Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.10.1967, Blaðsíða 9
Aldrei eru hestar traðaðir, hvað kopa mundi of mikfð þeim gripum með brúk- uninni, þar ei má heita hestar kviði sig á hálfri viku eftir eins dags brúkun til Keflavíkur." Um sauðféð og aðbúnað þess fer sr. Geir þessum orðum: „Engin eru hér beitarhús á vetrum, borgir né fjárhús. Sauðfé, sem fátt er, gengur allt úti í fjörunni, gjafalaust og kemur aldrei í hús. Það liggur undir upphrófuðum skjólgörðum, til hverra það er rekið á hverju kvöldi.“ Það má því með sanni segja, að eins og manneskjan átti líf sitt undir sjón- um og því sem úr honum fékkst svo var líf hrossanna og sauðskepnunnar háð fjörunni og því, sem hafaldan rak upp á hana. En hvað um kartöflur og kálmeti? Ekki hefði verið ónýtt að hafa það með so'ðningunni. „Hver maður, er býli hefur hér í sókn, hefur og 1 eða 2 garðholur, eftir því ræktaðar, sem hver og einn er hneigður til atorku og pössunarsemi. Ei eru hér almennt ræktaðar kartöflur. Hefur mér þó allvel lukkazt það 2 undanfarin ár og mætti þó betur takast.“ Þótt liðið sé nokkuð á aðra öld síðan þetta var ritað hafa tímarnir furðu lítið breytzt hvað þetta snertir. Landið er þa'ð sama. Úfin hraun og gróðurlaus, berar klappir, gráir sandar. Það er ekki betra undir bú heldur en þegar sr. Geir barm- aði sér yfir grasleysinu svo varla var hægt að æja hesti um hásumarið. Og eftir þessu hafa menn eðlilega hagað sér á þessum tímum hagræðingar og sívax- andi skipulagningar atvinnuveganna. Nú mun enginn nautpeningur til í Grinda- víkurhreppi. Þar eru nú örfá hross og eitthvað um hálft annað þúsund fjár. Hér hefur eins og allir vita, útgerðin, sjósóknin og fiskverkunin, verið fólks- ins lifibrauð. Ef sjórinn brást áður fyrr, þá tók sveitin og sulturinn við. Nú er þáð bankinn og samfélagsins breiða bak. Hvílíkur munur. Á vetrarvertíðinni 1780 reru 27 skip úr Grindavik, 8 áttæringar, 13 sexær- ingar og 6 fjögramannaför. Áhöfn þeirra var 50 heimamenn og 160 „Austmenn" eins og Skúli fógeti nefnir þá. Og hér koma fleiri við sögu. Stórútgerð þeirra tíma lét sig ekki vanta í þessari aflasælu veiðistöð. Stóllinn — biskupsstóllinn í Skálholti — hélt þar úti 12 skipum, ein- Lábarið stórgrýti á Staðarmölum. um tíæringi og 11 áttæringum, en „áhöfn þeirra var 2 heimamenn og 131 Aust- maður." Var því engin furða þótt oft sé tekið svo til orða um landseta á stóls- jörðunum, að ein af skyldum þeirra sé að róa á skipum stólsins á vetrarvertíð- um. Sama máli gegndi um þá, sem sátu á konungsjörðunum. Þar var það Bessa- stáðavaldið sem réði og lagði lítt bærar skyldur og kvaðir á landslýðinn. En hvað þýddi að mögla eða kvarta. Þetta var óumflýjanlegt hlutskipti ófrjálsrar þjóðar, sem var kúguð og þrælkuð í sínu eigin landi. Sjálfsagt mundi ríkisins landsetum þykja hart undir slíku að búa nú á tímum. Allt er þetta nú löngu liðið. Þetta er eins og ljótur draumur. Börhum sjálf- stæðrar þjóðar í ríki velmegunarinnar finnst þetta ekki geta hafa verið veru- leiki. Nú sækja Grindvíkingar sjóinn á glæsilegum flota stórra vélbáta allt upp í 300 tonn. Á síðustu vetrarvertíð reru þaðan um 40 bátar. Meira en helm- ingur þeirra á heima í Grindavík. Slík gjörbylting í sjósókn á sér vitanlega langa sögu. Er hún öllum kunn, þeim, sem fylgzt hafa með í atvinnuþróun þjóðarinnar. Og að hún gerist í Grinda- vík, eins og svo mörgum öðrum sjópláss- um, á sér eina höfuð-orsök. Hinn stóri bátafloti Grindvíkinga og öll sú mikla „drift“, sem hann hefur sett í þetta sjó- pláss og þar með uppgangur staðarins, fjölgun fólksins, — allt byggist þetta á höfninni og þeirri aðstöðu, sem þessum mikla flota er búinn í Hópinu í Grinda- vík. Um Hópið fer sr. Geir Bachmann allmörgum orðum í sóknarlýsingu sinni. Er ekki úr vegi að taka það hér upp að nokkru, svo mjög byggist lífsbjörg Grindvíkinga á því nú framar öllu öðru. Sr. Geir segir að Hóp (jörðin) hafi miklar nytjar af tjörn þessari, sem sé helmingi stærri en Reykjavíkurtjörn, umkringd af landi á alla vegu nema þeim, sem til vesturs veit. Þar er rif, ca. 200 faðma langt milli Sundvörðu og Svínavörðu, sem eru sundmerki á Jám- gerðarstöðum. Yfir rifið fellur um hvert flóð, og í stórstraumi fer það svo að segja allt í kaf varða milli. Ós er út úr Hópinu rétt í útsuður. Má hann heita í sömu stefnu og Járngerðarstaðasund . . . „Hafa bændur fyrrum hér í Grindavík eftir tilmælum kaupmanna og fyrir litla þóknun grafið ósinn. dýpri, þótt enn sé hverju haffæru skipi ófær, sökum þess hve grunnur hann er. Mætti þó með litl- um tilkostnaði hann dýpri gjöra, svo þiljubátar og smærri fiskiskip örugg gætu haft þar inni hæli og flúið þangað í vi'ðlögum. Kæmust stærri skip inn í Hópið er það ein sú bezta skipalega. Mundi og einn kaupmaður hafa hér nóga verzlun, ef einn væri um hituna, og í engu sakna hinna nálægu kaupstað- anna.“ En þetta eru allt bara ímyndanir og áætlanir, óskir og vonir. Enginn veru- leiki. —r- Þau einu not, sem hægt var að hafa af Hópinu í tíð sr. Geirs Bach- manns, voru þau að „í því veiðist mergð hrognkelsa eftir Jónsmessu, einnig sil- ungur og mikill áll.“ En sú kom tíðin, að Hópið í Grinda- vík varð Grindvíkingum til annarra og meiri nytja heldur en hrognkelsaveiða. Nú má segja að Hópið sé lífæð plássins, undirsta'ða tilverunnar á þessum upp- gangsstað. Nú er Hópið ein sú bezta höfn á landinu þar sem stærstu fiski- skip geta farið hindrunarlaust út og inn. í staðinn fyrir opna og erfiða brimlend- ingu smárra báta — er nú öruggt lægi stórra skipa, sem leggjast upp að bryggj- um og bólverkum, þar sem er öll hin fullkomnasta aðstaða til útgerðar. Þessi bylting í útgerðaraðstöðunni hef- ur valdið miklum breytingum í „byggða- þróun“ Grindavíkur. Þrátt fyrir mikla fólksfjölgun hefur heilt pláss — Staða- hverfið — lagzt í auðn, en nýbyggðar villur standa í röðum og vitna um fólks- fjölgun og vaxandi velmegun. Frá því verður sagt í næstu grein. J Gömul hús við þrönga götu. 1. október 1967 LESBÓK MORGUNBLAÐSIN'S Q i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.