Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 01.12.1963, Blaðsíða 12
L des. 1929: Dr. Jón Helgason I slenzk handrit bárust víða á mið- ðldum, eins og vænta mátti um bækur á jafn fálesinni tungu. Utan íslands var þau einkum að finna í Noregi og ofur- lítinn slæðing í Svíþjóð, en engin í Dan mörku, svo að séð verði. Á 16. öld tóku Danir að leggja kapp á að rita sögu sína og safna til hennar heimildum. Þetta leiddi til þess að stöku maður gerðist til þess að veita athygli þeim fornbókum sem geymdar voru í Noregi, einkanlega konungasögunum. Þá voru enn til í Noregi menn, sem kom ust fram úr norrænum skinnbókum án inikilla erfiðismuna. Þeir voru nú fengn ir til að snúa konungasögunum á dönsku. En til íslands var fyrst um sinn ekki leitað, sjálfsagt blátt áfram af því, að vísindamenn í Danmörku höfðu enn ekki komizt á snoðir um að þangað væri neinn þvílíkan fróðleik að sækja. Sá, sem fyrstur varð til þess að beina athygli danskra fræðimanna að handrit- uin á íslandi, var Arngrímur lærði. Arn grímur hafðist við í Kaupmannahöfn veturinn 1592—3 og kynntist þá helztu sagnfræðingum Dana. Hann hefir kunn- að þeim þau tíðindi að segja að á ís- landi væri fjöldi til af gömlum sögum, sem ekki mundi ráðlegt að ganga fram hjá, þegar efni væri safnað í Danmerk- ursögu. Sagnfræðingarnir fengu því áorkað, að Arngrímur var þegar ráðinn til að spyrja uppi handrit á íslandi, og þýða úr þeim allt sem þeim gæti kom- ið að haldi. Þetta verk vann hann á næstu árum. Aftur safnaði Arngrímur ekki handritum til eignar né sendi úr landi, svo að neinu næmi. En upp frá þessu tóku bókamenn og fræðimenn meðal Dana að renna aug- um til íslands, og síðan stendur yfir sífelldur útflutningur handrita þaðan lil annarra landa, einkum Kaupmanna hafnar, unz ekkert nema úrgangur er eftir. íslendingum hefir að vonum verið tamt að saka forfeður sína um hirðu- leysi og ræktarleysi, bæði í því, hví- hkri meðferð handritin sættu, og eigi síður í því, hversu fúslega þeir létu þau af hendi. Skellurinn bitnar þó jafnan á 17. aldar mönnum einum, enda eru ótölulegar menjar um trassaskap þeirra í þessu efni. Þeir létu handritin fúna og slitna, þeir höfðu þau óvarin, svo að fyrsta og síðasta blaðsíð- an máðist og varð ólesandi, þeir létu blöð týnast framan af og aftan af og innan úr, og stundum losnuðu heilar bækur sundur og blöðin fóru á víð og dreif. En þá var glötunin vís, því að eftir að blöðin voru orðin stök, svo að ekki varð náð í heildarlega sögu af þeim, hafði fólk ekkert gaman af þeim lengur; þá voru sum tekin til að láta utan um reikninga, kver og þess háttar, sumum var fleygt og sum notuð til enn oiíklegri hluta. Árni Magnússon eignað- ist blöð úr ágætri skinnbók að Sturl- ungu, sem höfðu verið klippt í snið. Heilar bækur munu jafnan hafa þótt góð eign, en óheilar voru þær lítils metnar. En það sem sannanlega hefir farið forgörðum af handritum á íslandi er svo ótrúlega mikið, að 17. aldar menn hafa ekki getað annað þeirri tortímingu einir saman. Ekki *þarf annað en minnast þess, hver fjöldi rita var saminn á ís- landi frá því skömmu eftir 1100 þang- að til miðbik 14. aldar: rit Sæmund- ar, Ara, Landn.bók, íslendingasögur, fornaldarsögur o. s. frv. En ekki eitt af þessum ritum hefir varðveitzt í frumriti höfundar. Hvert og eitt frumrit frá öllu þessu tímabili er glatað. Menn skrifuðu sér bækur, áttu þær, lásu þær, léðu þær og létu þær síðan farast, þegar þær tóku að fyrnast og lasna. Þetta mun hafa átt sér stað allt frá því að bókagerð íslands til að afla handrita þaðan. Eng- inn maður kemur svo mjög við þá sögu sem Brynjólfur biskup. Hann bar, sem kunnugt er, ægishjálm yfir aðra höfð- ingja landsins á sinni öld, og lá ýmislegt- laust fyrir honum, sem öðrum hefði ekki tjáð að biðja um. Engin skip hafa fJutt dýrara farm frá íslandi en þau, sem höfðu innbyrðis handritagjafir hans til konungs, Sæmundar Eddu, Flateyj- arbók, Konungsbók Grágásar, Morkin- skinnu og enn fleiri. Auk þess sem Danir söfnuðu handrit- um á íslandi á þessum tímum, höfðu Svíar net sín þar og tókst að ná góðum afla. Fengsælasti handritasmali þeirra var Jón Eggertsson. Meðal þeirra bóka, sem hann keypti á íslandi fyrir sænskt fé og flutti til Stokkhólms 1683, voru ýmsar gersemar, t. d. Homilíubókin íorna og skinnhandrit að Heiðarvíga sögu og fleiri sögum. Þetta stutta yfirlit sýnir, að því fer mjög fjarri, að Árni Magnússon tæki xipp á því fyrstur manna að flytja út ísJenzk handrit. Þegar hann kom til sög- unnar, var einmitt þorri beztu, falleg- ustu og elztu skinnbókanna kominn úr Eftir dr. Jón Helgason, i Kaupimannahöfn hófst. Sá andi, sem nú er svo ríkur, að geyma hvað eina, halda því við og tjasla við það og láta á söfn, var þá ekki tii. Ástæðan til þess að 17. aldar menn standa fyrir augum vorum sem meiri skemmdarseggir en aðrir, mun ekki sízt sú, að rifrildunum var Safnað til ævar- andi geymslu úr höndum þeirra einna, en af því sem áður spilltist fara engar sögur. En eitt kom þó til sögunnar á 17. óld, sem lítið hafði áður kveðið að á ís- landi, og olli því að mönnum varð ósár- ara en fyrr að sjá á bak skinnbókum sínum. Það var pappírinn. Kringum 1640 íara menn að nota hann undir söguupp- skriftir þær, sem þá tóku mjög að fara í vöxt. Vísindamenn nútímans þekkja þessi pappirshandrit að litlu góðu, að villum, ónákvæmni og afbökunum, og meta þau einskis nema þeir sé neyddir til. En frá sjónarmiði alls þorra manna á þeirri öld höfðu þau alla kosti fram yfir skinnbækur. Þau voru léttari í vöf- um og auðveldari aflestrar, af því að á þeim var skriftarlag samtímans en ekki gamalt munkaletur. Hér lagðist því hvort tveggja á eitt: skinnbækui úreltust og eftirspurn jókst eftir þeim úr öðru landi. Því fór sem fór. Þær stofnanir í Kaupmannahöfn, sem helzt eignuðust íslenzk handrit á 17. öld, voru tvær: háskólabókasafnið og bóka- safn konungs. Háskólabókasafnið lét ís- land sjálft afskiptalaust, en mörg hand- rit þaðan, sem einstakir menn í Dan- mörku höfðu komizt yfir, lentu eigi að síður að þeim látnum á hillum þess. Þar á meðal var margt ágætt, m. a. Kringla og Jöfraskinna, tvö aðalhandrit Heimskringlu. En 1728 brann háskóla- bókasafnið eins og það lagði sig, og fór- ust öll hin íslenzku handrit þess þar í skjótri svipan, að undanteknu einu, sem Árni Magnússon hafði að láni. Mörg þeirra höfðu þá verið skrifuð upp áður. Bókasafn konungs var helzt eflt af Friðriki þriðja eftir miðja 17. öld, og þegar á fyrstu árum þess var leitað til iundi. Sum voru í bókasöfnum Kaup- mannahafnar, sum í Stokkhólmi, sum í eigu einstakra manna í Kaupmannahöfn og víðar. Margar helztu skinnbækur ís- lenzkar, er Árni eignaðist, keypti hann erlendis. Það, sem hann safnaði frá ís- iandi, var að miklu leyti eftirhreyta, rifn ar bækur, einstök blöð og sneplar, sem hefði átt vísa tortímingu fyrir höndum, ef hann hefði ekki verið. En að vísu fékk hann þá þaðan margt dýrmætt, ekki sízt meðal þeirra bóka, sem Jón Vídalín sendi honum úr Skálholti. Árni kom til Hafnar tvítugur stúdent 1683 og varð árið eftir hjálparmaður sagnfræðingsins Th. Bartholins, skrifaði upp fyrir hann, las með honum og þýddi fyrir hann íslenzk fornrit. Á þann hótt kynntist hann ungur islenzkum bók- menntum betur en nokkur jafnaldri hans átti kost á. Árni ílendist í Dan- mörku, en árin 1702—12 var hann á íslandi í erindagerðum stjórnarinnar. Hann lagði allt í sölurnar fyrir þá ástríðu sína að safna bókum. Meðal ann- ars gekk hann að eiga roskna og geð- stirða ekkju sér til fjár, og er þeim mun meiri ástæða til að halda að hon- um hafi verið sá ráðahagur um geð sem nánustu frændur hans voru kunnir að kvenhollustu. Arni var langmestur bókamaður og safnari, sem nokkurn tíma hefir íæðzt á íslandi. Hann keypti fjölda bóka, prentaðra og skrifaðra, og það, sem mest var um vert, hann keypti af viti og þekkingu. Hann var glöggskyggnari en ilestir ef ekki allir samtímismenn hans á Norðurlöndum á það, hvað var ein- hvers virði og hvað var ónýtt. Hann var seinvirkur og afkastalítll við ritstörf, en það sem hann hefir látið eftir sig stendur enn í betra gildi en flest sem þá var ritað í vísindum. Ef vísinda- manni nú á dögum mætti hlotnast að eiga tal við Arngrím lærða eða Bryn- jólf biskup eða Þormóð Torfason, rnundi honum oft þykja sér nóg boðið að hlýða á hjátrú þeirra, fjarstæður og meinlokur. En við Árna Magnússon mundi honum V'oda vel. Þar fyndi hann enga hjátrú, engar undirstöðulausar til- gátur, enga tröllatrú á ónýtum heim- iidum, heldur dómgreind og heilbrigða skynsemi. Hér er ekki ástæða til að rekja í ein- stökum atriðum hvernig Árnasafn varð til, enda er það ekki hægt nema að nokkru leyti. — Fyrstu handritakaup Árna, sem kunnugt er um, fóru fram þegar hann hafði tvo um tvítugt, og eftir það hélt hann stanzlaust áfram til dauðadags. Hvarvetna þar sem íslenzk og norsk handrit voru á boðstólum er- lendis, keypti hann án þess að horfa í skildinginn, og á íslandi reyndi hann að spyrja uppi allt, sem til var, og eign- ast það, sem líkur voru til að nokkurs væri vert. Árið 1698 er bókasafn hans talið til hins merkasta, er Kaupmanna- liöfn hafi að bjóða, en að sjálfsögðu jókst það mikið eftir það. Mjög mikilsvert var fyrir Árna, að árin 1702'—12 var iiann sjálfur á íslandi og átti þá hæg- ara um vik en áður að leita uppi það, sem þar leyndist ennþá, enda voru völd 1ans þá þvílík, að mörgum mun hafa verið annt um að láta að vilja hans. Fimmtugur að aldri var Árni Magn- ússon kominn fast að marki sínu. Mest- ur þorri þeirra íslenzkra handrita og skjala, sem hann kærði sig um að eiga cg ekki lágu föst í öðrum bókasöfnum, \ar í höndum hans og fluttur á stað, sem ætla mátti að væri öruggari en nokkur geymslustaður á íslandi. Því miður varð reyndin önnur. Að kvöldi öags hinn 20. okt. 1728 kom eldur upp i Kaupmannahöfn vestanverðri og varð ekki slökktur. Um nóttina færðist bálið nær og nær þeim slóðum, sem þá géymdu dýrustu eign íslendinga. Árni átti sér hús í Stóra Kanúkastræti og hafði nægan tíma til bjargar að morgni dags hinn 21. okt. En hann hik- aði. — Sjálfsagt hefir honum vaxið í augum að hætta gersemum sínum út meðal hins tryllta múgs, enda vonaði hann í lengstu lög að takast mundi að stöðva bálið. Þegar vogesturinn sótti hann heim, var björguninni hvergi nærri lokið, og urðu þeir Árni og hjáip- armenn hans að skiljast við hillurnar hálftæmdar. „Þar eru bækur, sem aJdrei og hvergi fást slíkar til dóma- öags,“ á harin að hafa sagt, þegar hann gekk út í síðasta sinni. S jónarvottar gera mikið úr því, sem glatast hafi hjá Árna við brunann. Það er mikið mein, að ekki var gerð íullkomin skrá yfir safn hans meðan það var heilt, og eru því engin tök á i.ð rannsaka þetta mál til hlítar. En þó að ekki sé til hinar ákjósanlegustu heim iidir, þá eru samt til ýmis gögn, og bendir allt í þá átt, að þó að tjónið hafi verið stórkostlegt og í sumum greinum óbætanlegt, hafi það sem kalla má aðal- kjarna safnsins, beztu handrit hinna beztu fornrita, bjargazt. Það, sem sann- anlega hefir farizt, er m. a. ýmis merki- Itg drög til rita eftir Árna sjálfan, meiri hluli allra prentaðra bóka hans (þar á meðal síðasta heila eintakið af Breviarium Holense úr prentsmiðju Jóns biskups Arasonar) og mikið aí bandritum og skjölum, sem lutu að sögu íslands á síðari öldum. Árni tók sér sjálfur tjónið ákaflega nærri og lifðx ekki lengi eftir þetta. Á dár.ardægri gaf Árni Magnússon Kaupmannahafnarháskóla safn sitt og stofnaði sjóð af eignum sínum til styrkt- ar einum eða tveimur íslenzkum stúd- entum. Fyllri ákvæði um meðferð sjóðsina entist hann ekki til að gera, og liðu 30 ár eftir dauða hans unz úr því var bætt. Sú stofnskrá, sem þá var stað- iest af konungi, mælir svo fyrir, að vöxtum sjóðsins skuli varið að nokkru leyti til að styrkja tvo efnilega stúd- 12 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 32. tölublað 1963

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.