Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1975, Blaðsíða 16
fttgefandl: ll.f. Arvakur, Iteykjavík rramkv.stj.: Haraldur Svelnsson Kitst jórar: Matthlas Johannessen Styrmlr Gunnarsson Rltstj.fltr.: Gísli Sigurðsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson Ritstjórn: Aðalstræti 6. Simi 10100 KNUT HAUGE Framhald af bls. 12 „Þetta er fimmta bindi af sögu K. Hauge um Ulfsættina i Slidre, og fyrsta bindi síðari hluta þess mikla sögulega verks, sem mun ná yfir 3 aldir, frá fyrri hluta 18. aldar og fram á okkar daga. Bókin sem kom út á þessu ári fjallar um atburði 20 fyrstu ára 20. aldarinn- ar. Segja má, að hægt sé að njóta „Spelemannen Siljuflöyt" sem sjálfstæðs verks, og án þess að þurfa aó þekkja fyrri hluta ættar- söjmnnnr. 1 eftirmála bókarinnar skrilar rithöíundurinn: „Höfundurinn glimir stöðugt við að gera ástina að aðalviðfangs- efni sinu, og gengur hún eins og rauður þráður gegnum allt verk- ið, spunnið við söguna um Ulfs- ættina i Sidre og ofió inn í sögu norska bændasamlélagsins siðast- liðin þrjú hundruó ár.“...I ættarsögu sem þessari, þar sem örlög margra eru rakin samtímis, verður erfitt um vik að kafa djúpt i sálarlif hvers og eins. Hauge hefur orðið að láta sér nægja að stikla á stóru og draga upp mis- munandi skarpar myndir af sögu- persónunum. En i einu tilfelli hefur rithöfundurinn stuðst meira við raunveruleikann en ímyndunarafl sitt. Er þá átt við lýsingu annarrar af aðalpersón- um sögunnar. Per Ulfsson, sem er erfingi Kustóðalsins og sonur Ulfs Earteinssonar bónda, fæðisl kringum 1902 og tilheyrir kynslóð Hauge. Það er freistandi að geta sér til um, að rithöfundurinn hafi notaó sjálfan sig sem fyrirmynd i hinni frábæru persónulýsingu af Per litla. Stráksi hefur auðugt ímyndunarafl, sem veldur hans nánustu oft á tiðum áhyggjum, einkum ntóður hans. Hann heíur furðulega löngun og hæfileika til að gera huglæg fyrirbrigði áþreifanleg og sjá skemmtilegar, hlýjar og vingjarnlegar verur í kringum sig.“..Barnalýsingar K. Ilauge minna mjög á lýsingar Olav Duun, Tarjei Vesaas, Knut Hamsuns og Johan Borgen. En Per Ulfsson er vaxinn upp úr öðrum jarðvegi, þeim sama og höíundurinn." Knul W. Nordal lýkur grein sinni svo: „Einnig í sögunni um Ulfsætt- ina drottna lög kærleikans eins og Hamsun túlkar þau í „Viktoríu": Og kærleikurinn varð upphaf heimsins, og drottnari heimsins, en leióir hans voru þaktar blóm- um og blóði drifnar, — blómum og blóói.“ Ég ælla einnig að taka með kafla úr ritdömi um „Spelemann- en Siljuflöyt" eftir Nils-Aage Sör- gaard, sem birtist i „Dagbladet" i Ósló: „Þungamiðja sögunnar og höf- uðkostir koma fram í lýsingu á sambandi Ulfs og sonar hans Pers, hvernig hin óblandna aðdá- un Pers á föður sínum sem ímynd hins fullkomna, dofnar með vax- andi þroska, en þó ekki svo að gagnkvæmt traust þeirra þverri. Og kannski er það vegna þess, að faóirinn reynir ekki að breióa yfir galla sína. Þeir verða ekki upp- rættir í hinni nöktu og miskunnarlausu tilveru. Lesand- inn skynjar þroska drengsins best, þegar hann stendur við banabeð föður sins, sem deyr fyr- ir aldur fram. Kaflinn er þrung- inn viðkvæmnislausri reisn, þar sem lifslöngun, kjarkur og örvæntingarblandið stolt gefur efni i lýsingu á sterkum einstakl- ingi, sterkum án þess að vera á nokkurn hátt ofurmannlegur. Þrjóska, stolt og ótti verða að raunsærri hugsjónastefnu, sem vekur traust okkar og lesandinn getur sjálfur sótt styrk til. Það er ekki einskis vert, hvorki fyrir Per sem gæddur er listamannseðlinu og samtimis verður að þjóna skyldum við hversdagslífið, né heldur okkur sem höfum þörf fyr- ir hlutdeild i listaverkinu. Það er margt sem getur orðið okkur til hjálpar í vandkvæðum lífsins." 1 mörg ár var Knut Hauge for- maður norska Ungmennafélags- ins. Ilann hefur ferðast mikið um Noreg og haldið fyrirlestra, og nær hann vel til áheyrenda sinna úr ræðustólnum. Margar greinar menningarlífsins hafa notið áhuga hans og starfsorku. í menn- ingarlífinu í Valdres er hann okk- ar hinum sönn fyrirmynd. Skal þess getið, að hann er formaður stjórnar héraðsblaðsins „Valdres,", og eru störf hans þar rnikil og góð, ekki sist sem ritdóm- ara. Auk ritstarfa sinna hefur hann alla tið verið dugandi blaða- maður, og hefur blaðið og lesend- ur þess ástæðu til að þakka þau störf hans. Einnig hefur hann unnið við minjasafnið í Valdres og bókasafniö og vinnur nú að árbók um Valdres, sem Sögu- félagið þar gefur út. í heima- byggð sinni venstre Slidre hefur hann einnig tekið lílilsháttar þátt í héraðspólitikinni, og um tíma var hann varaoddviti þar. En um- fram allt er hann skáld. Og fyrir störf sín sem rithöfundur hefur hann hlotið hæstu heiðurslaun sem ríkiö úthlutar listamönnum. Að lokum vil ég geta þess, að mér er það mikil ánægja að geta talið Knut Ilauge persónulegan vin minn. Ilann er hjartahlýr og raungóður félagi, sem alltaf er boðinn og búinn til að styðja og hjálpa yngri starfsbróður í rithöf- undastétt. Já, Knut er i einu orði sagt óvenju mætur maður. Heimir Guðmundsson þýddi. Rut Brandt Framhald af bls.6 og ekki sizt eftir að Guillaume- málið kom upp. M.a. átti Brandt að hafa verið I tygjum við hinar og þessar konur á kosningaferð- um sínum. Sjálfur hefur kanzl- arinn fyrrverandi sagt um þetta, að hann hafi aldrei gert neitt, sem hefði getað valdið konu sinni leiðindum eða gremju. Rut Brandt hlær við. ,,Ég hef að sjálf- sögðu lesið blöðin," segir hún og bætir við eftir smáhik: „Þetta hefur komið illa við mig." Nokkru slðar segir hún: „Mér hefur vlst aldrei lærzt að taka hlutunum létt." Tveimur mánuðum eftir af- sögnina fluttust þau búferlum og þau Rut og Matthías héldu norður til Noregs I bústaðinn, sem hjónin eiga þar á Hamri. Viku seinna kom Brandt svo sjálf- ur. Þeim hjónum tókst I samein- ingu að komast yf ir hina persónu- legu erfiðleika slna. „Við ræddum málin saman," segir Rut, „og komumst að sameigin- legri niðurstöðu." Við spurðum, hvort hún hefði aldrei hugsað til skilnaðar. „Ég stend með honum og það veit hann," svaraði hún. „Engin býr með manni I þrjátiu ár án þess að læra að meta hann. Ég segi líka við sjálfa mig, að þótt ýmsir erfiðleikar kunni að koma upp I sambúð, sé þó margt verra hugsanlegt. Það má nefna lang- vinna sjúkdóma, eða dauðsföll." En hvað um kjaftasögurnar? „Ég er nú nokkuð þrautseig," svarar hún. „Ekki sérlega hörð, en viti ég, að ég verð að gera eitthvað. þá tekst mér það. Og börnin eru nú orðin svo gömul, að ég get lika reitt mig á aðstoð þeirra." Þegar Rut litur um öxl, segir hún, að sér hafi stundum þótt stjórnmálaframi manns sins full- mikill. Þegar Willy Brandt varð forseti neðri deildar þingsins árið 1955 fór hún að gráta, er hún heyrði fregnirnar. En smám saman vandist hún misjöfnu gengi, þar sem skiptust á skin og skúrir, og tók i kyrrþey að leggja meiri rækt við sitt eigið lif, „en sat ekki aðeins heima og beið eftir manninum," eins og hún tekur sjálf til orða. Hún hefur ekki heldur látið sér leiðast. Hún er nú tiltölulega ánægð með lifið og sjálfa sig. Ein sönnun þess: „Áður fyrr var ég ævinlega hálflasin í maganum. Nú er það horfið og ég kenni mér einskis meins." ■ Bragöio aí UJtra Britc er engu likt - það er svo hrcssandi lerskt vegna samsetningar sinnar, aö þú íinnur, hvcrnigandi þinn vcröur ferskari hvernigtcnnurnar veröa hvítari og gljá meira, — Þcimf$cm nola Ullra Brilc cinu sinnirfiiuist annað tannkrcni liarla bragðlaust

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.