Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 15.07.1973, Page 12
Árið 1920. Louis er fæddur aidamótaárið og stendur bví á. tvítugu begar þessi mynd er tekin. Hér er hann með móður sinni. Louis var snemma þybbinn. Hér er hann tiltölulega ungur að árum og samt var hann orðinn 100 kg. Árið 1932. Louis Armstrong i fyrstu hljom- leikaför sinni til Evrópu. Hann var þá þeg- ar orðinn frægur. Framan af hélzt honum iila á eiginkonum. Hann var fjörutíu og tveggja ára, þegar hann kvæntist Luciile. Hún var f jórða kon- an hans og hjónaband þeirra entist allt til dauðadags Armstrongs. Hann var hljómlistarmaður af guðs náð, einn af brautryðjendum jassins og trompetleikari í fremstu röð. Hann er líka minnisstæður fyrir sönginn, en ekki þótti öllum röddin fögur. Hún var samt barma- full af músík og tilfinningu. Þessi ein- stæði listamaður og persónuleiki, Louis Armstrong, er fyrir nokkru genginn til feðra sinna. Hans var saknað óvenjulega mikið - og víða. Sumir töldu hann bezta ambassador Bandaríkjanna, hinn sanna talsmann friðar og bræðraþels milli allra manna. Hann var gífurlega eftirsóttur og kom á einni af ferðum sínum fram í Há- skólabíói í Reykjavík eins og allir muna vel, sem þar voru. Alltaf virtist hann iðandi af kæti eins og myndirnar bera með sér og hvíti vasaklúturinn, sem hon- um var svo ómissandi, var fyrir löngu orðinn hluti af persónuleika hans. Tveir snjailir listamenn leggja saman: Duke Ellington við píanóið en Louis syngur af lífi og sál. Skemmtikrafturinn Louis Arm- strong. Hér er hann löngu orðinn reyndur i faginu og sést hér með öðrum, sem ekká var neinn viðvaningur heldur: Dean Martin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.