Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 29.05.1966, Blaðsíða 6
þær mjög mikilvægar staðreyndir. Vit- anlega verða einnig mistök hjá okkur, afvegaleiðsla svo að segja — hjá sum- um er klippt neðan af allt of þröngum buxnaskálmum, nokkrar dræsur eru snoðklipptar — það ber við. Tæknileg óhöpp, þar sem verið er að framkvæma eitthvað.......og núgildandi tilskip- un er ekkert annað en rökræn afleið- ing af áður hafinni þróun — lýðræðis- þróuninni. Lýðræðisframþróun — hvers? Lýðræðisþróun valdatækja fram kvæmdavaldsins. Hugsjónin er fólgin í — skiljið mig rétt — í stigauknum samruna framkvæmdaaðilanna við hinn almenna verkalýð, hinar lægri stéttir, ef ég mætti orða það svo. Það er að segja, ekki hinar lægri stéttir. Ég komst klaufalega að orði. Hjá okkur þekkjast engar óæðri stéttir, jæja, þér skiljið mig áreiðanlega .... trúið gömlum lögfræðingi: þjóð okkar mun fyrst og fremst gera upp reikningana við rusta- lýðinn, „leðurjakkana“, dreggjar þjóð- félagsins......“. Ég beið óþolinmóður eftir því, að hann missti blautan diskinn úr hönd- um sér, og reyndar — þar braut hann hann loksins. Skarkalinn kallaði konu hans fram úr herberginu við hliðina, hún leit álösunaraugum á brotin og á mig og sagði rólegri röddu: „Pjotr, komdu hingað inn“. RABB Framhald. af bls. 5. auðu á kjördegi, harla fávíslegar. Nefna má þá, • sem segja sem svo, að fyrst ákveðinn flokkur hafi ekki gert þetta og hitt eða komið í veg fyrir eitt og annað, œtli þeir að skila auðu eða kjósa „hina“, en athuga ekki um leið, að vonlaust er með öllu, að „hinir“ geri eða geri ekki umbeðna hluti. Hér er oftast um atriði að ræða, sem eingöngu er hugsanlegt, að Sjálfstœðisflokkurinn fram- kvœmi. Tökum lítið dœmi: Einn á- gætur Sjálfstæðismaður lýsti eftir- farandi yfir í votta viðurvist: „Ef þið látið undan kommúnistum og Framsóknarmönnum með að loka fyrir sjónvarpið af Vellinum, þá kýs ég og allt mitt fólk Framsókn í vor“. Maðurinn var ekki rökvís- ari en svo, að hann virðist hafa gleymt því, að hann hótaði að kjósa þá, sem eru honum örugglega andsnúnir í þessu máli. Eina von hans og fjölskyldu hans er sú, að Sjálfstœðisflokkurinn taki ákveðna afstöðu til málsins. Undarlegt var að lesa, hverjar kröfur voru gerðar til borgar- < stjórnar í skrifum vissra aðilja. Það er ekki nóg með, að borgar- stjórn eigi að byggja íbúðir yfir borgarana og leigja þœr „ódýrt“ (hver á að borga mismuninn?), heldur skilst manni, að borgar- stjórn sé ábyrg fyrir því, hvort fiskur finnst í sjónum eða ekki, og ef hann finnst, þá eigi hún að senda skip til að veiða hann og ráða fisksala til þess að selja hann (auðvitað ,,ódýrt“)! Borgarstjórn á líka að sjá um, að unglingar geti dansað saman, hverjir á sínu vissa aldursskeiði, og Tíminn kenndi jafnvel borgarstjórn um það, að kona ein, sem Alþýðublaðið tók upp á arma sína, vœri ,,einmana“. Hvar eru takmörkin? Magnús Þórðarson. Ueimskinginn þinn, hugsaði ég, þeir héldu þér ekki nógu lengi í fanga- búðunum. Það var hringt, og ég fór fram og opnaði. Það var Soja. Við fórum inn í herbergi mitt. Með feginsandvarpi sparkaði Soja af sér skónum. Ég hef mikla unun af að horfa á konur fara úr skónum. Lögun fótleggjarins breyt- ist, lína hans verður þegar í stað ná- in, innileg, einhvern veginn einlæg. „Það er alveg eins og þú sért í striga- skóm“, sagði ég og benti á hvíta fæt- ur hennar, sem stungu í stúf við sól- brúna fótleggina. „Sýndu mér snöggv- ast, hvort þú ert hvít á fleiri stöðum“. „Ég þarf að tala við þig“, sagði Soja.... „nú jæja, þá tölum við seinna..“. Ég tók hana í faðm mér, við lágum fast saman. Þrátt fyrir hitann, var húð Soju svöl, á ljósbrúnan líkama henn- ar voru dregnar þrjár hvítar rendur, yfir brjóstin, yfir mjaðmirnar og yfir fæturna. Hún lá við hlið mér og teygði úr sér í allri sinni blygðunarlausu feg- urð, dýrleg og geislandi, og ég fann, að ég var mjög ástfanginn. Ég lá og hugleiddi, að sennilega væri þetta, sem gerðist okkar á milli, hið eiginlega „líf“: viðureign, sigur, gagnkvæm undirgefni, staðfesting og ástríðufull undanfærsla og umyrði, djúprist kynning við sjálf- an sig og fullkomið algleymi, svali og samruni — allt í einu, allt samtímis. Á þessu augnabliki skipti það mig engu máli, að hún var gift, að ég átti ekki þennan sveigjanlega, auðsveipa, síkrefjandi líkama einsamall, að syst- ir mín myndi koma aftur eftir mánuð, og Soja gæti þá ekki framar komið til mín, að við yrðum að hrekjast um í portum og á háaloftum, eins og flæk- ingskettir. A þessu augnabliki stóð mér algjörlega á sama máli um allt. Ég lá og beið þess, að hún tæki til máls. Og svo byrjaði hún. „Tolja“, sagði hún, „nú er morðdagurinn bráðum“. Hún sagði þessi orð af sams konar hirðuleysi og raunsœi og vœri hún að slá því föstu, að „bráðum væri nýjársdagur“ eða að „bráðum væri fyrsti maí“. „Nú, og hvað svo?“ spurði ég, „hvað varðar okkur um það?“ „Ert þú þá ekki orðinn leiður á þessum endalausa feluleik? Við gæt- um gjörbreytt öllu“. „Ég skil þig ekki“, tautaði ég, en það var lygi — ég hafði þegar skilið það. „Veiztu hvað við gerum.... við myrð um Pavlik“. 'Hún sagði Pavlik. Ekki manninn minn, ekki Pavel, heldur einmitt Fav- lik, (þ.e. Palla en ekki Pál). Ég fann að varir mínar hvitnuðu. „Soja ertu orðin vitskert?" Hún sneri andlitinu hægt að mér og neri vanganum við öxl mína. „Tolj- enka, þú þarft ekki að verða svona reiður, hugleiddu það rólega. Slíkt tækifæri býðst okkur aldrei aftur. Ég er búin að yfirvega allt. Daginn áðui kemur þú til okkar og segist ætla áö dveljast hjá okkur allan daginn. Við Pavlik höfum ákveðið að fara yfirleitt ekki út úr íbúðinni þann dag. Sva göngum við tvö frá honum, þú flytul til mín, og við giftum okkur. Ég hafði í fyrstu hugsað mér að draga þig ekki inn í það, ég æltaði að gera það allt sjálf, en ég er hrædd um, að ég ráði ekki við það ein“. Hún talaði, og ég lá og hlustaði á, og hvert orð hennar hleypti nýrri ákelfingaröldu yfir mig. „Tolja, hvers vegna segirðu ekk- ert? Ég ræskti mig og sagði: „Farðu!“ Soja skildi það ekki. „Hvert?“ „Til helvítis", sagði ég. Soja horfðist í augu við mig nokk- ur augnablik, svo stóð hún á fætur og byrjaði að klœða sig. Ég sá hana hverfa smám saman í föt sín. Hún dró kjólinn niður um sig, smeygði sér í skóna og fór að greiða hár sitt. Síð- an tók hún tösku sína og opnaði dyrn- ar. Á þröskuldinum sneri hún sér við, sagði lágum rómi „rœfill“ og fór. Ég heyrði útidyrahurðinni skellt. Ég fór fram úr og klæddi mig. Ég bjó kyrfilega um bælt rúmið. Ég sóp- aði gólfið. Ég gerði mér margar hreyf- ingar og einbeitti mér að framkvæmd hverrar um sig. Ég vildi aðeins ekki hugsa. iLl 'kvað að vera heima og fara ekk_ . vinnu. Ég hringdi til útgáf- unnar og sagðist vera veikur. Ég fleygði mér endilöngum á rúmið, gekk fram og aftur um herbergið og teiknaði litla karla á umbúðapappírinn utan af á- legginu. Volodjka einn kom og heim- sótti mig allan þennan tíma. Undir eins og hann var kominn inn úr dyrunum, bar hann upp við mig eftirfarandi fá- bjánaspurningu: „Til hvers ætla þeir að nota tilskipunina?" „Þeir“ — það er að segja ríkisstjórnin. Ég þagði, og hann byrjaði — himinlifandi yfir því að ég skyldi ekki hafa neina skoðun — að útskýra fyrir mér, að allt þetta ó- hugnanlega mál væri óumflýjanlegt, að skýring þess lægi í kenningunni um eðli sósíalismans. „Hvernig þá?“ spurði ég. „Ofur einfalt: þeir verða að löggilda morðingjann, gera hann að almennu fyrirbæri, þess vegna skýrðu þeir heldur ekkert. Áður var gefin skýring, rekinn áróður". „Þvættingur! Hvenær?“ „í byltingunni“. „O, vertu nú ekki með neinar ýkjur. Byltingin var ekki gerð á þann hátt, né í þessum tilgangi". „Og árið nítján hundruð þrjátíu og sjö? “ „Hvað með árið 1937?“ „Nákvæmlega það sama. Óskoraður réttur til að drepa. Þá enn undir rós en nú umbúðalaus. Drepið — og basta. Nú, jæja, og þá höfðu morðirigjarnir mikið bákn, aragrúa ríkisstarfsmanna, til umráða. Núna, gjör-svo-vel og ger- ið það sjálfir. Sjálfsafgreiðsla". „Æ, Volodjka, hættu nú! Þessi and- sovézku eintöl þín eru ekki skemmti- leg lengur“. „Hvað gengur að þér, ertu móðgað- ur yfir því, að ég skuli hafa sagt eitt- hvað gegn Sovét-valdinu? Álítur þú, að maður eigi að ganga því á hönd?“ „Hinu sanna Sovétvaldi — vitan- lega“. „Þessu án kommúnista áttu við? Eins og í „Lygn streymir Don“ hjá Sjolo- kov?“ „Farðu til fjandans!" „Afar sannfærandi svar“, sagði Volo- djka gallbeizkur. „Og þú . . . . “ „Hættu“, sagði ég. Hann þagnaði og hélt móðgaður leiðar sinnar. Ég lagðist aftur á rúm- ið og fór að brjóta heilann. Hvers vegna og til hvers þessi tilskipun var gefin út — það stóð mér öldungis á sama um. Það var ekkert vit í að sjóða saman vísindalegan grundvöll og tala um byltinguna. Mér geðjaðist ekki að því. Faðir minn hafði verið erindreki í borgarastyrjöldinni, og ég held, að hann hafi vitað, fyrir hverju hann barð- ist. Ég man aðeins óljóst eftir honum. Þeir sóttu hann árið nítján hundruð þrjátíu og sex — einn hinna fyrstu — en eftir lát móður minnar fann ég bréf hans. Ég las þau, og að mínu áliti hef- ur fólk af minni kynslóð ' ekki rétt til að tala um þá tíma. Við getum og verð- um að velja eða hafna hver um sig. Það er allt, sem okkur er eftir skil- ið, allt, sem við enn erum fær um að gera. Og það er mikið. Of mikið. Já, ég hvorki vil né get drepið. En aðrir geta það og munu einnig hafa viljann til þess. Og ég, ég Anatólí Karzev, get orðið tákmarkið fyrir viðleitni þeirra. Og aftur, eins og daginn sem ég var í síðasta skipti með Soju, gerði ég liðskönnun hjá óvinum minum. Hann getur ekki gert það, hann myndi sjálfsagt vilja það, en verður hrœddur. Hann gæti það með steini — múrsteini, aftan frá. Hverjir fleiri? Hann? Nei, hann er ekki óvinur minn. Ekki óvinur minn? Hvaðan veit ég það? Ef til vill er. hann óvinur minn. Og því ættu aðeins óvinir að geta drepið mig? Hvaða vegfarandi sem væri, eitthvert fyllisvín, glórulaus hálf- viti, gæti hleypt skoti beint fram- an í mig og hlakkað yfir krampa- teygjum mínum. Yfir því, að mér blæð- ir út á malbikið... að nef mitt verður mjótt og kinnarnar holar, neðri skolt- urinn lafir niður, yfir því að augu mín, hendur mínar, orð mín, þögn mín, haf mitt, sandur minn, konur mínar, klaufa- leg ljóð mín hverfa vegna lítillar holu í gagnauganu.... Nei, djöfullinn sjóif- ur! Ég læt þá ekki myrða mig. Eg verð að lifa. Ég ætla að fela mig, gera mér virki. Ég ætla að þreyja af þetta tímabil heima í herbergi mínu. Ég vil ekki deyja. Ég vil það ekki. Það er engin smán að lifa af. Heldur að vera lifandi hundur en... Stanz! Ég verð að stilla mig, ég ve.rð að vera rólegri. Heldur lifandi hund- ur. Ég ætla að kaupa mat daginn áð- ur og fara ekki út fyrir dyr á sunnu- daginn. Ég ætla að liggja i rúminu og lesa Anatole France. Ég hef miklar mætur á Anatole France. Mörgæsaeyj- an. Thais. Það er líka til Anatole France í inniskóm. Þegar ég gisti hjá Soju, færði hún mig í inniskó og slopp Pavl- iks og hló eins og vitfirringur. Ég skildi aldrei hvers vegna henni fannst það svo ofboðslega skemmtilegt. Nú skil ég það. Hún ímyndaði séí’, að hún væri orðin ekkja og hefði gifzt mér. Athyglisvert, hvernig hún ætlar að drepa Pavlik. Sitja heima á sunnudag. Nágrannarnir munu einnig verða heima. Auðvitað, þeir geta brotizt inn i íbúð- ina, ég verð að víggirða útidyrnár. Stela járnstöng niðri í nýbyggingun- um og gera úr henni slagbrand. Ef þeir ryðjast inn, ætla ég að berja á þeim með stönginni. Heldur lifandi hundúr. Ég var á hundasýningu fyrir skömmu. Mér leizt vel á mjóhundana — með þessi löngu, grönnu höfuð, ein og ein- vígisskammbyssur. Gæti ég háð eín- vígi? Kúlan úr byssu Púsjkíns hitti hnapp á fötum d’Antes. Þegar ég fer út .á sunnudaginn, verð ég að leggja vindlingaveskið í brjóstvasann vinstra megin, þar sem hjartað er. „Vinstra megin, þar sem hjartað er“ — það er skáldsaga eftir Leonhard Frank, afar leiðinleg. En Bruno Frank, það er allt annar handleggur. Hann hefur skrifað bók um Cervantes. Hváð ætli Don Quichotte mundi gera 'hinn tíunda ágúst? Hann myndi ríða gegp- um Moskvu á Rosinante sinni og hjálpa öllum. Sinni eigin Rosinante. Þessi sér- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 29. maí 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.