Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1976, Blaðsíða 10
Lóan, kærasti voBboðinn bakast i Kornsá. Jaðrakárn er einkennilegur fugl og síblaðrandi á vorin, og vegna þess að hann hefir mjög breytilega rödd.kom upp sú trú, að hann gæti talað, ,,og aldrei þagað yfir neinu“. Á Suðurlandi ganga sögur um að hann hafi með skrafi sinu villt um fyrir auðtrúa vegfarendum, og síðan hent gys að þeim. Vmsar sögur eru um vegfarendur, sem komu að straumvatni, en hikuðu við að leggja út í það, vegna þess að þeim hafi sýnst það ófært, þá hafi þeir heyrt ókunna rödd kalla til sín „Vadd’útí, vadd’útí”. Þeir hlýddu og sumir komust yfir með herkjubrögðum. Þá heyrðu þeir kallað: „Vaddu votu (varðstu botur)?“ en það sárnaði þeim mjög og tóku að húðskamma svikarann. Þá var kallað: „Vittig — vittig (vittu þig).“ Það sáu þeir að var heilræði og tóku að vinda föt sín. Þá er að minnast á nokkra fugla, sem þóttu svo undarlegir i öllum háttum, að ekki var talið einleikið. Hegri. hann er flökkufugl, og þótti mönnum undarlegt að hann kom hingað á haustin, þegar aðrir fuglar voru sem óðast að hverfa. Þetta er nokkuð stór fugl og fremur luralegur. Sjómenn fögnuðu honum allt- af, því að sú var trú, að hann boðaði gott fiskiár. Mikið keppikefli var að ná í hegraklær, því að önnur dró að manni fé úr sjó, en hin fé úr jörðu. En nokkurt vandhæfi var á að ná í hegraklær, því að þær voru kraftlausar, nema því aðeins að þær væru skotnar undan hegrum á flugi og að menn gæti hent þær i húfu sína eða hatt áður en þær kæmu til jarðar. Niðingsverk var það kallað, að skjóta báðar klærnar undan sama hegranum og sá yrði ólánsmaður alla ævi, er það gerði. Menn áttu að skjóta hægri klóna undan einum hegra og vinstri klóna undan öðrum. Helsingi . Hann er mjög sjaldséður á Norður- landi, en á Suðurlandi koma þeir við vor og haust á ferðalagi sínu til Grænlands og þaðan, þvi að á Grænlandi eiga þeir varpstöðvar sínar, en ekki hér. En á Suðurlandi eru og til aðrir helsingjar. Meðan trjárekí var þar á söndunum, bárust þar oft á land tré, sem voru svo sundurgrafin af trjámaðki, að þau héngu varla saman, og út úr þeim löfðu maðkarnir hvarvetna. Var þá kallað að þau væru „loðin af helsingja”, því að svo var trjámaðkur- inn nefndur. Vegna þessa varð sú trú almenn i Norður- landi, að syðra væri til sérstök tegund villigæsa, sem nefndust helsingjar, og kæmu þær út úr rekatrjám. Væru það eintómir karlfuglar, og þess vegna gætu þeir ekki orpið (það var skýringin á því, að helsingjar verpa ekki hér á landi). Frá þessu er sagt í íslandslýsingu Þorláks annálaritara Markússonar á Sjávarborg. Margæs kallast nú sá fugl, er fornmenn nefndu gagl. Hún er mjög svipuð helsingja. Kemur hún oft í stórhópum til Suðurlandsins snemma á vorin og hvílir sig þar á flugi sínu norður til varpstöðvanna i Grænlandi. Var hún þá stundum veidd í net og kallað látur. Netið var strengt milli tveggja prika og borið undir það eitthvað ætilegt sem agn, og var sá umbúnaður, að netið mátti fella hvenær sem vildi. Er til kunn saga um þetta frá dögum Ögmundar biskups Pálssonar, er hann var prestur á Breiðabólstað i Fljótshlið. Það mun hafa verið á páska- daginn 1508 að þar veiddust 300 margæsir i net og voru bornar lifandi heim. Þá var mikill bjargarskortur i þeim byggðum, en Ögmundur vildi ekki láta drepa fuglinn á stórhátíð, og var það því geymt til mánudags. — Margæs heitir öðru nafni hrota og mun það nafn dregið af gargi hennar. Sú var trú, að hún yrði allra fugla elzt, og þaðan er það komið að kalla gamalt fólk karlhrotu eða kerl- ingarhrotu. Hani. Sú er sögn um hanann, að sé hann iátinn verða fjörgamall, þá verpur hann einu eggi. Er það hin versta sending, þvi að úr þessu eggi kemur sú ófreskja, er kallast skoffín. Augnaráð hennar er svo banvænt, að hver lifandi vera fellur dauð fyrir því. Þess vegna skyldu menn forðast að láta hana verða gamla. — Sú er ennfremur trú á hanann, að beri maður á sér spora af vinstra fæti hans, þá hefir hann sigur í hverju máli. Músarrindill. Hann er langminnstur allra ís- lenzkra fugla, og lifir sínu einkalífi svo, að fáir kynnast honum. Menn vita ekki enn með vissu hvort hann er staðfugl eða farfugl. Hann er í felum á daginn, en þegar rökkva tekur, fer hann á kreik og syngur þá fegurst allra fugla. Hefir hann þvi jafnan þótt dularfull vera og hafa ýmsar sagnir myndast um hann. Ein er sú, að hann sé óskaplega sólginn i hangikjöt og flýgur þvi niður um eldhússtrompa og kærir sig kollóttan um sót og reyk. Hann grefur sig inn í sauðarlæri og hefst þar við. Margir héldu að hann væri óheillafugl og settu því krossmark í eldhússtrompinn og hugðu að hann mundi ekki dirfast að fara í gegn um það. En vegna þess hvað hann var sólginn í kjöt, var hann kenndur við mýs og kallaður músarrind- ill, en sumir nefna hann músarbróður. Músarrindlinum fylgja ýmsir dularkraftar. Ef maður þvær sér um augun upp úr volgu blóði hans, þá sér maður jafnvel i myrkri og björtu. — Til þess að stinga manni svefnþorn, skal hengja höfuð músarrindils yfir höfði sofandi manns, og getur hann þá ekki vaknað fyrr en höfuðið er tekið brott. Keldusvín . Þótt músarrindillinn væri dularfull- ur fugl, var keldusvinið þó enn dularfyllra. Og það má kallast furðufugl enn, þvi að menn vita ósköp lítið um það, néma að það sé heldur stærra en lóa. Talið er að þau verpi i mýrum og eggin sé 6—12, „en um útungunartíma, þroskaskeið unganna og lifnaðarháttu fuglsins vita menn bókstaflega ekkert," segir í Fuglabók F.l. Keldusvín eru vör um sig og eru því alltaf í felum. Komi styggð að þeim fljúga þau ekki heldur hlaupa og eru horfin von bráðar Af þessu mun það stafa, að Eggert Ólafsson segir að þau geti ekki flogið. Og vegna þess hvað þau hverfa skyndilega, héldu menn áðurað þau væru illir andar og gætu því smogið niður i jörðina hvar sem þau væru stödd. En þau vita af ótal holum og felustöðum að smjúga i. Menn héldu að keldusvinið hefði yfirnáttúrlegt eðli, og þess vegna urðu römmustu galdrastafir ekki ritaðir, svo að gagni kæmi, nema til þess væri höfð keldusvinsfjöður. Þegar maður nær keldusvíni, skal maður hafa það hjá sér um nótt í úthýsi og binda það við höfðalag sitt. Um nóttina rekur það upp þrjá skræki, hvern öðrum hvellari, og deyr af þeim þriðja. Fáir þola fyrsta skrækinn, færri annan, en þoli maður alla þrjá, verður hann mesti lánsmaður alla ævi. Hverafuglar Þetta hafa verið og eru enn mestu furðufuglar landsins. Langt er nú síðan að það var almenn trú í Gullbringusýslu og Arnessýslu, að til væru fulgar, sem héldu sig á sjóðandi hverum og köfuðu þar og væru lengi í kafi. Héldu sumir að þetta væru draugar, en aðrir töldu að það væru sálir framliðinna sem fengið hefðu þessa mynd á sig. Þegar Eggert Ólafsson var á ferð um Ölfus, hitti hann þar marga menn, sem höfðu séð þessa fulga. Hann vill ekki kalla þetta skrök, en reynir að færa fram röksemdir fyrir þvi, að engir fuglar geti synt á sjóðandi hverum, og þaðan af siður geti þeirkafaðþar. En að lokum segir hann: „Ef þetta eru venjulegir fuglar, þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýung í náttúru- fræðinni." i bókinni „Grúsk III“ birti ég grein um hverafugla og frásagnir málsmetandi manna, sem höfðu séð það, og eru sumir þeirra enn á lífi. Hún er því enn bráðlifandi hin gamla trú, að til séu fulgar er geti hafst við á heitum hverum. Og þessi trú er studd svo góðum vitnisburðum, að hér er sannarlega um lifandi verur að ræða, en hvorki drauga né líkamaðar sálir framliðinna. Hér eru enn lifandi hverafuglar, þótt það sé „furðuleg nýung i náttúrufræðinni", ekkert síður en á dögum Eggerts Ólafssonar, þrátt fyrir vísdóm þessarar aldar. Vegna v-ingjarnlegrar vorkunnsemi nokkurra manna út af því að ég skyldi vera svo vitlaus að skrifa um hvera- fugla, eins og þeir væru til, skal ég nú ítreka, að aldrci hefir hvarflað að mér að hér sé um sérstakt fuglakyn að ræða. Ég þykist viss um, að það sem við nefnum hvera- fugla, séu alþekktir fulgar undir öðrum nöfnum. Af lýsingu sjónarvotta má ráða, að hér sé ekki ein fuglateg- und, heldur tvær eða fleiri. Og þá koma mér fyrst i hug keldusvín og blesönd. 1 Fuglabók F.í. segir um keldusvínið: „Ilér virðist það vera staðfugl að mestu, þvi að það hópast á vetrum að Iaugavermslum og öðrum vötnum, sem sjaldnast eru á is.“ Og um blesöndina segir þar: „Hún sést oft við hveri og laugar á vetrum.” Lýsing á henni er ,að hún syndi og kafi vel, enda reglulegur sundfugl í háttum, en flýgur rösklega. „Hér er mjög lítið kunnugt um hætti hennar," segir að lokum. Blesöndin er á stærð við urtönd. Sumir sem séð hafa hverafugla, segja að þeir hafi stungið sér i hverinn og ekki komið upp aftur. Þetta gæti átt við um keldusvín, sem hafa átt se'r fylgsni i hver- bökkunum, en inngangur að því verið undir vatnsborði. Sumir segja að fuglinn hafi verið á stærð við lóu og haft hvasst nef; það á líka við um keldusvin. Aðrir kalla hverafuglana endur, og lýsing þeirra á stærð, lit og flugi gæti átt við blesendur. Sumar lýsingarnar gætu líka átt við urtir. En þar sem vitað er að keldusvin og blesandir eru „hverafuglar” á vetrum, þá ættu þau alveg eins að geta verið hverafuglar á vorin. Guöfinna Jönsdöttir frö Hömrum FERMINGAR- TELPA Frá kirkjuturni barst helgur hljómur og hvítasunna um landiSskein. En Ijóssins hringing með hreimi skærum í hvelfing sóldagsins ríkti ein og kornung hjartablöð vorsins vermdi og vakti laufin á bjarkargrein. Og lýðir byggða í guðshús gengu, en gleðin úti við dyrnar beið, því inni! kirkjunni orðin féllu um óför lifsins, um vítis neyð, og undur hnipinn var himingeislinn, er hægt að altari drottins leið. Þá kraup við gráturnar gullhærð meyja og geislinn vafðist um fagrar brár. En bikar rétti að barnsins vörum einn bjartur öldungur, silfurhár, og mælti: Sjá hér er dreyrinn drottins, er draup fyr’ mannkynsins eymd og fár. Hið gamla altari geislinn snerti, þar gnæfði frelsarans píslarmynd, og mærin starði með ótta í augum í augu drottins af kvöldum blind, á þyrnisveiginn að nöfði hnýttan úr heimsku mannkyns og flærð og synd Og smámey nýfermd á heimferð hugsar og hristir bjartlokk frá Ijósri kinn: Mér hvarf í guðshúsi Ijóssins Ijómi, á lífs míns fögnuð sló þögn um sinn. Þeir vildu krossfestan Krist mér gefa, sá Kristur ei verður drottinn minn. En kveðji hann dyra á bóndabænum, þá býð ég velkominn þreyttan gest, og grænni lífjurt úr garði mínum ég græði sár hans og fága bezt. Frá krossins oki ég Ijúft hann leysi. Svo Ijæ ég drottni minn hvita hest. Þá dylst ei konungi dagsins lengur, að dýrðarríkið af jörðu er. Hver sólskinsþröstur í kjarri kveður og klukknahljómur um skóginn fer. En hvítasunna á vorsins vegi að vörum gróandans Ijósveig ber. Hilmar Jensson ÁSTA SÖLLILJA Sjáðu mánans mildu geislum stafa i mjallarlíni sofa jarðarblóm í töfrabirtu titra hljóðir strengir timinn geymir minninganna óm Fjallatindar vörð um véin standa þótt verði mörgum smærri hulin sýn. Er vetrarstormar gróðurnálum granda, þá gleður hugann enn að minnast þin. Þú varst ein af dalsins fögru dætrum i dagbók lifsins geymast ykkar spor Ennþá gyllir sólin vesturvegi að vetri liðnum kemur aftur vor.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.