Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1973, Blaðsíða 6
kynntist hann lífi sveitafól'ks og alþýðulist. Frá lifi þessa fólks liggja rætur listar hans, að dómi hams sjálfs. En lista- menn vita ekki alltaf allt um rætur sínar. Mikilir listamenn og brautryðjendur eins og Kandinsky eiga, eins og sterk- ir stofnar, fleiri rætur en eina. Trén hugsa ekki um rætur sín- ar, þau eru of önmum kafin við að leita sólar og fæða grænt lauf inn í nýtt vor. Listamönn- um er eins farið. En Kandinsky vissi, að rætur hans voru í Moskvu og þjóðiif rússneskrar bændamenningar kvislaðist um verk hans. Þar var uppruni hans, ekki í Bæjern. Og lista- mönnum er gjarnt að leita upp runans, ekki siður en öðru fólki, og horfa þá gjarna til asSku sinnar og þess andrúms og umhverfis, sem leikur um hana, en framhjá öðrum mikii- vægum þáttum. Kandinsiky vill að list hans sé af rússneskum toga spunnin. Hann vill vera fulitrúi 'þjóðar sinnar og listar þess fólks, sem stóð honum næst. Þess vegna sést honum yíir hæjersku áhriíin. Það er gömul saga, heillandi að vísu, en hálfur sannleikur eins og oft vill verða. Hann segist hafa lært að hreyfa sig i myndinni, eins og hann 'kemst að orði, þegar hann gekk inn í rúss- néskan bjálkakofa. „Þegar ég gekk loks inn í herberg- ið, fannst mér ég umkringdur af málverki á afflar hliðar, mál- verki, sem ég hafði gengið inn í.“ En hann bætir við, að hanm hafi haft þessa sömu tilfinningu í rússnesku kirkjunum, og seg- ir svo: „Síðar upplifði ég þetta oft í bænahúsunum í Bæjern og Tíroi. Auðvitað var reynsl an alltaf mismunandi . . .“ Og enn segir hann: „Ég hef í mörg ár (þetta er skrifað í Munchen í júní 1913) reynt að iáta áhorf andann „ganga“ i myndinni, reynt að þvinga hann til að gleyma sjálfum sér og leysast upp í myndinni.“ Og no’kkru slðar: „Ég vissi nú, að fyrirmyndimar sköðuðu myndimar mínar.“ Hann segist síðar oft hafa mál- að lanidslag betur „eftir minni" en með náttúruna að fyrir- mynd. XXX 1 safni Bláu riddaranna er þessi þróun augljós. Myndirn- ar á sdðasta skeiði expressjón- istískra áhrifa eru augljóslega slí'kar „endurminningar", eins og málverkin frá Murnau, Hol- landi og Túnis. En síðan leys- ast þær einnig upp í óhlut- kennda „tónlist", leysast upp eins og atómið. Félagar hans komast aldrei yfir „endurminn inguna", hvað þá fyrir- myndina, mema Klee og þeir sem f jaér honum stóðu eins og Picasso síðar, svo að dæmi sé nefnt, þótt enginn sé 'hefð- bundnari en Picasso, ef því er að skipta. Einhver sagði við Kand- insky: „Þegar þú málar, skaltu líta eitt andartak á strigann, hálft á litaspjaldið og tíu sinn um á fyrirmyndina.“ „Það hljóm aði fagurlega, en ég uppgötv- aði þó brátt, áð ég yrði að fara þveröfugt að: horfa tíu sinnum á strigann, einu sinni á lita- spjaldið og hálft andartak á náttúruna." Hann leit á strig- ann sem glímupall. Þar áttu átökin að tfara fram. Og þar — einmitt þar — átti draumur hans að verða að veruleika, ef ekki með góðu þá illu. Gaman er að sjá, hvernig hann lýsir þessum Vigvelli: „Fyrst blasir hann (striginn) þarna við, hreinn eins og óflekkuð mey, með skínandi andlit og í himn- eSkum kJæðum — þessi hreini strigi, sem sjálfur er eins fal- legur og mynd. Og svo kemur pensillinn og sigrar þennan hreinleika eins og nýlendu veldi, sem leggur undir sig lönd og þjóðir." Hann bætir við: „Að mála eru æp- andi árekstirar milli ólifera heima, sem er ætlað með bar- áttunni að skapa nýjan heim, sem kallast verkið. Sérhvert verk fæðist tæknilega séð eins og kosmos — af örlagaslysum . . . myndsköpun er veraldar- sköpun.“ Aldrei sætti Kandinsky sig við að mála eftir lifandi fyrir- myndum, gerði það samt. Hann segist hafa • teiknað og skrifað athugasemdir hjá sér í fyrir- lestrum, horft á fyrirmymdirn- ar, nákta mannslíkama: „and- aði að mér nályktinni.“ En hann hafði áhuga á samspili og leik i útlínum fyrirmyndanna, lengra náði áhugi hans ekki. Hann talar oft um afstrakt- hugsun, afstraktskynjun, og segir, að þrátt fyrir cifrek gam alla meistara sé „náttúr- an“ sjálf ósnortin. „Mér virð- ist oft sem hún hlæi að þess- um tilburðum. Oftast virð- ist mér hún „guðdómleg" með tilliti til afstraktskynjunar: að hún skapaði sína hluti, hún fór sínar leiðir að sínu takmarki, sem hverfur í þokuna, hún lifði í því riki, sem augljóslega var utan við mig. Hver skyldi vera afstaða hennar til ilistar?" Lofes leggur hann áherzlu á, að listin sé „á margan hátt eins og trúin. Þróunin á sér ekki stað d uppgötvunum, sem strik- ar yfir gamlan sannleika og stimplar hann eins og hverja aðra villu (eins og á sér stað í vísindum), þróun (list- ar og trúar) byggist á skyndi- legri uppljómun, sem iíklst eld- ingunni, sprengingum . . .“ Hann minnist á Krist, sem 'kom ekki í heiminn til að ganga af gömlum lögmálum dauðum, heldur til að sá fræjum nýrrar hugsunar, sem vex úr igömlum jarðvegi, og þessar nýju hugs- anir minna Kandinsky á grein ar trjánna, „sem ibora ný göt inn i himininn . . . Eftir þess- um leiðum 'hef ég smám saman komizt að því marki, að ég lít efcki á málverk án fyrirmynd- ar sem eyðileggingu allrar eldri listar heldur aðeins sem mjög mikilvæga og nauðsyn- lega skiptingu gamla stofnsins í tvær aðalgreinar, óumflýjan- lega skiptingu, ef unnt á að vera að gefa krónu hins græna trés líf.“ Kandinsky leggur höfuð- áherzlu á, að viðleitni Krists hafi vlsað honum véginn: „Mér til undrunar uppgötvaði ég, að þessi krafa (innra líf verksins) er reist á þeim grunni, sern Kristur lagði áherzlu á sem sið ferðileg verðmæti. Ég upp- götvaði, að það, að sjá hlutina með þessum hætti, er Kristur . . .“ Og nofekru síðar: „I þessu andrúmslofti verður seinna, miklu seinna, sköpuð hrein list, sem birtist okfeur nú í flökt- andi draumum, með ólýsanlegu aðdráttarafli." Það er því ekki undarlegt, þótt þessi maður hafi heillazt af aldagamalli kaþólskri al- þýðulist Bæjem. Engin tilvilj- un að hann dróst að Múnchen og Murnau, þrátt fyrir tómlæt- ið og andúð gagnrýnenda. Hér á einnig við það sem Gottfried Benn segir í fyrr- nefndum fyrirlestri: „AUs staðar þar sem er fólk eiga guð irnir sér bústað." Og ennfrem- ur svofelld orð Hegels: „. . . ekki það líf, sem óttcist dauða og eyðileggingu, heldur það, sem þolir þetta tvennt og held- ur áfram að lifa með þVí, það er lif andans . . .“ XXX Kandinsky hefur lýst ná kvæmlega nofekrum myndum 'SÍnum og hvernig 'hann málaði þær. Vegna efnis þessara hug- leiðinga vekja athugasemd- ir hans um myndina „Komposition VI“, sérstaka at- hygli. Athugasemdin er skrif- uð í maí 1913: „Forsendan var syndaflóðið. Upphafið var glermynd (hinterglasbiid, aths. mín og undirstrikun. M), sem ég gerði nánast að gamni mínu. . . . þegar glermyndin var full- gerð fékk ég löngun til að vinna Komposition úr þessu viðfangsefni." Síðan lýs- ir hann því, hvernig hann ætl- aði að mála myndina. Allt virtist liggja ljóst fyrir, en mörg Ijón voru á veg- inum. Gleimyndin fór á sýn- ingu, hann fékk hana aftur í hendur löngu síðar, varð fyrir vonhrigðum, og tíminn deið. Löng barátta átti sér stað, áð- ur en myndin var fullgerð. Sig- ur unninn. En ræturnar voru sem sagt: bæjersk glermynd. En syndaflóðið var auðvitað horfið, örkin hans Nóa, dýr- in, pátonamir, eldingamar, regnið. I staðinn ný veröld, strigi, litir, barátta, sköp- un nýrrar veraidar. Það er hahla einkennilegt, fyrir Is- lending að sjá, hvemig Kand- insky lýkur athugasemd sinni við þessa mynd, þegar hann tal ar um „lofsöng um þá nýju veröld, sem ris úr ragnarök- um“, eins og 'hann kemst að orði: „Sér 'hún upp koma, öðru sinni jörð úr ægi iðjagræna", segir í Völuspá. Þessi „iðjagræna jörð“ nýrr- ar veraldar, sem Kandinsky hugðist skapa úr þeim heimi, sem var dæmdur til tortíming- ar, ef fordæmi Krists væri ekki fylgt og Skipting stofnsins fengi efeki .tækifæri til að tendra nýtt líf í grænni ver- aldarkrónunni. III. NÝR HEIMUR Wasily Kandinsfey var fædd- ur í Moskvu 4. des. 1866, son- ur efnaðra foreldra. Hann seg- ir, að sólin hafi bráðnað yfir MoSfevu og orðið eins og lita- spjald, bætir við að sérhver litatúba komi hreyfingu á allt sálarlíf sitt. Hann varð aldrei svo gamall, að hann fyndi ekki til eftirvæntingar, þegar hann opnaði túbuna og sá litinn í fyrsta sinn. „Moskva er lyk- illinn að list hans,“ segir einn margra fræðimanna, sem hafa fjallað um líf hans og list. En lyklamir voru íleiri: Bæjem, Parts, Frakkland, Norður- Afrí'ka . . . 1896 kom KandinSky til Múnchen, þar sem hann kynnt- ist m.a. Alexej von Jawlensky landa sínum, sem var fseddur í Rússlandi 1864, en lézt í Wies- baden 1941. 1896—1908 var Kandinsky búsettur í Mún- chen; lærdómsár, ferðalög m.a. til Túnis, Rapallo, Paris- ar. Hann gerir tilraunir í symb ólskum og ný-impressjónistísk um stíl, kynnist svo fauvism- anum (hittir Matisse í París) og loks expressjónisma. Fauv- ismi Matisse átti rætur í iist frumstæðra kynstofna, m.a. i Afríku. Eftir marigvíslegar tilraunir verður til fyrsta afstraktmynd eða öllu heldur „öhlutkennda" mynd sögunnar, vatnslitamynd, „komposition I“, sem fyrr er nefnd, en áður hafði Kandinsky reynt að máJa „afstraktmynd- ir“, svo að þetta var engin til- viljun, því síður bylting, held- ur þróun. En tvö ár liðu, þar til hann telur sig hafa reynslu til að gera fyrstu raunverulegu og, ef svo mætti segja, meðvit- uðu tilraunina til að mála óhlut kennda mynd. Sönnun þess, að hér var um ákveðið takmark að ræða, en hvorki tiilviljun né byltingu, er „Uber das Geistige in der Ku.nst“, sem hann skrif- aði á 'þessum árum, þótt bók- in 'kæmi ekkl út fyrr en 1911. Ilún sannfærði leltandi ný- skapendur í málaralist, eða herti á þeirri sannfæringu þeirra, að tilraunir þeirra væru ekki í þvi skyni gerðar að brjóta niður .gamla list og ganga af henni dauðri, 'heldur blása í hana nýju fersku lifi. Af bðkinni má sjá, að Kand- insky leggur mikla áherzlu á, að verkið skapist af „innri nauðsyn" og sé brúin milli listamannsins og áhorfandans, eins og hann kemst að orði. Án þessa sambands er verkið „dautt". Kandinsky nefnir þrjár forsendur Jistsköpunar: 1) Impressjón, (áhrif frá um- hverfi og náttúru), 2) Im- próvisasjón (óvænt túlkun óefnislegrar náttúru) og 3) Komposisjón (meðvituð tilraun til túlkunar á ákveðnum til- finningum, oftast byggða á langvarandi vinnu; barátta forma og lita, sem skapa nýja veröld, byggða á átoveðn- um lögmálum eins og tónlist, en ekki tilviljunum eins og marg- ir vilja vera láta, þ.e. óhlut- kennd list, oft kölluð fúsk á þeim tím'um og enn af sumum). Or þessum þremur þáttum er list Kandinskys og þar með nútímalistin sprottin. 1909 stofnaði Kandinsky m.a. með Jawlensky „Neu Kúnstler vereinigung". Þeir sem aðild áttu að þessu samfélagi voru ti'lraunamenn, en höfðu alls ekki sömu skoðanir og Kand- insky á óhlutkenndri list. Picasso og Braque tóku þátt í annarri sýningu þessa samfé- lags tilraunamálara. • En 1911 stofnaði Kandinsky, ékki sízt vegna áhrifa frá Franz Marc, nýjan félagsskap lista- manna. Enginn vafi, er að Franz Marc var eini listmálari þessa tima, sem hafði nákvæm- lega sömu skoðanir á list og Kandinsky, þrátt fyrir aldurs- muninn. Þetta nýja samfélag 'hét „Der Blaue Reiter" eftir mynd Kandinskys. 1 fyrstu sýningu 'þeirra félaga tóku m.a. þátt: Henri Rouöseau, franski naívistinn og Delanay. En 1912 gerist Paul Klee félagi i Bláu riddurunum og þá eiga báðir helztu brautryðjendur óhlutkenndrar listar aðild að þeim samtökum. Þá er komið að heimsstyrj- öldinni. Kandinsky fer heim 1 stríð- inu. Byltingin gefur fyrirheit um að ný þróun í listinni eigi fylgi að fagna meðal nýrra, rót- tækra valdhafa i heimalandi hans. En þeir eru afturhalds- samir, þegar á reynir. Kand- insky hveríur frá Moskvu 1920: hefur ekki áhuga á for- múlu þessara nýju herra, þ.e. list í þjónustu byltingarinnar, brúkunarlist, og enn situr nú við það sama hálfri öld síðar: Sósíalrealismi heitir þessi list og er allsráðandi í Sovétrí'kj- unum eins og kunnugt er, bæði í myndlist og bókmenntum. Orð eins og bylting og róttækni glata merkingu sinni; bylting fær jafnvel merkinguna: aftur- hald, áður en minnst varir. Kandinsky fór aftur til Þýzkalands og verður þar prófessor 1922. Paul Klee starf aði við sama skóla, takmarkið: að reisa nýja veröld á rústum 'heimsstyrjaldarinnar; skira nýja rnenningu, nýja Ilst í ilog- um infernós. Stefna að nýrrl endurreisn og samræmi i má'l- áralist, byggingarlist og högg- myndallst. Og bókmenntirnar fóru ekki varhluta af þessari kröfu. Ný list byggð á gömlum arfi, ný alþýðulist með rætur í káþólskri bændamenningu, eins og hún birtist enn i dag í Suður-Bæjern, og tilraunum eldri málara, einkum í Frakk- landi (Manet, Monet, Lezanne). 1922 mynda Kandinsky, Jawlensky, Feininger og Klee „Die Blaue Vier“, halda sam- eigin'legar sýningar, en einnig sérsýningar á verkum sinum. Öfgarnar kalla á andstæð- ur sínar. Úr bolsivistískum jarðvegi skýtur nasisminn rót- um, blómgast og dafnar. Hitl- er verður ríkiskanslari 1932. Nasistar höfðu sömu afstöðu til listar Kandinskys og fé- iaga 'hans og kommúnistaleið- togarnir í Moskvu. Nasistarn- ir kölluðu KandinSky: fjarlæg- an fólkinu, uppruna sínum og arfi, fjarlægan listinni, glæpa- mann, magaveikan sjúkling, og að því kemur að sjálfsögðu, að Kandinsky yfirgefur Þýzka- land. Siðustu árin bjó hann í nágrenni Parisar, þar deyr hann svo 1944. Þar umgekkst 'hanmf m.a. Miro, Delamey og Arp. XXX öll nútímalist á rætur í lífi Kandinskys og verkum. Óhlut- kennd list er affevæmi hans. Árangur leitar og baráttu. Hann er uppspretta þeirrar menninganlegu viðleitni, sem nefnist nútímaviðhorf og sam- tið. Þessi upRspretta mun áreið anlega enn veita þyrstum svöl-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.