Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 19.05.1963, Blaðsíða 11
Jöhann Hannésson: ÞANKARUNIR HOMO AESTHETICUS Löngu fyrir upphaf ritaldar á jörðunni koma fram þætt- ir mannlegs eðlis, sem leitt hafa og enn leiða til framleiðslu fagurra hluta, listaverka. f>að sem vér nútímamenn getum gleggst um vitað frá forsögutímum, eru myndir og riss í hellum, er verið hafa mannabústaðir eða fórnarstaðir. Er aldir líða, koma í ljós listrænar smíðar úr leir, steini og beini. En ljóðlist, sagnlist og sönglist frumsögumanna er löngu gleymd, en vera má að leifar hafi varðveitzt í þjóðlögum, sem enginn veit aldur á. Homo aestlieticus eða artifex er á vorum dögum notað sem heiti á manngerðum, er framleiða listræn verðmæti eða leitast við að njóta þeirra. Hér er um að ræða listamenn, fagurkera og listunnendur, margar greinar og mörg svið. Fagurfræði sem þáttur heimspekinnar finnst hjá hugsuðum fornaldar. Platón og Konfúsíus eru báðir á þeirri skoðun að ríkið eigi að skipta sér af listum, einkum að vinna gegn úrkynjun tónlistarinnar. Þeir ættu að vera nokkra stund meðal vor á laugardagskvöld- um og heyra hvernig ríki nútímans rækja þetta hlutverk með útvarpinu. Almennt er talið að Kant hafi grundvallað hina „vís- indalegu fagurfræði“, sem nútíminn býr við. En skjótt greindust leiðir, og ræðir nú um ýmsar gerðir fagurfræði (aesthetik), idealistíska, formalistíska, materialistíska, marx- istíska og sóciológíska. Má hér af skilja að nóg er til af ágrein- ingsefnum, ef menn vilja ekki fallast á samkomulag, en það virðast listamenn ekki vilja.-Einn telur til lista það sem annar listamaður nefnir sorphauga-dulspeki, einn telur til lista það sem öðrum finnst verra en ekki neitt. Vor öld hefir þanið listahugtakið vítt og breitt; er aldrei að vita hvenær maður kann að blaka við einhverju listaverki. Ríkið vqrður líka að vera nokkuð fínt og dekra við almenning, steypa sem flesta í sama móti, gera listina ódýra og aðkvæma, fullnægja öllum smekkstigum, ekki sízt hinum háværu og frumstæðu. Inn í ríkislistina hlýtur því jafnan að blandast rusl og skvaldur, einkum áður en menn ganga til náða, vegna undirvitundar- innar, þegar menn eru of þreyttir eftir dagsins önn til að andmæla nokkru. rpil þess að njóta listar og fegurðar er nauðsynlegt að varðveita frelsið: Láta ekki aðra telja sér trú um að eitthvað sé fagurt, sem manni finnst sjálfum ljótt og rudda- legt, láta ekki svínbeygja sig undir smekk og tízku, sem mót- ast af örfáum mönnum. Ekki ættu venjulegir menn að ætla sér þá dul að skera úr um hver sé listamaður og hver ekki, allra sizt í samtíð sinni. Og viðurkenna ber frelsi listarinnar og ábyrgð. Listamaður, sem stofnar til árásar á einhverjar menningargreinar í nafni listarinnar, má ekki láta sér bregða þótt hann verði fyrir gagnárásum frá þeim, sem hann hefir ráðizt á, þar eð þær greinar eiga sama rétt til frelsis og listirnar. Þótt listin sé fyrst og fremst formsnilld, þá er hún þó mannleg, bæði með boð- skap og án hans, og þess vegna er ekki t-il nein „laustsvíf- andi“ list í þessum heimi. KARL G. Smith í Seðlabanka Islands segir frá: Leng-i hefur mig langað að heimsækja Bandaríkin, en ekki hef ég samt látið mig dreyma um það, vegna þess hve verð- lag er þar hátt á okkar mæli- kvarða. Það var svo nú í vor, að mér bauðst, að dveljast hjá kunningjafólki mínu í Florida, sem búsett er þar suður frá. Ég greip strax tækifærið, og flaug vestur þann 10. apríl með Loftleiðum, og var fyrsti á- fanginn New York, að sjálf- sögðu. Hin gífurlega umferð stór- borgarinnar kom mér fyrst mjög á óvart og hraðinn sem á öllu er. Eftir aðeins eins sólarhrings dvöl í stórborg- inni, sté ég upp í langferðabif- reið frá Greyhound, sem allir þekkja er hafa komið til Ameríku. Flestir ferðafélagarn- ir voru á leið til Daytona Beach í Florida í páskafrí. Kynntist ég nú ýmsu Ferðin mín skemmtilegu fólki, og furðaði ég mig á því, hversu marg-ir þekktu vel til íslands. Var nú ekið svo til stanzlaust suður á þeim fullkomnustu þjóðvegum sem ég hef séð. Varð mér oft hugsað til moldarveganna okk- ar heima. Það var mjög skemmtilegt að sjá hvernig gróðurinn breyttist eftir því sem sunnar dró, og varð sí- fellt þéttari og gróskumeiri. Aðeins einu sinni skipti ég um bíl, í Jacksonville í Florida, og héldu hinir áfram suður, en ég í vestur til Tallahassee, sem er höfuðborg Floridaríkis. Talla- hassee er í Norður-Florida, ekki langt frá Mexikóflóanum, og er hin fegursta borg með geysimiklum trjágróðri. Þar er og skólahverfi mikið með mörg um háskólum, og er þetta hverfi heill bær út af fyrir sig, ætlað eingöngu hvítu fólki, sem þarna er frá öllum heimsálf- um. Annað skólahverfi er ætl- að fyrir svertingja, sem ég skoð aði einnig, og gefur það ekkert eftir í íburði, þeirra hvítu. — Nemendur hafa eigin tennis- og knattspyrnuvelli, sundlaug- ar og kvikmyndahús. Fólkið er einkar viðkunnanlegt, og mér er óhætt að segja að hvergi hef ég kynnzt eins alúðlegu og hjálpsömu fólki og þarna. Á páskadag var mér boðið að skoða Wakulla Springs, sem er mjög sérkennilegt landsvæði, og þar er ein mesta uppspretta í heiminum. Umhverfið er einna líkast regnskógum Suð- ur-Ameríku. Við leigðum bát sem við fórum í út á hylinn, þar sem uppsprettan er. í bát- úm þessum er botninn úr þykku gleri, svo sjá má gróður og kvikindi gegnum hann. Er út yfir hylinn var komið, tók svertingi, sem stjórnaði bátn- um, að syngja mjög annarlega. Þá skeði það eftir stutta stund, að stórar torfur af fisktegund einni, er Caftish nefnist, komu syndandi upp undir bátinn. Svertinginn var með brauð, sem hann kastaði til fiskanna. Um leið og hann hætti að syngja, hurfu þeir. Einnig eru þarna margar tegundir af fugl- um. Afbrigði af sverðfiskum og krókódílum sáust í hópum, fyrir utan skorkvikindin, sem virtust hafa alveg sérstakan á- huga á mér. Enn er ég útstung- inn á handleggjum eftir lúalega árás mýflugna. Mér var sagt að margar kvikmyndir væru teknar þarna vegna umhverfis- ins. Hin íslenzka fjölskylda, sem ég dvaldist hjá þennan tíma í Florida, Kristín og Hilm- ar Skagfield reka endurskoð- unarskrifstofu og velþekkt tízkufyrirtæki í Tallahassee. I fyrra dvaldist hjá þeim Miss Iceland, Anna Geirsdóttir, í sambandi við tízkusýningu, og hafa þau hjónin verið einkar hjálpleg hinum íslenzku feg- urðardísum. Gert er ráð fyrir að Miss Iceland 1963 fari þang- að í haust í sömu erindum og Anna. 28. apríl kvaddi ég svo Flor- ida og flaug með þotu frá National Airlines til New York með stuttri viðkomu í Jackson- ville, Norfolk og Washington. Mér er sagt að maður þurfi að vera minnst einn mánuð í New York, ef eitthvað á að sjá að ráði, svo að ég reyndi að gera mitt bezta þessa 5 daga, sem eftir voru. í tvo daga var ég í kynnisferð hjá First National City Bank, á vegum þeirrar stofnunar, sem ég vinn hjá, en hinir dagarnir sem eftir voru, fóru í það m.a. að skoða hinar miklu byggingar Rockefeller Center. Einnig var mér boðið á íburð armikla páskasýningu í Radio City Music Hall. En nú var tíminn úti, og 2. maí þaut ég aftur í norðurátt á vængjum Loftleiða. Sérstaklega vil ég minnast á góða þjónustu Loft- leiða, bæði í flugvélinni svo og í flugstöðvunum, enda varð hinum erlendu samferðamönn- um mínum á leiðinni til ís- lands tíðrætt um það. Ferða- skrifstofan Saga skipulagði ferðina að nokkru leyti, og sparaði það áreiðanlega marga snúninga og aukakostnað. MARGIR hafa undrazt hið háa verð sem Hóp- flug ítala er nú komið upp í en talið er að á- stæðan fyrir bessum verðhækkunum sé, að nú hin síðustu ár hefur rutt sér til rúms á ítalíu söfnun Balbo bréfa og Balbo frímerk.ia, en sem kunnugt er, eru hin ís- lenzku Hópflug ítala frí- merki yfirprentuð vegna komu ítalska flugkapp- ans Balbo og flugsveitar hans. Hafa ítalskir frí- merkjakaupmenn o g safnarar kembt Evrópu- lönd í leit að Balbo frí- merkjum. Eftir 2-3 ár má búast við að Hópflug ítala fari aftur að lækka þegar söfnunaralda Bal- bomerkjanna hefur geng ið yfir. Áf öðrum íslenzkum frí- merkjum sem orðið er erf- itt að ná í má nefna flug- merki 1930, en þau merki kosta nú um eða yfir 600 kr. settið. Heimssýningar- merkin frá 1939 og 1940 hafa hækkað nú hina síð- ustu mánuði og hefur verið erfitt að fá 1940 útgáfuna fyrir minna en 400-500 kr. settið. Fyrir þá sem safna frímerkjum í 4-blokkum skal bent á, að heimssýn- ingarmerkin, sérstaklega 1940 útgáfuna, hefur verið möguleiki að fá í 4-blokk- um, og ættu menn að fá sér þessi merki nú, áður en það verður algjörlega ó- mögulegt. Upplag 2 kr. merkisins frá 1940 er að- eins 19000 eintök. ÞÓ nokkru fyrir áramót seldist upp hjá Póststjórn- inni 1.80 kr. frímerki af Jóni Arasyni, útgefið 1950: Frímerki þetta hvarf svo skyndilega af frímerkjasölu póststjórnarinnar, að því var líkast sem merkið hefði gufað upp. Hefur verið ó- mögulegt að fá þetta merki síðan, og þeir fáu sem átt hafa eitthvað umfram hafa ekki selt merkið undir 4 — 5 krónum stk. Venju- lega eftir að frímerki seljast upp, er nokkuð framboð á yfirverði, en svo varð ekki nú, öllum til undrunar, því enginn virtist eiga þetta merki í neinu magni. En nú kemur allt í einu skýring á þessu fyrirbæri: Frímerkja- sala póststjórnarinnar hef- ur nú þetta merki til sölu á nafnverði, eða 1.80 kr. og er það til í tugþúsunda ein- tökum. Þegar farið er að spyrja forráðamenn póst- stjórnar um þetta, er svar- ið: „Þessi merki höfðu gleymzt hjá endurskoðanda, og komu nú allt í einu í ljós“. Nú verður manni á að spyrja; Hvernig er var- •ið birgðabókhaldi póstsins? Hvernig getur það skeð að einstakar tegundir frí- merkja, sem búið er að tilkynna uppseldar, finnist í tugþúsundatali, af tilviljun? Er ef til vill von til að fleiri tegundir sem uppseld- ar hafa verið mánuðum og jafnvel árum saman, fari að koma fram, eftir vorhrein- gerningarnar? Vonandi væri að póststjórnin fræddi um hvort safnarar eða kaup- menn eigi von á slíku í ná- inni framtíð. MPM Xr 18. tölublað 1963 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS H

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.