Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1966, Blaðsíða 6
1«e *afnl5 á flæking eins og páfarnir og íýrnar mjög um tíma; ýmsir furstar yerða til þess að ræna úr því dýrmætum fcandritum, og sumt er selt. Það er ekki iyrr en á dögum Nikulásar V páfa (1447—55), að regla kemst á safnið. Nikulás sendi menn um alla Evrópu til fcandritakaupa. Eftir fall Konstantínóp- els (1453) keypti páfastóllinn nokkurn fcluta hirðsafnsins þar í borg. Safnið efldist mjög á 15. öldinni, og síðan hefur þetta safn verið í stöðugum vexti. Englandi voru helztu söfnin í Kantaraborg, Jórvík, Whitby, Wear- mounth, Peterborough og Durham. Safnið í Kantaraborg var stofnað af Agústínusi og Theódóre; það var eýðilagt af víkingum 867, eins og fleiri ensk söfn, sem þessir villimenn brenndu sér til skemmtunar. Eftir að víkingaplágunni létti var tekið að auka safnið, og á 13. og 14. öld telur það um 5 þúsund bindi. Safnið í Peterborough átti á 14. öld 344 bindi. Nokkuð er vitað um bókaeign enskra miðaldaklaustra; skrár eru til um ýmis söfn frá þessum tímum. Margt þessara safna eyðilagðist á siðaskipta- tímunum, en þó er safnið í Durham ennþá á sinum forna stað. Nokkur hluti þessara klaustrasafna er nú varðveittur í British Museum, Oxford og Cambridge. Einn merkasti bókfræðingur, sem uppi hefur verið, Richard de Bury, fæddist við hið ágæta klaustur Bury St. Edmunds 1287. Hann var af Normannaættum, hlaut menntun sína í Oxford og varð önnur hönd Játvarðar III og stórkanslari Eng- lands. Eftir að hann dró sig út úr verald- arvafstri helgaði hann sig bókfræðinni og setti saman hið ágæta rit „Philobiblon". Hann lézt skömmu eftir að hafa lokið við bókina, 1345. Bókinni er skipt í tutt- . ugu kapítula. Hann ræðir dýrmæti bók- arinnar, sem hann segir vera verndara sannleikans, og að menn skyldu fórna öllu til þess að eignast bækur. Hann var RABB Framháld af bls. 5. ar hafi keppzt um að skamma stjórn Suður-Afríku með sem sterkustum orðum og hœtt að borða appelsínur þaðan í mótmælaskyni. Þegar einhver stakk upp á því að til samrœmis œtti einnig að hœtta að neyta varnings frá kommún- istaríkjunum, hafi orðið vandrœða- leg þögn, nema hvað sumir minnt- ust á, að ekki mœtti dreifa kröft- unum í baráttunni gegn bölinu úti í heimi. Eitt böl i einu væri nœgi- legt umrœðuefni. Almenningur fylgdi fordœmi hinna andlegu leiðtoga, og það þótti ekki bera vott um góða mannasiði í gesta- boðum að fordœma ekki Verwo- erd. Sá, sem ekki sýndi á sér merki sorgar og réttlátrar reiði í hinum óhjákvœmilegu umræðum um „apartheid“ milli eftirréttarins og kaffibollans, hafi legið undir grun um fasistískar tilhneigingar. Nú er þetta umrœðuefni að mestu gleymt í bili, en Víetnam komið í staðinn. Nú er það hið viðeigandi umrœðu- efni upplýstra manna, og „línan“ er sú, að Bandaríkjarnenn eigi sök á ástandinUj þeir þjaki íbúana með grimmdarœði og kvalalosta og láti stjórnast af heimsyfirráða- stefnu, en hins vegar sé Víetcong söfnuður saklausra og fremur frumstæðra bœnda, sem vilji koma á þjóðfélagslegum umbótum. í rauninni séu engin tengsl milli Víetcongs og kommúnista eða Kína. Um eitt skeið var vinsœlt að hálda því fram, að ef Banda- ríkjamenn „hypjuðu sig heim“, mundu öll vandamál leysast sjálf- krafa og Víetnamríkin tvö sam- einast í „títóistaríki“ undir stjórn Ho Chi Minhs í Hanoi! í þessari óskhyggju og einföldun staðreynda virðist hafa gleymzt, að Peking- stjórnin þolir naumast tilveru Júgóslavíu hinum megin á hnett- inum, svo að ótrúlegt er, að hún mundi láta litla Ásíu-útgáfu af títóisma þrífast undir húsvegg sín- um. Ekki var heldur á það minnzt, að Víetcong hefur framið hin hryllilegustu ódœðisverk í „barátt- unni fyrir betra lífi“ og beitir ál- gerri ógnarstjórn á landssvæðum þeim, sem eru á áhrifasvœði hreyf- ingarinnar. Óbreyttir borgarar eru umsvifalaust myrtir á nœturþeli, ef þeir voga sér að hafa eitthvert samstarf við Saígonstjórnina, og er þá engum hlíft, ungum eða öldn- um. Hús eru brennd ofan af fólki, sem greiðir ekki skatta til Víet- congs, og ættmönnum þeirra rœnt, sem hafa trúnað stjórnarinnar og Víetcong nær ekki til að drepa. Sjálfsagt beita stjórnarhermenn einnig grimmd, enda er ekki spar- að að fræða Svía um það, þótt á hermdarverk Víetcongs megi ekki minnast. Roland Huntford segir í grein sinni, að nú hafi Víetnam verið í tízku of lengi til þess að halda athygli almennings óskertri, enda sé nú enn einu sinni farið að deila á Rhódesíustjórn, nýlendustefnu Portúgals og stúdentaóeirðir á Spáni. Yfirleitt eru litlir einrœð- isherrar vinsœlt ádeiluefni í Sví- þjóð, meðan þeir, sem stærri hafa verið í sniðum, eins og Hitler, Stalín og Maó Tse Tung hafa að mestu fengið að vera í friði. Þó hafi komizt í tízku að gagnrýna Hitler og nazismann um tíma, — fimmtán árum eftir lok síðari heimsstyrjaldar. Allir fordœma það réttilega, ef Salazar fangelsar nokkra andstœðinga sína, en und- arlega hljótt er um fjöldafangels- anir „effektívari“ einrœðisherra í Afríku, Sovétríkjunum og Asíu. Einnig virðist nýlendukúgun Portúgala . vera misgóð eftir heimsálfum. Þannig er hún afleit í Afríku, en ágœt í Asíu, af því að Indónesum þykir af ýmsum ástæðum ágœtt að hafa portúgalska nýlendu á Tímor og Kínverjum í Macao. Nýlendukúg- un Rússa og nauðungarflutningar fyrir austan Eystrasalt er víst full- nálœgt sænsku álmenningsáliti, til þess að eftir því sé tekið. Þannig er allt afstœtt. Svíar seldu Þjóð- verjum stál í stríðinu, Belgum vopn til Kongó og framseldu Rússum „stríðsglœpamenn“ frá Eystrasáltslöndunum í styrjaldar- lok. Þeir kaupa sovézkt vodka og ungverskan tokajer og borða portúgalskar sardínur með góðri lyst, — en þeir borða helzt ekki appelsínur frá Suður-Afríku, í bili a.m.k. — Magnús Þórðarson. Francesco Petrarca (1304—1374) ákafur safnari og keypti bækur í klaustr- um og hjá bóksölum á Englandi, Frakk- landi, Þýzkalandi og Ítalíu. Hann hafði skrifara, bókbindara og skreytimeistara í sinni þjónustu og varði öllu fé sínu til bókakaupa, dó stórskuldugur og arf- leiddi Oxford-skólann að safni sínu, en arfleiðsluskránni varð aldrei fullnægt sökum skulda bús hans. Safn hans er svo til allt tapa'ð, nema hvað fáeinar bækur hans eru varðveittar í St. Albans. Bók hans náði strax miklum vinsældum, og fjöldi handrita er til af henni. Hún var fyrst prentuð í Köln 1473 og næst í Speyer 1483, og síðan hefur hún komið í ótöldum útgáfum. A Frakklandi tapaðist mjög mikið magn klaustrasafnanna. Eitt elzta klaust- ur á Frakklandi var Luxeuil, stofnað af Kólumba hinum írska um 590. Þetta klaustur var mesta bókagerðarstöð á Frakklandi á 7. og 8. öld. Bókaskreyting náði þar miklum blóma og dóttur- klaustrið Corbie (um 650) frægðist mjög af stjórn Alkuins, sem var þar ábóti um daga Karls mikla. Karólinga-skriftin er þaðan runnin, en nútímaletur er af henni komið. Auk þess störfuðu þar merkilegir skreytingameistarar og málarar. Frönsku miðaldakonungarnir voru margir áfcuga- samir safnarar eins og Lúðvík helgi og Lú'ðvík XI, sem stofnaði til konunglegs bókasafns í Louvre-höllinni. Safn St. Denis-klausturs er tapað, en það var á sinni tíð mjög frægt; fáein bindi þaðan eru í Bibl. National í París. Safn Corbie- klausturs dreifðist og tapaðist að mestu leyti; nokkur bindi þaðan eru í safni í Amiens og í París og Leningrad. Safn Cluny-klausturs er að mestu týnt, smá- vegis leifar þess í París. Trúarbragða- styrjaldir, borgarastyrjaldir og bylting- ar hafa átt drjúgan þátt í eyðileggingu franskra klaustrasafna. Filippus djarfi af Búrgund (1342— 1404) var vandlátur safnari; hann hafði mikið yndi af fagurlega skreyttum hand- ritum og kostulegu bókbandi. Hann hafði marga ágæta málara og skreytinga- meistara í þjónustu sinni og sparaði fcvorki fé né fyrirhöfn til bókakaupa. Búrgundarhertogar voru flestir miklir fagurkerar, enda náði bókaskreyting hæst þar í landi á miðöldum; flest feg- urstu handrit þessara tíma eru þaðan runnin. x\ írlandi koma snemma upp klaustrasöfn. Patrekur helgi, upphafs- ma'ður írskrar kirkju (d. 461), var góður Richard de Bury (1287—1345) 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 19. júní 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.