Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.10.1965, Blaðsíða 2
LEWIS MUMFORD Sannfæringarkraftur Mumfords sló lesendur fyrstu bóka hans með svipuðu afli og hugljómun eins og vígorð Rousseaus á sinum tíma. Orð hans hafa einatt sams konar spádómshljóm eins og orð Rousseaus: „Maðurinn fæddist frjáls . . Setningar eins og þessar eru orðnar sígildar: „Borgin er stað- reynd í náttúrunni, eins og hellir, torfa af makríl eða mauraþúfa. En hún er lika meðvitað listaverk .... Mannshugurinn fær áþreifanlegt form í borginni“. Mumford stendur í skuld við Geddes (hann segir sjálfur að Geddes hafi hvatt fólk til að stela hugmyndum sínum), en varast ber að gera of mikið úr þeirri skuld. Þeir voru nánir persónulegir vinir, og einkasonur Mumfords, sem féll á Ítalíu í seinni heimsstyrjöld, var nefndur Geddes. Helztu tómstundaáhugamál Mumfords eru gönguferðir og garðyrkja, og má það þykja mild tómstundaiðja hjá jafn- harðskeyttum rithöfundi. En sannleik- urinn er sá, að Mumford er sérlega ljúf- lyndur maður, þó honum láti einkar vel að beita fyrir sig meinyrtum ádeil- um, hvort sem er í ræðustóli eða tíma- ritsgrein. Hann hefur fengizt við sitt af hverju um ævina og álítur að hann gæti gert ýmislegt annað. í fyrri heimsstyrjöid var Lewis Mum- ford loftskeytamaður í bandaríska sjó- hernum. Hann fæst við graenmetisrækt og hefur .mikla ánægju af að teikna með svartkrit. Á'ður en hann tók að semja verk sín um félagsleg efni, sem gerðu hann frægan, hafði hann meðal annars skrifað leikrit, og ekki alls fyrir löngu lét hann hafa þetta eftir sér: „Verið get- ur að ég ljúki við þroskasögu mína eða bók um vélina í samtímanum. Ég gæti líka farið að semja skáldsögu í atóm- ljóðastíl“. I- ewis Mumford fæddist árið 1895 á Long Island. Hann var borgarbarn og gekk í tækniskóla með það fyrir augum að gerast rafmagnsverkfræðingur. Hann hafði misst föður sinn, sem var lögfræð- ingur, í frumbernsku. Fyrstu greinarnar, sem hann samdi, fjölluðu um útvarpsvið tæki. Hann hefur engar háskólagráður og hafði aldrei í hyggju að gerast há- skólaborgari, en síðan 1940 hefur hann varið starfstima sínum til kennslu við háskóla: á stríðsárunum við Stanford- haskólann í Kaliforníu, á árunum 1951—1961 við Pennsylvaníu-háskóla, og síðan 1961 við „Massachusetts Institute of Technology“ og Kaliforníu-háskóla. Árið 1921 kvæntist hann hinni hlé- drægu og töfrandi konu sinni, Sopliie Wittenberg, og eftir að dóttir þeirra gifti sig fyrir noklcrum árum hafa þau hjón búið ein í húsi sínu í Amenia, litlum bæ í norðanverðu New York-fylki. Húsið er gamalt og rúmgott, byggt úr tré og hef- ur varðveitt upprunalegt sveitabæjar- snið sitt. Mumford hefur alla tíð verið óflokks- bundinn og óháður stjórnmálaflokkum, þó hann væri grimmilega andvígur auð- valdsstefnunni og frjálsri samkeppni í bókum sínum fyrir seinni heimsstyrjöld. „Á yngri árum var ég hrifinn af sósíal- ismanum. Nú er ég bæði íhaldssamur og SVIP- MVND Á maður sem einna víð- tækust áhrif hefur haft á þá grein byggingalistar, sem veit að skipulagningu borga og þéttbýlis, Lewis Mumford, er ekki húsameist- ari, heldur félagsfræðingur, og þó segir sú skilgreining næsta lítið um manninn. Réttara væri sennilega að nefna hann „spámann endurnýjaðra borga“, þó honum sé að vísu sjálfum illa við spámannsnafngiftina. Sann- leikurinn er sá, að hann hefur gegnt hlutverki spámannsins með sérstök- um ágætum. Meginhluta ævinnar hefur hann varið til að semja bækur um menningu og menningarsögu. Þó Mumford sé Bandaríkjamaður hef- ur hann jafnan verið þeirrar sannfær- ingar, að borgir gætu enn á ný orðið menningarmiðstöðvar, og hafði hann m.a. í þessu efni mikil áhrif á marga hugsjónamenn meðal brezkra arkítekta sem endurskipulögðu Bretland upp úr seinni heimsstyrjöld. Á fjórða og fimmta áratug aldarinnar voru bækur hans lesn- ar um allan hinn vestræna heim, og sá boðskapur þeirra, að menningin og mannúðarstefnan væru ekki í fjörbrot- um heldur ættu fyrir höndum nýtt blómaskeið, átti sinn stóra þátt í að vekja ástríðuþrungna bjartsýni áranna eftir 1945. M, ■ umford er nú orðinn sjötugur og minnir öllu fremur á brezkan em- bættismann en bandarískan mennta- mann. Hann gengur jafnan hnarreistur, klæðist snotrum ullarfötum, hefur snöggt yfirskegg, er bjarteygur og ævinlega mjög léttur í lund. Persónu- töfrar hans og siðfágun þykja ómótstæði- leg, og í viðræðum er hann bæði snjall og sérlega víðfeðmur. Bretar, sem ekki eru alténd ginnkeyptir fyrir háfleygum skrifum um aðstæður mannsins í veröld- inni, urðu fyrir svo sterkum áhrifum af honum, meðan vegur hans var hvað mestur, að ekki er með öllu fjarstætt að tala um „Mumford-kynslóðina" í Bret- landi. Bækur hans eru ekki einungis ritgerð- ir um skipulagningu borga. Þær eru handbækur um nýja menningu, þar sem finna má svör við spurningum sem varða jafn fjarskild vandamál eins og flutn- inga og kynlíf. í umræðum sem nú eiga sér stað milli karla og kvenna um félagsmál og skipulagningu þétt- býlis, má enn greina kenningar Mum- fords og jafnvel líka stundum orðalag ha ns. í bókum eins og „Technics and Civilization“ (1934) og „The Culture of Cities“ (1938), sem var mest lesin allra bóka hans, komu fram margs konar skilgreiningar og nýyrði, sem nú eru orð- in föst í orðaforða arkítekta. Mörg þessara hugtaka voru fyrst skilgreind fyrir fyrri heimsstyrjöld af skozka hugs- uðinum Sir Patrick Geddes; flestar hug- myndanna komu fram í félagsfræðirit- um nítjándu aldar, allt frá Marx til Kropotkins. En meginstyrkur Mumfords er hæfileiki hans til að draga saman sundurleita hluti og gera þá almenningi aðgengilega. í því efni duga honum bezt ótrúlega yfirgripsmikil þekking og næst- um ofstækisfull trú á getu sinni til að koma öllum hlutum heim og saman í einu allsherjar hugmyndakerfi. róttækur. Að spyrja mig, hvort af þessu tvennu ég sé, er eins og að spyrja, hvort ég trúi á að fara norður eða suður; það veltur á því hvert ferðinni er heitið. Eg trúi á það að stefna að ákveðnum áfangastað“. umford, sem fyrir fjórum árum var sæmdur gullmerki brezkra húsa- meistara, „Royal Institute of British Architects”, hefur stundum virzt kunna betur við sig í Evrópu en Ameriku — að minnsta kosti er gagnrýni hans á Bandaríkin miklu harðskeyttari, og kannski ekki að ástæðulausu. Á undanförnum árum hafa pólitísk af- skipti Mumfords takmarkazt við bar- áttuna fyrir banni kjarnorkuvopna. Til- koma kjarnorkusprengjunnar og beiting hennar gegn Japönum hafði svo djúp áhrif á hann, að við sjálft lá að hin meðfædda og rótgróna bjartsýni hans biði skipibrot. Enn á hann til að segja: „Þangað til við höfum fengið fullt vald yfir þessum vopnum, skiptir ekkert annað máli .... aldrei fyrr voru eyði- legging og alger tortíming líklegri en nú“. Þegar bók Mumfords „The City in History“, sem hefur að geyma 4 af 18 köflum bókarinnar „The Culture of Cities“ en er að öðru leyti ný, kom út í Bandaríkjunum fyrir fjórum árum, fékk hún fádæma góðar viðtökur, sem komu honum sjálfum mjög á óvart. Hann hafði eitt sinn sagt: „Ég hef leit- azt við að ýta við hugsun heillar kyn- slóðar og geri ekki ráð fyrir að verða skilinn fyrr en með næstu kynslóð“. En hann varð að horfast í augu við, að viðurkenningin var fengin, og játa að hún væri „mjög viðkunnanleg". Að sjálfsögðu hafa staðið miklar deilur um kenningar Mumfords, og á seinni árum hafa yngri arkítektar í Bretlandi gagnrýnt hann harðlega fyrir galla hinna svonefndu „nýju borga“, þar sem lögð er áherzla á gisnari byggð til að fá aukið loft og olnbogarúm fyrir íbúana. Þeir segja að slíkt byggingar- lag útrými „nábýlis-tilfinningunni", og nú er aftur farið að byggja þéttar í Bretlandi. Mumford bendir á, að Bret- ar hafi ekki gert sér ljósar afleiðingarn- ar af of miklu þéttbýli, sem berlega hafi komið fram í Bandaríkjunum. Þeir séu að endurtaka mistök Bandaríkjamanna, en færi sér ekki í nyt jákvæða reynslu þeirra. Þó Mumford skrifi oft harðorðar greinar í bandaríska tímaritið „New Yorker“ undir fyrirsögninni „The Sky Line“, er hann orðinn mildari í dómupa og sáttari við umhverfi sitt, enda er aldurinn tekinn að segja til sín, að hans eigin sögn. Hann er samt hatrammur andstæðingur glerhúsanna, sem nú er verið að reisa um allar jarðir að banda- rískri fyrirmynd, og ómyrkur í máli una „allan þann afkáraskap“. Meðal húsa- meistara eru helztu skotspænir hans hinir frægu nýjungamenn van der Rohe og le Corbusier. Þann fyrrnefnda sakar hann um að byggja „loftkældar íshallir handa ósnortnum snædrottningum“, en þann síðarnefnda skammar hann fyrir rómantíska hella, þar sem „Tristanar og ísoldir geta teygað vetnisblandið eiturbras í formyrkvaðri einsemd“. FramKv ,s‘.J.: Sxglas Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vlaur. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýslngar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 22480. Utgeiandi: H.t. Arvakur. Reykjavnt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 34. tbl. 1965

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.