Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1970, Blaðsíða 8
— En svo fórstu að verða vör við miðilsgáfu upp úr 1950, var það ekki? — Ja, — það var nú farið að bera á því svolitlu fyrr, en ég gætti þess vel að láta ekki nokkurn mann um það vita, ekki einu sinni manninn minn. Þegar ég var ein hér heima með börnin og hann var úti á sjó, fór ég oft að finna það á kvöld- in, þegar allt var komið í kyrrð og ró og móðir mín, sem þá bjó hjá okkur og hafði herbergi í kjallaranum, var farin niður og ég var orðin ein á hæðinni með börnin mín, að ég var aldrei ein, og mér fannst alltaf ein- hver vilja endilega tala við mig. Ég var oft að hugsa með sjálfri mér: ,,Hver er þetta, sem alltaf er í kringum mig o£ vill tala við mig? Hvers vegna fae ég þá ekki að heyra til hans?“ —■ Nú, það kom stund- um fyrir, að ég settist niður og reyndi að tala við þessa per- sónu, en ég náði engu nema áhrifunum. Þau voru ákaflega sérkennileg, mjög þægileg og gott að finna þau nálægt sér. Ég sá svo þennan mann, en bjartur heim daginn eftir, og ég segi honum frá þessu. Þá segir hann við mig: „Þú getur ekki neitað vinkonu okkar um þessa bón. Þú verður að gera hana.“ — Með það ræðst það, að ég fer upp að Hamraborg- um þetta kvöld. Þá fer Ólafur að spyrja mig, hvað ég sjái þarna, og ég fer að lýsa einu og öðru, en um leið er ég fall- in út. Ég verð ákaflega smeyk. Ég finn það, að fætur mínir fara að verða kaldir og dofn- ir og handleggirnir líka. Ótt inn grípur mig. Ég á þrjú lítil börn heima, og ég held ég sé að deyja, svo að ég segi þér alveg eins og er, og ég verð afskaplega hrædd. Þá finn ég það, að það er tekið hér sitt hvorum megin um höfuðið á mér, og ég finn, að einhver leggur hönd á hjartað. Ein- hvern veginn lief ég líklega getað opnað augun, því að ég sé ekkert af þessu fólki, sem er þarna, en hins vegar sé ég manninn fyrir fram&n mig. — Harald? — Já, einmitt. Þá er eins og allur ótti hverfi, og ég hugsa ég er engan búin að taka í hennar stað enn. Hún saknar alltaf sambandsins og hefur meira að segja flogið norður til þess að sitja fund nú í vetur, en getur náttúrulega ekki kom- ið norður í hverjum rnánuði. — Haldið þið fundi reglu- lega? — Alltaf fyrsta föstudag í hverjum mánuði, þá höfum við alltaf komið hér saman. — Er það alltaf sama tilfinn- ingin eða tilkenningin, sem þú verður vör við, þegar þú ert að „falia út“, eins og þú kall- ar það? — Nei, nú er ég ekki leng- ur óttaslegin, ég er algerlega róleg. Ég fer alveg róleg inn í þetta og kem alveg róleg frá því aftur, engin minnsta geðs- hræring, alveg sama, hvað margir sitja og hvaða fólk það er. Það er alltaf sama ljúfa, milda stjórnin, aldrei skipun um neitt, heldur þessi mikla mildi. — En dofinn í fótunum? — Hann kemur alltaf. Fæt- urnir verða alltaf kaldir og „dauðir“, jafnvel handleggirn- ýmsum þrengingum og elga viw hugarangist og sjúkdóma að stríða. — Ég hef gert mjög mikið að því, og það tel ég vera mitt bezta starf. — Hvernig fer það fram? — Þegar ég er að hjálpa fólki, sem á bágt fyrir einhver atvik lífsins, — ég á ekki við sjúkdóma eða dauða, heldur eitthvað, sem grípur inn í, — þá tala ég oftast nær við það fólk. Ég finn það alltaf, að það er ekki ég, sem tala, mér er alltaf gefið eitthvað til þess að segja við það. Ef það væri ég sjálf, gæti ég ekkert gert. Ég er ósköp lítil persóna, það finn ég sjálf. -— En veiztu, hver það er eða hverjir, sem leggja þér orð á tungu? — Já. Þeir eru þá ævinlega hjá mér, Haraldur Níelsson og Kristján Grímsson, sem er lækn ir í þessu sambandi mínu, — alla tíð. Þeir segja mér ævin- lega, hvernig ég á að tala við þetta fólk. Ég held, að þetta hafi haft afar mikið að segja fyrir fólkið og einnig fyrir mig. kvætfar, vlð skulum segja þaB. — en þú þarft nú ekkert að segja frá því, ég kæri mig ekki um það, — en ég fæ þær sjald- an neikvæðar. En ég held, að þetta starf sé það, sem gefur lífi mínu mest gildi. — Þú hefur þá yndi af því sjálf. — Já, sannarlega. — En tekur það ekki á kraft- ana? — Svolítið, svona stundum. Það fer eftir því, við hvað er að fást. — Þreytistu ekki? — Nei. Ég kem venjulegast óþreyttari úr þessu sambandi heldur en ég fer í það. Ég stunda þetta oftast nær frá klukkan tíu til tólf á kvöldin og stundum á morgnana líka, áður en ég fer í vinnuna. Ég yrði ósköp þreytt, held ég, ef ég fengist ekki við það, það gefur mér einhverja orku, sem ég get ekki skýrt fyrir neinum. Ég er oft þreytt eftir langan vinnudag, þvi að ég vinn líka mikið, vegna þess að ég vil vinna. Ég þyrfti þess ekki. — Líttu á, ég þyrfti ekki að vinna, Hann kemur alltaf í björtu ljósi Sverrir Pálsson ræðir við Guðrúnu Sigurðardóttur — Síðari hluti kannaðist ekki við hann, því að ég hafði aldrei séð Harald prófessor Níelsson. — En það er bezt, að ég segi þér tildrögin að því, að þetta samband var opnað. Það var kvöld eitt, að kona nokkur, sem ég þekkti vel og átti fjarskalega bágt, kom hingað til mín og bað mig mjög ákaft að koma með sér upp að Hamra borgum til^ Ólafs Tryggvason- ar, því að Ólafur teldi sér mik- inn ávinning í að vita, hvað ég sæi í sambandi við einstakling, sem hann var að reyna að hjálpa og var þessari konu vandabundinn. — Ég vissi, að Ólafur hafði um skeið haft hug á að fá mig til samstarfs, því að honum var kunnugt um, að ég hafði einhverja hæfileika í þessa átt. Ég þekkti hann alls ekki neitt, en hafði reynt að forðast hann, þar sem ég hafði heyrt, að hann væri mjög ákveðinn maður og viljafastur, en ég taldi mig hins vegar alls ekki færa um að leggja út á þessa braut. — Ég svaraði konunni því til, að þetta gæti ég með engu móti gert, þó að ég vildi flest annað fyrir hana gera. Þetta væri alveg af og frá. Hún hélt áfram að sár- bæna mig, þangað til ég sagðist skyldu hugsa um þetta til næsta kvölds, enda yrði Guð- bjartur þá kominn heim af sjónum og ég vildi ekkert ákveða, fyrr en ég væri búin að ráðfæra mig við hann. Kon- an lét sér þetta vel líka og fór við svo búið. — Ég er í mjög miklum vanda þetta kvöld. Mér líður ekki vel, og það er eins og það sé togazt á um mig. Ég á í mik- illi baráttu. Svo kemur Guð- með mér: ,,Nú, ef ég á að deyja, þá verð ég bara að deyja. Það verður alltaf einhver til þess að hjálpa börnunum mínum.“ — Og með það er ég horfin og veit ekki meir. Það hefur sjálf- sagt verið mjög stutt stund, svona 2—3 mínútur, sem ég er í dásvefninum og Haraldur tal- ar við fólkið, segir, hver hann er, og kemur jafnframt með ein- hverjar ráðleggingar við- víkjandi þeim einstaklingi, sem þarna var verið að reyna að hjálpa. — Þar með var mitt ráð eig- inlega ákveðið. Ólafur fann, að ég gat orðið honum til aðstoð- ar, og vildi ekki sleppa. Ég er ekki að hallmæla honum fyrir það, því að ég býst við, að þetta hafi verið ágætisþjálfun fyrir mig. En eftir þetta fór ég að starfa með honum annað og þriðja hvert kvöld í nokkur ár. Hann vann mikið að því að lækna fólk, og honum var styrkur að því að fá leiðbein- ingar á þennan hátt. — En svo fer að koma ákveðinn hópur í kringum starf þitt, er það ekki rétt? — Jú, það er rétt. Ég var húsmóðir á stóru heimili, og ég gat ekki alltaf farið út, þegar Olafur kallaði, og ég sagði honum það. Hins vegar væri alveg sjálfsagt, að ég héldi fundi einstaka sinnum, ef ég gæti eitthvað hjálpað honum. Hann var oft sitjari hjá mér fyrst, en svo komu þau Stefán Éiríksson, Guðbjörg Svein- bjarnardóttir, Jórunn Bjarna- dóttir og Guðbjartur minn, en eftir að hann veiktist og dó, kom Nanna Ingjaldsdóttir í hans stað. Jórunn fluttist til Reykjavíkur á síðasta ári, og ir lika. Og þegar ég er að hverfa, veit ég svo sem um fólkið hérna í þessum hring í kringum mig, en það skiptir mig í raun og veru engu máli. g er að fara til einhvers, sem ég veit ekki, hvað er, en ég veit, að ég kem aftur til fólks- ins, og ég verð aldrei hrædd, ekki lengur. — En gleymirðu svo öllu, sem gerist, eftir að þú sofnar? — Man ekki nokkurn skap- aðan hlut, sem gerist, meðan ég er í dásvefninum. Við fáum okkur svo venjulega kaffisopa eftir fundina, og ég er búin að taka það til, áður en ég set fundinn. Mér finnst bæði gam- an að fá mér kaffi með fólkinu og eins finnst mér það gott, en ég man aldrei, hvað talað er við kaffiborðið. Ég man ekkert daginn eftir, frá því ég sezt í þennan stól og þangað til ég vakna morguninn eftir. Mér líður alltaf vel og er ósköp sæl með sjálfa mig, en ég finn allt- af, hvernig fólkinu líður. Hún er ekki alltaf eins, líðanin hjá fólkinu, sem kemur á fundina, en jafnvel þó að komi mjög harmþrungið fólk, — það hef- ur komið fólk hér á fundi, sem hefur verið að missa sína, — þá tekur sá harmur ekki inn á hjá mér, eins og þegar ég heyri sorgleg tíðindi, þegar ég er alveg, — ja, hvað á ég að segja, — eins og ég á að mér að vera. Ég finn til, þegar ég heyri eitthvað raunalegt, rétt eins og annað fólk, en þegar talað er um slikt eftir fundi, finn ég ekki fyrir því, það snertir m.ig ekki. Það er öðru- vísi en venjulega. — Svo hefurðu fengizt mikið við að hjálpa öðrum, sem eru í — En svo þegar ég er að hjálpa þeim, sem veikir eru, fer þetta svolítið öðruvísi fram. Fólkið getur ekki komið til mín, því að sumt er rúmfast og sumt er statt á fjarlægum stöðum. Það er hringt úr ótal stöðum, bæði héðan úr bænum og annars stað ar af landinu, kannske margar hringingar á dag, sérstaklega á kvöldin. Þá gef ég fólki oftast nær upp tíma, sem ég vil, að það sé í ró og kyrrð. Sá tími má aldrei vera styttri en 15 mínútur. Þá sezt ég hérna í þennan stól, og ég bið hinn mikla kraft, — ég ætla bara að segja það þannig, — að veita þessu fólki það lið í sjúkdómi þess, sem má. Ég bið aldrei um neitt sérstakt. Ég bið t.d. aldrei um líf, ég legg það allt í guðs hendur, því að ég hef ekki vit eða þekkingu á því, hvað er gott fyrir hvern einstakan, en guð hlýtur að vita það. Ég lifi í þeirri trú. Sé hún röng, þá er það fyrir mig, en sé hún rétt, þá er það gott fyrir fjöldann og alla menn. — Hefur ekki oft orðið greini legur árangur af þessu starfi? — Ekki veit ég, hvað ég á að segja um það, ég vil helzt ekki svara því. Mér fyndist, að aðrir ættu að svara því. Ég veit bara um þakkirnar, sem ég hef feng- ið, þær eru ótal margar, bæði skriflegar, gegnum síma og á annan hátt. — Og þá um leið fregnir af árangri? — Já, en það hef ég fyrir mig, eins og ég segi við þig, en fólkið á að svara til um það, ef það vill. — Jákvæðar eða neikvæðar fréttir? — Ég fæ þær sjaldan nei- því að fólk vill borga mér. Það vil ég, að komi fram, — það vill borga mér, og því þykir leiðin- legt að mega ekki borga mér En ég hef ekki yndi af að taka peninga fyrir þetta starf mitt og hef aldrei haft og fékk líka fyrirskipun um það í byrjun starfs míns, að ég ætti ekki að taka peninga fyrir það. En ég skil fólkið. Þess vegna hef ég sagt við margt fólk, að það ætti að láta féð renna til góðgerða- stofnana, og ég veit, að sumir hafa gert það. En mér hefur oft dottið í hug, hvort það væri ekki rétt að stofna einhvern sjóð, sem fólk gæti lagt í, ef það vildi. Hann gæti orðið ein- hverjum til blessunar síðar meir. Fólk fer oft sorgmætt af mínum fundi, af því að það fær ekki að greiða mér. — En svo ætla ég líka að taka annað fram: Það fóik, sem ég um- gengst hér, bæði Eyfirðingar og Akureyringar og yfirleitt fólk- ið hérna í kring, vill allt eitt- hvað fyrir mig gera og hefur mjög mikið fyrir mig gert, gejt mér ánægju á marga grein. Ég tala nú ekki um sitjarana, þeir eru nú svo nátengdir mér, að þeir eru orðnir eins og hluti af fjölskyldu minni, ef svo má segja. Þeir njóta nú líka alltaf einhvers við fundina. Fólkið nýtur sjálfsagt einhvers líka bæði við það að koma og tala við mig og eins að fá þessa hjálp, en það vill lika allt launa það og marglauna það. — Lítur þú þá á sjálfa þig sem tæki í hendi einhvers ann- ars til að verða öðrum að liði? — Bara sem tæki í hendi ein- hvers annars, sem vill veita að- stoð og veit líka, að þarf að veita aðstoð. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. marz 1970

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.