Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1967, Blaðsíða 3
S káldsagnahöfundurinn Mika Wal- tari skrifar sögur, sem hlaupa á hundr- uðum síðna, jafnvel eftir slípun og fág- un, en það er annar Mika Waltari, sem skrifar vel uppbyggðar langar smásögur eða „miniatyrromaner“ einsog þær nefn- ast nú í nýrri útgáfu (Pienoisromaanit, WSOY 1966). Þessar smáskáldsögur eru 13 talsins. Eftir stríðið var skýrt frá því, að Waltari hefði boðið útgefanda sínum safn 12 langra smásagna, en með tilliti til ríkjandi þjóðfélagsaðstæðna hafði útgefandinn ekki vilja'ð gefa þær út vegna beizkju þeirra og bölsýni. Þessar sögur síuðust þó smám saman út til umheimsins í sagnasöfnum, nokkr- ar þeirra voru raunar fyrst gefnar út af eigin forlagi höfundar. Það er mikill kostur, að sögurnar eru nú merktar tilurðarári sínu og er þannig raðað í tímaröð. Á þann hátt fáum við vissa baksýn yfir feril Waltaris sem smásagnahöfundar — jafnvel þótt bókin hafi ekki að geyma öll fyrri verk hans Toini Havu er finnskur bókmenntafræðingur og Laxnessþýðandi. Hún gisti ísland á síðastliðnu sumri og var þá kynnt í íslenzkum blöðum. Frú Havu ritaði þessa grein vegna útkomu sagnasafns eftir Mika Waltari á síðastliðnu hausti. á þessu sviði — og einnig fáum við inn- sýn í, hvernig listsköpun Waltaris. þró- ast og hvernig hin síðar ríkjandi ein- kenni vaxa og ná föstu formi, B urtséð frá bölsýninni hefur bókin og að geyma ríkulega kímni, og hefur sú kímni heldur vaxið með árunum. Skýrasta dæmi'ð um þetta, sagan „Parii- silaisolmio" frá 1947 (Parísarslifsið), er að vísu einn veikasti hlekkur bókar- innar og ásamt henni vegna losaralegrar byggingar sagan „Ihmisen vapaus“ frá 1950 (Frelsi mannsins) og síðasta saga bókarinnar, „Koiranheisipuu" frá 1953. Fyrsta sagan, „Multa kukkii“ (Moldin blómstrar), er frá 1930. Þær sögur, sem Waltari gaf fyrst út í spariútgáfum á eigin kostnað, eru hinsvegar á meðal hans beztu og sterk- ustu smásagna. „Johin ihmisessa“, 1939 (Eitthvað mannlegt), kom fyrst út í slíkri útgáfu 1944 og var síðan tekin upp í úrvalið „Kuun maisema", WSOY 1953 (Mánalandslagið). „Kultakutri", 1946 (Gullhár; í sænsku úrvali 1954) kom út 1948 hjá eigin forlagi höfundar (Nafn „forlagsins“ var „Tuli“, þ. e. eld- ur!), og hefur nú fyrst í „Pienoisromaa- nit“ komið út hjá Werner Söderströms Oy. Aðrar sögur safnsins eru (ásamt til- urðarári): „Ei koskaan huomispáivaá", 1937 (Enginn morgundagur.); „Fine van Brooklyn", 1938; „Nainen tuli pimeástá", 1941 (Konan kom úr myrkrinu); „Kuun maisema", 1946 (Mánalandslagið); „En- nen maailmanloppua“, 1946 (Fyrir heimsendinn); „Jáinen saari“, 1947 (ís- lagða eyjan). Allar hafa þessar sögur verið gefnar út áður. Smásagan „Sel- laista ei Tapahdu", 1939 (Slíkt gerist aldrei) er ekki nefnd í ritaskrá Sirkka Musikka í hátíðaútgáfu Waltaris (1958) og ég minnist þess ekki a'ð hafa lesið hana áður, en vera kann, að minni mitt svíki í þessu. E r við íhugum það, á hvaða árum flestar sögurnar eru ritaðar, og vitum þar að auki, hversu greinilega Waltari hefur alltaf endurspeglað þjóðfélags- viðhorfin, undrumst við ekki hinn þung- lynda og á köflum kaldhæðna tón smá- sagnanna. Og kannski skiljum við einn- ig, hversvegna útgefandi hans vildi ekki á árunum áður auka bölsýni lesendanna og leggja sorg á sorg ofan. A'ð minnsta kosti hefur „Kultakutri", saga gleði- konu, þótt óviðurkvæmileg á þeim tima, þegar fólk var viðkvæmara fyrir en nú er. Spariútgáfan olli jú einnig talsverðu umtali meðal fólksins. Skýrt dæmi um það, hversu tímarn- ir breytast, má að sumu leyti sjá í við- horfi samtímalesenda Waltaris til verka hans. Viðkvæmnin í hans eigin „blys- bera-rómantík“ var að sínu leyti alls ekki sem verst; rómuð af flestum og til að byrja með nokkuð áhrifamikil. En þegar hann á áratugnum 1930—40 fór að sökkva sér niður í þunglyndisleg og böl- sýn heilabrot, varð hann satt a'ð segja allt of viðkvæmnislegur. En endurlest- urinn er hollur: Mika var alls enginn falsspámaður þótt við vonum hins vegar að svo sé um hina bölsýnu „klökkva- höfunda" nútímans, sem boða hörm- ungar — á sama hátt og hinn ungi Wal- tari. Viðkvæmni yngstu skáldkynslóðar- innar er hinsvegar miklu óhamdari en hjá honum. E r við nú lesum smásögur Wal- taris, finnum við, að fram í þeim kemur sterkur og fastmótaður tímamótablær og jafnvel ennþá meira: árborið og greinilegt hugboð um kollvörp ríkjandi tímabils og tilverumyndar og að þetta uppgjör verði örlagaríkara en nokkru sinni fyrr. Þannig var þáð einnig Wal- tari, sem eftirlét okkur óttann við atom- sprengjuna. Þetta sjónarmið hefur lifað með okkur síðan í heimsstyrjöldinni, með smábreytingum. Hvað það snertir hefur Waltari verið hreint ragnarraka- skáld, — hefur dvalið á barmi heimsend- is. Hin alvarlegu sjónarmið Mika Wal- taris, hins fremsta fárra hreinna og ósvikinna sagnamanna í nútímabók- menntum okkar, sem allt frá ungdóms- árum hans hafa fléttazt inn í sögulegar, , næstum háspekilegar skáldsögur hans, virðast þó ekki hafa náð almennum skilningi; einnig þær endurspegla og út- skýra viðhorf samtímans. Hann hóf sinn ljóðræna feril sem trúað skóld og hefur aldrei losnað vi'ð þann þátt. í síðustu skáldsögunum eru trúarvandamál í innsta hring: hvernig getur menntaður nútímamaður orðið svo líkur barni, að hann „trúi“? Spurningunni er ennþá ósvarað. En sjónarmið hins unga Wal- taris voru ákveðnari. Sjálfið í smásögunni „Enginn morg- undagur" sver sig í ættina til „skóla- blóðsins", sem bókmenntakynslóð þriðja áratugsins aðhylltist, og fylgir eingöngu kenningunni um líkamlega hamingju: „ég kæri mig kollóttan um sálina. Það er ekki til hræðilegri hlutur en hugsunin um eilíft líf, ef maður á. annáð borð reynir að hugsa þá hugsun til enda.“ * Þessi skoðun kemst rækilega til skila í hinu ísnapra lífsviðhorfi í sagnaúrval- inu „Kuun maisema". Þar sjáum við fáfengi mannsins í hræðilegri fjarsýni eilífðarinnar og hins auða himingeims, þar sem „hugsunin um Guð virðist fjar- stæð ... Og sá Guð stendur að minnsta kosti ekki í minnsta sambandi við hinn manngerða Guð bænhússins og kirkj- unnar ... bláhvítt tunglskinið í snæ- drífunni flutti til mín hugmyndina um fánýti allra mannsins gerða.“ annig er nokkurs konar stærð- fræðileg skynsemi í sérkennilegri Salo- monskenningu Waltaris um fáfengið. Skáldsagan „Turms, hinn ódauðlegi" er ^ greinilegt spor á veginum til háspeki- legrar einbeitni — auðvitað fyrir utan „Feliks onnellinen" (Hamingjusami Fe- liks). En það er forvitnilegt að taka eftir því, hvernig sjá má skáldskapar- minni í „Turms" hjá Waltari löngu áð- ur en sagan fæðist, allt eins og minnin sem birtast í „Sinuhe". Sálnaflakkskenn- ingin, sem er eitt skáldskaparminnið í „Turms", kemur einnig fyrir í „Fine van Brooklyn" í formi endurminningar Framhald á bls. 14 Gullin fjöll Eftir Tadeusz Rózewics Ég sá fjöllin í fyrsta sinn þegar ég var sextán ára Ég hló ekki hrópaði ekki í nærveru þeirra var rödd mín hvíslandi Þegar ég kom heim langaði' mig til að segja móður minni hvernig fjöll litu út Mér var tregt um mál á næturnar ber allt annan svip fjöllin og orðin Móðir mín þagði kannski sofnaði hún útaf örmagna 10. september 1967 LESBOK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.