Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1963, Blaðsíða 13
| CARPENTER | Framhald af bls. 9 vel farið að láta niður strax. Samt sem éður er ómögulegt að stilla sig um að reyna að reikna út, hver tilgangurinn sé. Sem betur fer neyðumst við til að hafa auga á hverjum fingri a 11 a n tím- ann; ekki beint spenntur, heldur —■ viðbúinn — frá því skotið ríður af og þangað til maður er aítur í vatninu. ” að er alveg sama, hve oft er búið að æfa ferðina fyrir fram. Það er á líðandi andartaki þarna uppi, sem hlut- ix-nir verða að gerast. Nú verð ég að hafa auga með mælitækjunum. Nú verð ég að gefa staðarákvörðunarmið. Nú verð ég að kveikja á eldflaugahemlun- um. Það er alltaf nú strax, sem verkin verða að gerast, sama hvað kemur fyrir. Broti úr sekúndu síðar getur allt verið oi'ðið of seint. Þetta byggist allt á æfingu, vitneskju um ferðina fyrir fram, athygli, taugaviðbrögðum, viðbragðsflýti — og leifturhraða, næst- um „mannlegri sjálfvirkni". Yið höf- um hreint ekki tíma til að velta fyrir okkur, hvort við erum „taugaslappir'* — og þá getum við heldur ekki verið jþað.“ „Hvernig er að fljúga úti í geimnum?“ ! „Það er ólýsanlegt. Reynið að skreppa sjálfur. Já-já, takið þessu rólega. En þetta er alltof mikil reynsla til frá- sagnar: Þetta er meira «n útsýnið, hálf jörðin í einu, eða hraðinn og lit- irnir og þyngdarleysið. Meira en að vera fyrstur og aleinn hundruð kíló- metra úti í geimnum. Jrað er eins og þetta renni allt saman í eins konar fjórðu vídd. Það er ómögulegt að skilja þetta allt sund- ur, rétt eins og maður ætlaði að fara að taka litina úr frægu málvei'ki, einn og einn í einu, og reyna svo, þegar bú- ið væri að stilla þeim upp í röð, að útskýra, hvers vegna einmitt þetta mál- vei’k er heimsfrægt." „Iívernig eru Rússarnir? Álítið þér, að þeir hafi svo mikið sameigin- legt með ykkur, að unnt sé að tala um „geimferðafélagsskap“?“ „Tvímælalaust. Það var það fyrsta, sem Glenn talaði um eftir að hann sýndi Títoff Washington. Mönnum er hreint og beint ómögulegt að lifa þetta, án þess að fá virðingu fyrir hinum, sem líka hafa gert það. Maðurinn hef- ur sömu tilfinninguna, hvort sem geim- farið heitir Vostok eða Aurora 7. Þess vegna er ómögulegt annað en eiga ýmislegt sameiginlegt, hvað þetta snertir, hvað sem um annað má segja. Og gætum við staðið þarna hinum megin og óskað þeim til hamingju, þegar þeir lenda, bæri hlýjan ekki nein merki um járntjaldið." „Eru Sovétríkin lengra komin?“ „Spyrjið þá sjálfa um það. Þér fáið ef til vill annað svar hjá þeim. En hreinskilnislega sagt álít ég ekki, að svo sé. Það væri óskandi, að fólk vildi hætta að líta á þetta sem eins konar „æðri veðreiðar". Rússarnir reyna að sjálfsögðu að komast til tunglsins eins fljótt og þeir geta, nákvæmlega eins og við. En við höfum okkar áætlanir, þeir sínar. Guð veit, að þetta er mikilvægt fyrir okkur — en það er annað mál — tilsýndar -lítur þetta út eins og gífur- leg keppni. f Til viðbótar má segja, að þótt þeir hafi ef til vill byrjað fyrr en við, er enginn efi, að minnsta kosti ekki hvað mig snertir, á því, að við erum langt á undan, þegar um er að ræða vitneskja um geiminn almennt. Ég álit, að við séum á undan á stórum svið- um, en þeir hafa hins vegar lagt höfuð- éherzlu á einstök atriði. Þess vegna verðum við langt á undan, þegar stóru eldflaugarnar, Saturn og Nova, eru til- búnar, og það verður innan skamms. virkri ljósmyndavél. En ég verð að taka ofan fyrir ýmsu því, sem þeir hafa gert. Ég yrði hins vegar ekkert undrandi, þó að við yrðum farnir að fljúga sam- an eftir nokkur ár. Til bráðabirgða förum við að minnsta kosti að vinna saman með veðurþjónustuhnetti.“ „Kannski tekst okkur þá að minnka fjarlægðirnar á fleiri en einn hátt með geimrannsóknunum? “ „Okkur er að minnsta kosti leyfilegt að vona. Ef það væri aðeins undir okk- ur komið, væri áreiðanlega ekkert til fyrirstöðu.“ „Hugsuðuð þér eitthvað sérstakt meðan Schirra eða Glenn voru uppi?“ „Aðeins, að aðaíatriðið væri að ná þeim niður í heilu lagi. Yfirleitt höfum við svo óskaplega mikið að gera á eftirlitsstöðvunum við að senda skýrsl- ur og staðarákvarðanir upp til þeirra, svo að þeir viti nákvæmlega, hvað er að gerast, sekúndu íyrir sekúndu. Þeg- ar maður getur dregið andann, finn ég- helzt til gleði yfir, að það er annar maður, sem fær þarna tækifæri til að reyna „ferðina inn í fjórðu víddina“.“ „Hafið þér velt fyrir yður, hvaða á- hrif geimferðirnar muni hafa á hina marglofuðu siðmenningu okkar?“ „Who knows? Það væi'i undarlegt ef ég gerði það ekki, með konu og fjögur börn — og þessa atvinnu. í fyrsta lagi getum við verið sammála um, að geimrannsóknirnar hafa komið með margar tækninýjungar, sem einn- ig er unnt að nota á jörðu niðri. Hugs- ið bara um útvarpssendingar, sjón- varps-, bíla- og flutningaiðnaðinn, og nýju málmblöndurnai'. Listinn er nærri endalaus. Og hraðinn í þessai'i þróun er alveg ótrúlegur. ]\^ innizt þess, til dæmis, sem hver tíu ára drengur veit í dag, og berið það saman við það, sem við sjálfir viss- um á barnaskólaái'unum. Hann veit allt um allt, frá atómvísindum til geim- rannsókna, og öllum finnst þetta sjálf- sagt. Hins vegar er ekki unnt að kom- ast hjá að glata ýmsu um leið — eftir því sem fleira nýtt kemur; en þegar allt er athugað: græðum við ekki meira en við missum? Eð'a flugið — hvað það er orðið al- mennt. Voru ekki mörg börn í vélinni, sem þér komuð með frá New York í dag? Og þeim fannst ferðin alveg sjálf- sögð — ekki rétt? Alveg eins og ég og þér fórum í bílferð, þegar við vorum börn. Enda þótt mig di’eymdi um að verða flugmaður á sínum tíma og hafi flogið fleiri stundir en ég hef hug- mynd um, get ég ekki gert að því, að innst inni verð ég svolítið undrandi í hvert sinn, sem vélin fer á loft. ví fleiri tæknileg hjálpartæki, sem við fáum — og þeim fjölgar á hverjum degi — þeim mun betur held ég, að okkur gangi að leysa þau vanda- mál, sem eru mest aðka*llandi.“ „Haldið þér, að annar hvor di'engja yðar vilji feta í fótspor yðar, og hvað mynduð þér segja við því?“ „Þeir eru nú varla nógu gamlir til að vita það enn þá, 10 og 12 ára. En ef við René getum bara alið þá rétt upp, verða þeir að ákveða það alger- lega sjálfir. Það skiptir ekki miklu máli, hvort Jay og Scott vilja reyna sig við þetta, eða hvort þeir vilja verða læknar, kennarar, flugmenn eða eitt- hvað annað; sama er að segja um stúlk- urnar. Þegar þar að kemur, verða þau sjálf að ákveða stefnuna. Við erum á- nægð, ef við aðeins erum viss um að hafa gefið þekn rétta kjölfestu.“ „Hvers vegna tókuð þér þátt í þessu?“ „Það getur vel verið, að það hljómi innantómt, en ég hef aðeins eina skýr- ingu á því. Þessi starfsemi er eitt hið stórfenglegasta, eða öllu heldur ÞAÐ ALLRA STÓRFENGLEGASTA, sem mannkynið hefur nokkru sinni tekið sér fyrir hendur, og ég vildi gjarna vera með. Það hlýtur að vera næg ástæða.“ „Konan yðar er því ekki mótfallin?" „Nei!“ ]\" æsta svar hans — zið spurn- ingunni um, hvernig hann færi að fylgjast með öllu því nýja — byrjaði jafnstuttlega: „I don’t! Auðvitað reynum við það, og skiptum því á milli okkar, en það er alls ómögulegt. Það er alltof margt á feiðinni. Við gætum setið og lesið skýi-slur 48 stundir á sólarhring, án nokkurs árangurs, ef við vildum kom- ast yfir það allt saman. Impossible — þess vegna reynum við aðeins að fylgjast með því nauðsynlegasta." Enda þótt hann neitaði sígarettu, hafði hann kveikt á glæsilegum kveikj- ara, skrýddum erni bandaríska sjó- hersins, áður en ég var búinn að draga upp eldspýtur. Það kviknaði auðvitað strax á honum, og brosið, sem hafði leynzt í munnvikjum hans allan tím- ann, sem við töluðum saman, breiddist nú yfir allt andlitið: „Það vill svo einkennilega til, að næst um allir „gestir“ okkar hafa gleymt eldspýtunum, svo að ég geng með þenn- an héi'na, enda þótt ég hafi lagt síga- rettux-nar á hilluna. Afsakið — Scotty hérna — “ S íminn truflaði okkur, meðan ég komst að því, að svo fui'ðulega vildi til, að hann hafði ekki rétt fyrir sér í þetta sinn. Brosið varð enn breiðara, þegar hann sá eldspýturnar. Hann var ennþá að tala í símann um ferð til Cape Canaveral: ..... Auðvitað .. ágætt .. ég tek hana klukkan niu núll núll. Þá verð ég kominn þangað um tíu leytið. All right. See you then.“ Þeir þurfa enn að halda við þotu- æfingunum með ákveðna tölu flugtíma á mánuði hverjum. Auk þess þurfti hann, eins og' hann sagði: „að líta á eitthvert nýtt leikfang, sem þeir hafa fengið þar suður frá.“ Ljósmyndarinn barði nú á dyr á ná- kvæmlega tilsettum tíma, svo að ég flýtti mér með síðustu spurninguna: „Verðið þér aldrei leiður á öllum þeim spurningum, sem lagðar eru fyrir yður?“ líann hló nú hjartanlega, en varð alvarlegur á ný. „Hreinskilnislega sagt: Nei. Að vísu er þetta tafsamt, ef of mikið verður af því, og þess vegna eru því takmörk sett. Hins vegar er þetta opinbert fyrir- • tæki. Við höfum engin leyndarmál, og óneitanlega er gaman að taka þátt í því, sem fólk er forvitið um. Vandinn er bara að segja eitthvað, sem er nógu athyglisvert, til þess að það — og þér — nenni að hlusta." Áður en ljósmyndarinn byrjaði, kom háttvísi sjóliðsforingjans upp í honum. Skyrtunni var hneppt, ermarnar brotn- ar niður, bindið lagað og farið í jakk- ann, unz ljósið hafði blossað tvisvar. Á eftir fylgdi hann mér — aftur á skyrtunni — út að afgreiðsluborðinu, tók þétt í hönd mér og kvaddi: „Heilsið svo heim til yðar og lítið við seinna, ef þér eigið leið hér um.“ E g afhenti vegabréfið mitt og náði í bil fyrir utan. Meðan ég var að fara yfir það, sem ég hafði hripað nið- ur þennan hálftíma, datt mér í hug setning, sem ég hafði oft heyrt, þegar ég var að alast upp í sæfarafjölskyldu í Kaupmannahöfn: Liðsforingi og herramaður. Það er hárnákvæm lýsing á Scott Carpenter. (Einkaréttur Mbl.). I BÚSKAPUR | Framhald af bls. 11 ur fyrir eins klukkutíma vinnu, og fullan vinnudag hvenær sem okkur þóknast, og má heita undantekningar- lítið við vinnu eftir eigin vali og geð- þótta. Ég skildi það betur síðar en þá, þegar konurnar í Reykjavik komu með litlu könnuna sína að fá hálfan pott eða einn pela af mjólk, að þær hafa orðið að láta aurana ráða, í það og það skiptið, meira en brýnustu þarfir. Þó þessari litlu mynd sé brugðið upp með samanburði á því sem þá var og því sem við getum veitt okkur nú, þá er ekki ætlunin að ræða um kaup- gjald og atvinnu fólksins, eða kaup- mátt peninga þá. Þó vissulega sé það þess virði að sknáð væri — þær ótrú- legu breytingar, sem orðið hafa á verð- lagi, atvinnuháttum og lífskjörum fólksins yfir höfuð — frá ekki lengri tíma en síðustu aldamótum. Mundi unga fólkinu nú finnast slíkt næsta mikil fjarstæða, og þarf raunar ekki að undra, því okkur finnst það lika, sem þó höfum lifað við hvort tveggja. Hér hefur verið sagt nokkuð frá dag- legri sölu og vinnslu í Reykjavík á mjólk Viðeyjai-búsins, flutnirigum það- an og fleiru. Vil ég þá næst lýsa að nokkru daglegum störfum og niður- röðun þeirra meðal verkafólksins svo og öðrum framkvæmdum í Viðey. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 8. tölublað 1963 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.