Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1970, Blaðsíða 11
Undan og ofan af hinu og þessu Nu vildi Vanaisa, eftir hljóð- um þeim og hreyfingum, sem vatnið kom af stað, úthluta hin um ólíku þjóðum eiginleika og tungu. Snemma morguns tilsettan dag, steig hann upp úr hvílu sinni, kveikti stórt bál á fjalls- tindinum, setti þrífót yfir log- ana og ketil fullan af vatni á hann ofan. Hann hafði varla lokið und- irbúningi, þegar fönguiegt, fjör ugt og framtakssamt fólk kom á staðinn. „Nu-ú. Þið eruð þá komin á fætur! Það líkar mér!“ sagði Vanaisa. — „En það sýðurekki enn á katlinum. Hvað á ég nú að gera? Ég vil ekki að þið þurf ið að bíða. Því ætla ég að kalla yður mina eigin þjóð og mín tunga skal vera yðar tunga!“ Og þannig fengu Eistur heið- urinn af því að vera kallaðir þjóð Vanaisa, tala hans tungu og vera vammi firrtir. Þeir héldu heim, mikils metnir af öllum. Ketillinn gerði skyldu sína og útdeildi hverri þjóð hlut- skipti sínu. Þegar þessu var lokið, hvarf Vanaisa aftur til bústaðar síns. Ketillinn er nú horfinn, en staðurinn, þar sem eldurinn brann, sézt enn. Þegar önnur íjöll og hæðir glitra i sólskin- inu, er Ketilfjallið reifað blárri reykmóðu. Því er það kallað Bláfjall í seinni tíð. III. Söngur Vanemuines 1 fyrndinni töluðu allir menn og dýr sama mál. Og enn í dag eru til nokkrir vitrir menn, sem hlusta á dýramál og skilja það. En sameiginlega mál ið var einungis miðað við hvers dagsnotkun og því var dýrun- um einu sinni stefnt saman til mikils þings. Þar áttu þau að læra tigið hátíðamál, svo að þau kynnu að lofa guðina og vegsama þá. — Allir, sem gæddir voru lífi og sál, héldu til Dómfjallsins hjá Tartu, en þar var helgur eikarlundur. Þegar allir voru nú í fjálg leik miklum saman komnir, heyrðist ljúfur niður og söng- guðinn, Vanemuine, steig niður á jörðina af sleða sínum. Hann strauk liðað hár sitt og skegg, jafnaði brotin á klæðum sínum, ræsktl slg, spllaðl forspn og söng síðan lofsöng, sem snerti hvert hjarta, en mest hans eig- ið. Meðan hann söng réð þögn, sem ekkert minnsta hljóð rauf, því að öll skepnan hlustaði á sönginn af mikilli athygli. Emajögi 1.) hætti að hlaupa, 1.) jögi —fljót. Vindurinn gleymdi því að honum lægi á, ferfætlingar og fuglar þögðu, án þess að hræra legg né lið. Meira að segja rangeygður skógálfurinn gægð ist fram milli trjánna. En viðstaddir skildu ekki allt sem þeir heyrðu. Trén í eikilundinum íögðu á minnið þytinn, þegar guðinn steig á jörðina. — Ó, maður, þegar þú reikar um eikilund og heyrir há tiðlegan niðinn í honum, þá mundu, að guðinn er nær. Ena- jögi festi í minni sér skrjáfið í klæðum hans og likir eftir því, þegar hann á vori hverju gleðst yfir endurborinni æsku sinni. — Vindurinn hafði tek- ið eftir saknaðartónunum í söng guðsins. Nokkur dýr höfðu veitt hinum ýmsu tón- brigðum raddarinnar athygli. Söngfuglarnir, einkum nætur- galinn og lævirkinn, gleymdu aldrei forspilinu. En fiskarnir munu aldrei hætta að harma þau örlög, sem þeirra biðu. — Þeir lyftu höfð- um sínum til hálfs upp úr vatn- inu, en gleymdu eyrum sínum undir þvL Þeir sáu varir guðs- ins hreyfast og líktu eftir þeim, en voru þögulir eftir sem áður. Mennirnir einir gátu skilið allt. Því getur söngur þeirra náð djúpum sálarinnar — meira að segja alla leið upp til bú- staðar guðanna. Vanemuine söng um tign himinsins og skrúð jarðar, um fagurskreytt- ar strendur Emajögi og þeirra fornu dýrð, um sorg og gleði mannkynsins. Söngurinn snart hans eigið hjarta, svo að hann felldi tár, sem var þess megnugt að brjótast gegnum harðan steininn. — Siðan hélt hann til Vanaisa að syngja og spila í höll hans. Útvalin eyru hafa öðlazt þá miklu hamingju að heyra söng Vanemuines of- an að einu sinni eða oftar. Til þess nú að mennirnir fái ekki gleymt honum, sendir guðinn enn í dag boðbera sína öðru hvoru niöur til jarðar innar. Og sjálfur mun hann koma aftur daginn sem ham- ingjan hrósar sigri á jörðinni. IV. Eikur Vanaisa Einu sinni endur fyrir löngu tóku gestirnir við brúðkaup eitt í Jyrisókn að dansa á vellinum í grennd við stórbýlið Lehnja. Spilararnir blésu í pípur sinar í ákafa og dansfólkið þeyttist fram og aftur allt hvað af tók. En Vanaisa hafði löngu áður gróðursett þarna nokkrar eik- ur og þær voru nú fyrir dans- fólkinu. „Rífið trén upp með rótum!“ hrópar brúðguminn. Svarar þá einn af gestunum í aðvörunar- tón: „Látið þær í friði! Eik- urnar eru heilög tré!“ Aðrir skeyta ekki um orð hans, en rifu þær upp með rótum. „Nú höfum við rúmt dans- gólf! — Og nú — áfram með þig, spilari!“ æpa gestirnir síð- an einum rómi. Vanaisa bregzt reiður við og ákveður að refsa þeim. Ólmur dansgalsi grípur gestina og spilararnir blása og blása hvíldarlaust. Þeir blása, eins og augun ætli út úr þeim, og svit- inn bogar af þeim í lækjum, en þeir geta ekki hætt að spila. Gestirnir hringsnúast í svita- stokknum fötunum, sólarnir slitna upp til agna, og að lok- um dansa allir berfættir. Pípurnar þagna allt í einu, dansfólkið nemur staðar. Dans- ararnir verða þess varir, að tá neglur þeirra eru farnar að stækka. Þær festast við jörð- ina og vaxa lengra og lengra niður á við. Þeir geta ekki hrært sig. Hendurnar lengjast ferlega, nef og eyru blása út, og hárið verður að trjálaufi. Að nokkrum augnablikum liðnum er allt dansfólkið orðið að trjám, er taka nú rúm eikanna, sem upp höfðu verið rifnar. Öldum saman hafa þau staðið við veginn heim að Lehnja. Eikurnar hafa stækkað, en tala þeirra ekki aukizt. Tvö stærstu trén eru brúðurin og brúðguminn, hin minni gestir þeirra. Með tíð og tima var farið að líta á þær sem helgar eikur. Menn færðu þeim fórnir og væntu sér af þeim bóta allra meina. Enginn þorði að fella þær eða hreyfa við laufi þeirra. Seinni kynslóðir hafa látið sér annara um þær en hinar, sem einu sinni sáu þær í manns mynd. „Helvítið hann Markús, að barna hana Bertu okkar,“ sagði konan á Heggstaðanesinu. „Láttu ekki svona Vilborg min, þér hefir þótt gaman að því líka,“ sagði bóndi hennar. Hann hefir verið Biblíulesinn og munað, „að margfaldizt og uppfyllið jörðina." eins og Guð almáttugur sagoi við Adam og Evu. Þó þau langi til að gera „hitt“, er það ekki manns- ins og konunnar vilji að eiga börn. Það er Guðs vilji. „Og þó veiztu þetta litli minn,“ segi ég við háttvirta gáfumenn. Tómas Guðmunds- son skáld talar íyrir sinn munn og annarra stórskálda: „Ekkert nema verk manns- ins getur veitt hcnum heiður“. Mikill fjörmaöur og trúmað- ur hefir einn foifaðir minn ver ið. Hann var kaþólskur prest- ur, officiales, Barna-Svein- björn, Múla i Aðaldal. Hann átti áttatíu börn, fimmtíu með fylgikonum, og þijátíu hálfrefi með vinnukonum. Hann var ekta Þingeyingur, þó að hann væri ekki Mývetningur. Ég er stoltur af honum og allir Hún- vetningar, m.a. Jón í Öxl og Björn á Löngumýri. Það sýnir Skjóna. Helga langalangamma mín var frá Reykjahlíð, en Jón Þor- varðarson langalangafi frá Björgum í Kinn. Þess vegna er ég svo gáfaður, góður og gild- ur utan um mig. Mývetningar voru mannval 1761, þegar hún langlangamma mín fæddist. Ætli það sé munur eða nú, þegar þeir vilja allt sprengja. Mikið skelfing segir hún ljótt um Svíana konan frá Eskifirði. Þetta er svo ókristilegt, hún hefir áreiðanlega ekki lesið Biblíuna. Guð almáttugur vill, að mannfólkið uppfylli jörðina, og það vilja prestarnir líka. En nú er alltof mikið notað af pillum í Sviþjóð og Svíum fækk ar. Fyrir sjötiu árum var ég hýddur með hrísvendi. Mikið var það sárt, en ég átti það skilið og man hýðinguna og ástæðuna. Ég haíði lært. Eftir sextíu ár man ég toller- inguna fyrir framan Mennta- skólann, þar sem busunum, verðandi stúdentum, var fleygt upp í loftið eins og tuskum. Það var skripaleikur Og nú eru þeir farnir að leggja stúdents- efnin í bleyti í Tjörnina, svo þeir verði gáfaðir. En visindin segja, að drullan i Tjörninni sé stórmenguð. Bezt lízt mér á aðfarirnar i Menntaskólanum við Hamra- hlíð. En fyrst verið er að gera góðverk á annað borð, þá á að hýða með hrisvendi, svo blæði úr. Þú sem klínir kamarinn kærulausi trassi. Þér væri rétt aö vöndurinn vaslaði á þínum rassi. „Enginn verður óbarinn bisk up“, segir gamla máltækið. Og hvernig væri það, að kenna með hrísvendi i barnaskólun- um, a.m.k. síðhærðu æskumönn unum. Það ætti enginn að verða prófessor, nema hann væri tvi- hýddur. Enginn að verða prest ur, nema hann væri þríhýddur. Engin framför, engin menntun, engar gáfur, engin vísindi nema hrísvöndurinn komi til. Lífið allt er dásamlegur hris- vöndur. Bókmenntir og Jistir FramhaLd af bls. 5. sjálfa. 1 Cone-safninu er einn- ig söguleg Matisse-mynd, feng- in frá Stein-systkinunum. „Blá nektarmynd", sem Leo lánaði ásamt tveimur Picasso-kyrra- lífsmyndum á hina frægu New York Annory sýningu árið 1913, sem skók aíturhaldssamt listalíf Bandaríkjanna á grunni, Hin afskræmda vera á mynd Matisse vakti harðar rimmur og aöhlátur á ferð sinni um Bandaríkin. Æstir listnemar í Chicago hengdu brúðu, sem átti að tákna Matisse og brenndu eftirlíkingu af mál- verkinu. Síðasta Matisse-mynd Ger- trude „Femme au Chapeau“ — mynd af frú Matisse með gríð- armikinn hatt — hafði vakið hneyksli á Parísarsýningunni „Salon d‘Automne“ árið 1905. Er Leo og Gertrude keyptu myndina af sýningunni, hófst vinátta þeirra við hinn franska meistara. Þau kaup mörkuðu í rauninni einnig upphaf af ævi löngum samskiptum Gertrude við listamenn af mismunandi hæfileikastigum. Samband hennar við hinn röska tug listamanna, sem komu og fóru í lifi hennar, svo og samband hennar við álíka íjölda rithöfunda var ekki allt af snurðulaust. Skapgerðin var það sem hún hafði mestan áhuga á og sjálf var hún gædd sterkri skapgerð. Hún olli ósjaldan árekstrum við þá, sem næst henni voru. Vitund henn- ar um sjálfa sig og hlutverk sitt, þörf hennar fyrir lof, lof og aftur lof — að líkindum aukin vegna dálætis þess, sem Alice hafði á hvers konar makki — kom henni til að ýfa suma og útskúfa öðrum. En það var hin sterka skapgerð hennar, sem laðaði fólk að henni og hefur vafalaust fengið þá listamenn er hún umgekkst til að nota hanasem fyrirmynd. Því auk hinnar sér stæðu myndar Picassos gerðu Lipschitz og Jo Davidson högg myndir af henni, Vallotton, Pi- cabia og nokkvar af minni stjörnunum reyndu að festa myndugleik hennar á léreftið. Er hún vildi það við hafa, gat Gertrude sýnt furðumikla nærgætni gagnvart viðkvæmn- isatriðum annarra. Á fyrstu árunum, þegar veggir sýningar salarins voru orðnir þaktir verkum hinna yngri lista- manna, ákváðu þau Leo að halda hádegisverðarboð fyrir málara þá er þau áttu myndir eftir. Samkvæmið tókst með slíkum ágætum, að senda varð út tvívegis eftir meira brauði. Það var ekki fyrr en hádegis- verðinum var lokið og gestirn ir á förum að Matisse leit um öxl inn i salinn og veitti því athygli, að Gertrude hafði lát- ið hvern listamann sitja gegnt sínu eigin málverki. Sönnun þess, sagði hann henni síðar i gamni, að mademoiselle Ger- trude væri hin versta kona. Fölva sló á vináttuna við Matissehjónin er áhugi Ger- trude á Picasso jókst að mun. Hún varð fyrir nær óbætan- legu áfalli með útgáfu „Ævi- sögu Alice B. Toklas", þar sem Mme Matisse er meðal annars þannig lýst, að hún hafi „langt andlit og stóran slap- 8. nóvember 1970 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS J1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.