Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.04.1966, Blaðsíða 9
■ ■ ^WQgg-^*^- ^T.uW*V^.v-aeM-0ffWfti Uppdrá ttu r tmjiyim 1:0'.;:: • •; /'*■>■*•,: ,»»•• •>;• »>.*, «>*w, ->^í-*X'*.-w :•:•; Xýutdfoit: af vatni o.g. loks, losnaði hún frá jörðu | og smáhækkaði.... vélin leið áfram um | loftiði eins og risavaxinn fugl, stöðugri en nokkur vagn á rennsléttum vegi, sneri: sér. krappar beygjur og tyllti sér eftir dálitla stund aftur á grassyörðinn." Þetta kvöld er svo opinber flugsýn- ing. Formaður félagsins, Garðar Gísla- son, setur samkomuna með ræðu og að henni lokinni flýgur Faber, og lýsir blaðamaðurinn viðbrögðum áhorfenda á eftirfarandi hátt: „Er mótorinn hafði gengið dálitla stund var fyrirhleðslan tekin frá vél- arhjóluiium og vélin rann af stað, fyrst haegt og síðan á fleygiferð yfir túnið. Fóljtið horfði á vélina fullt eftirvænt- ingar. Og þegar hún losnaði við jörð- ina drundi við lófaklapp allra og köll margra. Fjöldinn allur hafði aldrei séð flugvél lyfta sér til flugs áður og það hefir einkennileg áhrif á jarðbundnar verur. Ekki aðeins mennina. Hestarn- ir á næsta túni við flugvöllinn gláptu á þetta furðuverk og voru steinhissa. Og einn hundur ætlaði að tryllast... Kveldstundin 3. september 1919 mun lengi.verða mönnum minnisstæð. Fólk- ið var í einhverri alveg nýrri „stemn- ing“, er það horfði upp í himinblám- ann og sá nýjasta „galdraverk“ nútím- ans svífa loftsins vegu, laugað geislum sólarinnar, sem ekki náðu lengur til þeirra, er niðri voru . . . Flugfélagið á heiður skilið fyrir að hafa komið málinu svo vel á veg. Og það hefir byrjað með því að gefa meira en það lofaði, og er það vonandi fyrir- boði þess, að sú verði jafnan megin- regla þess.“ í Mbl. 5. september er sagt frá fyrsta farþegafluginu. >ar er sagt, að fyrsti farþeginn hafi verið Ólafur Davíðsson, útgerðarmaður í Hafnarfirði, en næst- ur á eftir honum hafi flogið Garðar Gíslason. Þá flaug einnig Ásta Magnús- dóttir, síðar rikisféhirðir, fyrst íslenzkra kvenna. Ölafur mun vera einn eftir á lífi af þeim, sem getið er í sambandi við þetta flug. Við höfðum því samband við hann og spjölluðum lítillega við hann um þessa bernsku fluglistar á íslandi. — Hvernig stóð á því Ölafur, að þú varðst fyrstur flugfarþega hérlendis? — Kunningi minn, Pétur heitinn Halldórsson, bóksali og síðar borgar- stjóri, og ég gengumst fyrir söfnun með- al Reykvíkinga til handa Flugfélaginu. Við gengum milli manna og seldum svokölluð „Hlutadeildarbréf Flugfélags Xslands“ og var nafnverð þeirra 500 kr., sem þá var að sjálfsögðu töluvert fé. Þegar svo kom að því, að við skyldum fá flugferð fyrir viðvikið, kom okkur saman um að kasta upp fimmeyringi Framhald. á bls. 14. Arni Óla: Úr sögu Reykjavikur Einu sinni veröur allt fyrst H. Ekki er að sjá að Reykvíkingar hafi á neinn hátt minnzt 50 ára afmælis staðarins. Má vera að það hafi verið vegna þess að þá var hart í ári. Ekki byrjaði 51. árið heldur skemmtilega. Þá gerði grimmdarfrost og stórhríðar um þrettándann og stóð svo allan þorr- ann. Kyngdi niður svo miklum snjó, að óvíst er að nokkru sinni hafi komið jafn mikill snjór hér síðan. Þá voru íbúar Reykjavíkur um 640, en allir landsmenn töldust 57 þúsundir. Fyrsti slökkviliðsstjóri var Robert P. Tærgesen, þá verzlunar- stjóri hjá Knudtzon. Hann var skipað- ur 1837 og gegndi því starfi í 10 ár. Barnaskóla var fyrst komið á fót í Lóskurðar- stofunni gömlu (Aðalstræti 16), sem hafði verið gefin Reykjavík og Seltjarn- arnesshreppi í sameiningu og ætlazt til, að þar yrði fátækrahæli. En úr því gat ekki orðið og stóð húsið autt. Mun það hafa verið fyrir forgöngu Gunnlaugs Oddssonar dómkirkjuprests, að þarna var stofnaður barnaskóli 1831. Skóla- stjóri var Ólafur Einarsson Hjaltested, síðar prestur að Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. Þessi skóli lagðist niður 1848 og var svo enginn barnaskóli hér næstu 14 árin. En svo byrjaði nýr barnaskóli 1862 og síðan hefir barnafræðsla aldrei lagzt niður. Kirkjugarðurinn á Melunum var vígður 23. nóv. 1838 og gerði það Helgi Thordarsen dóm- kirkjuprestur. Fram að þeim tíma ha-fði verið jarðað í gamla kirkjugarðinum hjá Aðalstræti. Fyrst í stað vildi enginn láta grafa ástvini sína á Melunum, en er Þórður Sveinbjörnsson dómstjóri lét jarða þar konu sína, Guðrúnu Oddsdótt- ur, þá sá enginn neitt athugavert við að grafa lík þar. Á leiði Guðrúnar Odds- dóttur er járnkross og á honum er þess getið, að hún hafi verið grafin fyrst allra í kirkjugarðinum á Melunum. Byggingarnefnd var fyrst skipuð 1839. Áttu sæti í henni Stefán Gunnlaugsson bæjarfógeti og Tærgesen slökkviliðsstjóri sjálfkjörn- ir, Jón Thorsteinsen landlæknir og Teit- ur Finnbogason járnsmiður kosnir af bæjarstjórn, ,3aagöe kaupmaður og Dið- rik Vesty Knudsen trésmiður af borg- aranna hálfu. Fyrsta byggingin, sem nefndin leyfði, var hús C. Fr. Siemsens austast í Hafnarstræti (reist 1840). Stendur það enn. Var enginn grunnur undir því upphaflega en grunnbitar lagðir á mölina. Embættismannanefndin, sem Bardenfleth stiftamtmaður hafði komið á fót til þess að yfirvega ýmis málefni íslands, kom saman til fyrsta fundar í Reykjavík 1839. Helzta verk- efni hennar var flutningur latínuskólans frá Bessastöðum til Reykjavíkur. Nefnd- in lagðist niður þegar Alþingi var end- urreist. Þegnskylduvinna. Sumarið 1839 ákvað bæjarstjórn, með samþykki amtsins, að koma á þegn- skylduvinnu við vegagerð bæjarins. Fyrsta orgel kom í dómikirkjuna 1840 og var org- anleikarastaðan falin Pétri Guðjónssyni stúdent. Þá voru greiddir 200 rdl. úr Jarðabókarsjóði fyrir að undirbúa „kór- albók“ til afnota við guðsþjónustur þar. Hafnsögumenn voru fyrst skipaðir 1841. Voru þeir þrír. Skyldu þeir koma til móts við skip V2 mílu út af Gróttu, en væri skip- in komin inn fyrir Akurey, er þeir kæmi til móts við þau, áttu þeir ekki að fá neitt hafnsögugjald. Bannað var 7. apríl 1841 að kaupmenn mættu verzla á fleiri en einum stað í Reykja- vík. Fyrsta býli á Grímsstaðaholti var reist 1842. Kall- aðist það Grímsstaðir og tók holtið síðan nafn af því. Aður mun það hafa verið kallað Móholt. Fyrsta prentsmiðjan. Viðeyjarprentsmiðja var flutt hingað vorið 1844 og henni komið fyrir í Berg- mannsstofu (þar sem nú er Aðalstræti 9) og hét upp frá því Landsprentsmiðj- SEINNI HLUTI an. Fyrsti forstjóri hennar var Helgi Helgason, sem áður var yfirprentari í Viðey. Alþingi. Hið endurreista Alþingi kom saman til fyrsta fundar 1. júlí 1845 í sal latínu- skólans nýja í Reykjavík, og var þar Framhald á bls. 12. —LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Uppdráttur af Reykjavík árið 1876, þegar kaupstaöurinn var 90 ára. 17. apríl 1966

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.