikrit.“ Örnólfur Árnason hefur þýtt leikritiö úr spænsku, en aöalhlutverkið: Goya, leikur Róbert Arnfinnsson. Kristbjörg Kjeld leikur Leocadiu sambýliskonu hans, Helgi Skúlason leikur fööur Duaso, Rúrik Haraldsson leikur Arrieta lækni og Helga Bachman tengdadóttur- ina Gumersindu. Aðstoöarleikstjóri er Árni Ibsen. Leikmynd er eftir Baltasar, sem er vel kunnugur verkum og sögu þessa landa síns. Hann sagöi: „Goya var alltaf mannlegur, bæði í kostum sínum og göllum. Hann fegrar ekki og málar ekki neinskonar Útópí- ur, — til dæmis eru englar í trúarlegum myndum hans alltaf kon- ur, venjulegar jarðneskar konur. Goya steppti goðafræðinni, sem verið hafði svo vinsælt myndefni og eftir að hann var orðinn þroskaöur málari, fékkst hann mjög lítið við kirkjulist. Vert er aö taka fram og undirstrika sérstaklega, að Goya er fyrsti stór- meistarinn, sem málar einvörðungu sér til ánægju: Portret, börn, barna- börn, hjákonur og vini sína. En einnig ýmislegt úr miskunnarleysi lífsins, sem sannarlega var engin stofulist; til dæmis aftökumyndina frægu. En líka fögur og Ijúf verk eins og Maja-mynd- irnar, þar sem fyrirsætan er annars- vegar í fötum og hinsvegar nakin. Hann var þrátt fyrir allt opinber hirðmálari og fékk sín laun, en hann veitti sér þann lúxus að mála og teikna það sem honum sjálfum sýndist. Hann var í raunínni langt á undan sinni samtíð og margt af því sem upp kom t' myndlist löngu seinna, var til orðið fyrir bein áhrif frá Goya.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.