Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 25.08.1968, Blaðsíða 11
Sala á amerískum bílum hefur dregizt nokku'ð sam- an á Jiessu ári sökum verðhækkunar. Einkum eru ]>að leigubílstjórar, sem kaupa þessa bíla, enda fá þeir þá á talsvert lægra verði en venjulegir dauð- legir menn. Chevrolet heldur alltaf sínu góða áliti, en flestir kaupa minni gerðirnar, Chevy II og Chevelle, sem sést hér á myndinni. Samtals mun vera hægt að fá 40 mismunandi gerðir að Chevrolet, og 14 msmun- andi gerðir af Chevelle. Eins og margir aðrir, hefur Chevelle verið gerður dálítið sportlegur, aftursleikt- ur og framparturinn lengdur. Bíllinn er mjög ásjá- Iegur, en útsýni engan veginn eins gott og auðið væri úr svo stórum bíl. Póstarnir á afturhornunum skyggja til dæmis óhóflega mikið á útsýni aftur úr. Vélastærðin er frá 140 til 350 hestöfl. Af japönskum bílum höfum við helzt haft kynni af Toyota, en önnur tegund er óðum að festa sig í sessi í Evrópu og á Bandaríkjamarkaðnum. Það er Datsun og á myndinni er Datsun 1300, 5 manna bíll, sem gæti eftir útliti að dæma verið meðaltal af öllum 5 manna bílum. Japanir reyna ógjarnan nýjungar, en þeir eru snjallir að kópíera og endurbæta. Datsun er sparneytinn bíll, vélin er 67 hestöfl, svipað og í Cortinu og Hillman til dæmis, og liámarkshraðinn er 140 km á klst. BMW er talinn meðal 5 bezt gerðu bíla heimsins og þá er talsvert mikið sagt. Uppgangur BMW á síðustu árum er að þakka þeirri áherzlu, sem verksmiðjan leggur í gæði og góðan frágang. Nýlega keypti BMW aðra þýzka-bílaverksmiðju, Glas, og nú hefur orðið nokkur samruni á einstaka gerðum Glas og BMW. Hér sést einn þeirra, BMW 1600 GT, sem er í raun- inni liinn upprunalegi Glas 1300-1700, lítið eitt breytt- ur. Meðal annars hefur grillið að framan verið lag- fært í anda BMW. Tæknilega séð er bíllinn hinsveg- ar eins og BMW 1600. Vélin er 110 hestöfl og við- bragðið frá kyrrstöðu í 100 km hraða er 11,2 sek. Há- marksliraði er 190 km á klst. Sem sagt, hreint trylli- tæki og frágangur og útlit eins og venjulega hjá BMW. Cortina hefur orðið mikill happabill hjá enska Ford eftir þær endurbætur, sem gerðar voru á bílnum. Eft- ir gengisfellinguna hér og í Bretlandi er Cortinan á mjög hagstæðu verði og erfitt að finna betri bíl fyrir liðlega 200 þúsund. Til er svokölluð GT útgáfa af Cortinunni og er hún mun betur búin og kröftugri, enda verðið eftir því. Finnist mönnum eitthvað vanta á að Cortina GT sé fullnægjandi, þá hafa þeir hjá Ford í bakhönd- inni Cortina 1600 E, sem tekur fram öllum öðrum Cor- tinum. Þar er mælaborðið fellt í póleraðan harðvið og sömuleiðis eru hurðir viðarklæddar ofantil. Stýrið er úr áli, leðurklætt. Hjólkoppar eru krómaðir og af sérstakri gerð og tvær aukalugtir eru framaná bilnum. Stundun; liefur verið sagt, að full margar bifreiða- tegundir væru á íslandi. Vera má að það sé rétt, en þá mætti einnig benda á, að æskilegra væri að strika nokkrar út af listanum, sem árum saman hafa verið fluttir hingað, og fá í staðinn tegundir, sem eru í alla staði betri, en hafa Iegið óbættar hjá garði. Ein af þeim er Alfa Romeo, ítölsk bilategund sem sama og ekkert hefur flutzt hingað. Alfta Romeo er fimm manna bíll af ýmsum gerðum og nokkrum verðflokk- um. Hann er talinn mjög vandaður og þar af leiðandi eittlivað dýrari en sumir jafn stórir bílar. Hér sjáum við mynd af Alfa Romeo GT 1300 Junior, sem er éin ódýrasta útgáfa af Alfa Romeo. Línurnar eru ein- faldar og kröftugai og innréttingin sérlega falleg. Vélin er 103 hestöfl, sem sýnist sæmilegt fyrir ekki stærri bíl, enda er hámarkshraðinn 175 km á klst. Minnsta gerðin af Toyota er Corolla 1100 og hefur mátt sjá hana á götum og vegum hér á íslandi á þessu ári. Corolla hefur vakið athygli fyrir að vera einstaklega snotur og vel út færður fjögurra manna bíll. Eins og venjulega í japönskum bílaiðnaði, eru engar byltingarkenndar nýjungar á ferðinni, en vel haldið á gömlum spilum. Vélin er 60 hestöfl, sem er prýðilega nýtilegt í svo litlum bíl. Ilámarkshraði er 130 km á klst. og innskota og lagfæringa höf- undar. Við verðum undir lokin að koma aftur að ábendingu okkar um að beina ræðan í smásögunni hafi augsýnilega haft fornsagnakennda bygg- ingu þegar á munnlega stig- inu. Þetta, ásamt með forn- sagnakenndum eiginleikum per sónusköpunarinnar, getur hafa gert sögnina hugstæða Snorra og útskýrir að mestum hluta þá staðreynd, hvað frásögnin bræðir sig vel inn í heild sög- unnar. En hér kemur einnig upp svipuð grundvallarspurn- ing og í athuguninni á persónu lýsingunum: Stafar hin mikla notkun og þróun beinnar ræðu í fornsögunum ekki að ein- hverju leyti af því, að samræðu list þjóðsagnanna hafi verið fyrirmynd höfundanna? (30) Það er staðreynd, að eldri skráðu sögurnar hafa á vissan hátt haft áhrif á þær yngri, þannig að fyrirmynd sögustíls- ins er sögustíllinn sjálfur, svo að tilfærð séu orð Heuslers að mestu. Á það skeið hefur sagna ritunin verið komin, þegar Snorri skrifaði verk sín á 3. og 4. tug 13. aldar. Jafnvel þótt við rétt til gamans sláumst í hóp með þeim, sem halda hvað svartastri bókfestustefnu, þá er samt ógerlegt að neita því, að stuttar þjóðsögur, flökku- sagnir og smáskrýtlur, hafi gengið á fslandi bæði rétt í byrjun sagnritunartimans og löngu áður. Tilgáturnar um stílinn í svo- kölluðum sögulegum arfsögn- um eða munnlegu íslenzku ætt arsögunum, eins og við vana- lega köllum þær, eru veikar og óöruggar. Við tilraunir til þess að ákveða stílgerö þeirra verð- um við annaðhvort að ganga út frá innri mælikvarða í rituðu sögnunum sjálfum með þeirri óvissu um hringverkanir, sem því fylgir, eða að styðja okk- ur við hliðstæður sóttar til arf- sagna af svokallaðri norskri ættarsagnagerð, frásagna, sem hafa ekki aðeins orðið til utan íslands en eru líka venjulega miklu yngri en sögumar og eru að efni til aðeins að litlu leyti sambærilegar við þær. (31) Vegna nokkurra sérrann- sókna vitum við, að efni styttri flökkusagna getur haldizt ó- breytt í margar aldir með smá- vegis undantekningum og það gildir ágætlega um smásögu okkar. Þessi mjög svo sérstaka staðfesta efnisatriða á sér lilið- stæðu á mörgum sviðum frá- sagnartækninnar. Hægt er að segja, að Sjálv- og Pansögurn- ar hafi í mörg hundruð eða jafnvel þúsund ár verið sagð- ar með nokkurnveginn sömu hárfáguðu tilsvörunum og í dag, svo áð aðeins séu nefnd- ar tvær af alþekktum flökku- sögnum. (32) Með rannsóknum flökkusagna af þessari gerð gætum við gert okkur góða hug mynd um þá munnlegu frá- sagnarlist, sem tíðkazt liefur á íslandi um og fyrir ritunar- tíma sagnana (33) og ekkert mælir á móti því, að það hafi átt sinn þátt í a'ð mynda stíl beinnar ræðu í ætta- og kon- ungasögnum. Áður en reynt er að svara spumingunni um það, hvernig sú þróun varð „de dacto“, verður að taka allar sögur, þar sem þekktar flökku- sagnir eru notaðar, og rann- saka þær að nýju með saman- burði við seinni alda þjóð- sagnagerðir, en slík rannsókn liggur langt utan ramma þess- arar stuttu ritgerðar. (34) Ef hægt væri aö fara kerf- isbundið í gegnum megnið af munnlegum flökkusögnum og smáskrýtlum og bera saman við konunga- og ættasögur, mundi koma í ljós, aö sögurnar hafa innbyrt meira af slíku efni en menn hafa almennt álitið. Vandasöm viðfangsefni eins og það sem Gun Widmark fjallar um i grein sinni í þessu riti, um það, hvort hin meitlaða, beina ræða í Ljós- vetninga sögu, frásögnin um hnefa Ófeigs, (35) sé frásagn- arlist af vörum fólksins eða árangur frábærrar ritsnilldar, (36) — slík viðfangsefni gætu örugglega rakizt mun betur, ef hægt væri að grafa fram munnlega flökkusögn sem fyr- irmynd. Það er varla sennilegt, að hér sé um að ræða sögu- lega hefð í verklagi. f þáð minnsta virðist mér langtum Iíklegra, að hnefinn, sem olli beinbroti eða bana, sé að jafn- litlu leyti einkaeign Ófeigs og fæturnir eru Þórarins. Ef við áræðum að draga ályktun af því, sem rannsóknin á Þórar- inssögunni hefur kennt okkur, lægi næst að segja, að Ófeigs- þáttur Ljósvetningasögu væri arfur munnlegrar frásagnar- listar og bókmenntalegrar stíl- fágunar, sem að visu er alls ekkert sérstæð. En nú skulum við forðast frekari hliðstæðuályktanir af þessari gerð. Á þessu stigi rann sóknarinnar hljóta þær að standa berskjaldaðar og verða tvíeggjaðar. Það sem við get- um sagt að lokum, er það, að við' höfum með þessari rann- sókn öðlast gleggri innsýn í tvíleik hins munnlega og bók- menntalega í frásögn Snorra um Þórarin Nefjólfsson. Við höfum getað sannað, að heim- ildin er flökkusögn og þar með höfum við einnig náð „termin- us ante kuem“ — snemma á 13. öld — á sögu, sem við viss- um annars ekki aldur á. Það hefur og sýnt sig, að aðalat- riði sögunnar eru óbreytt eftir tilfærsluna yfir á bókmennta- legt svið, enda þótt Snorri bæti vissulega um með því að styrkja sögumiðið Við þetta bætist, að mörg áhrif amikil at- riði hafa bætzt sögunni, sum- part vegna þess að Snorri hef- ur það tjáningarform, sem sögugleðin hefur veitt honum, og sumpart vegna þess að hann hefur verið sjálfstæður, skap- andi listamaður Spurningin um það, hvort hið munnlega eða hið bók- menntalega hefur frekar gert frásögn Snorra að þvi, sem hún er, verður undir þessum kringumstæðum jafn torráðin og spurningin um það, hvor fótur Þórarins hafi verið ljót- ari. Það er ekki hlutverk fræði mannsins að fella dóm sínum eigin áhugamálum og upp- áhaldskenningum í vil eins og annar Ólafur lielgi með mynd- ugleika og sannfæringarkrafti Eins öruggt og að Þórarinn er sagður maður tvífættur er það, að sagan okkar er afkomandi hins munnlega og hins bók- menntalega, þát.ta, sem eru ná- ið tengdir en þó er hægt að lýsa og skýrgreina hvorn fyr- ir sig Sameiginleg ályktun, dregin af röð rannsókna eins og þessarar, gæti ef til vill fært okkur skrefi nær svarinu við því, hvernig þessir þættir virka á stærra sviði, — hinum undarlega vefi sagnaritunarinn ar. (37) 25. ágúst 1968 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.