Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.10.1959, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 465 Hestfjall andi eftir einhverju lífsmarki skima augu veiðimannsins, og gómarnir, sem línan leikur um, hlaðast ofnæmi fyrir hvers konar snertingu við öngul og agn, sem færið bergmálar. — En það skeður bara ekkert. Hrein ördeyða, og þó veiddust hér sex laxar í gær. Það var mikill viðburður, því að hér hefir verið veiðileysi í ein fjögur ár. Þó er þetta áin, sem landað hefir verið úr íslands stærsta laxi. Hann vóg 36 pund. Það eru allt stórir laxar, sem veiðast í þessari elfu. En nú hafa verið dauð ár, mörg steindauð ár. Þeir hafa trú- lega girt allt með netum og dregið á við hrygningarsvæðin, segja þeir, sem heim fara með öngul í rassin- um. Og svo selurinn. — Þégar rætt er um aflabrest í á, þá segja menn: Það er allt of kalt, það er of bjart, og svo selurinn. Já, selurinn, segja menn stundum, hann er í ósnum, og það kemst enginn lax upp, og stundum fullyrða menn,. að hann reki laxinn upp ána, og þá veiðist, og stundum dæsa menn og segja: Hann er hér og hefir étið allan lax- inn. Yið ætlum að reyna á nýjum stað. Fara upp að kofanum. Baldur' á litla skektu með utanborðsmótor. Hann fer ekki í gang. Það er ein- kennilegt með utanborðsmótora og eigendur þeirra. Mér finnst þeir alltaf vera í stöðugu einvígi. Hvor- ugur vill láta sig, mótorinn vill ekki fara í gang, eigandinn vill ekki gefast upp, og eiginlega heldur ekki viðurkenna, að þessi mótor- þverhaus sé ekki í raun og veru fyrirtaks mótor. Það er bara eitt- hvert sérstakt lag, sem á að þurfa við hann. Eigendurnir líta á þessi bannsett mótorsræksni eins og ein- hverjar skepnur, sem þurfi að gæla við og dekstra, og ef þessum rokk- um þóknast að hiksta og hósta, og ég tala nú ekki um, að þeir dratt- ast af stað, þá hreint ljóma eigend- urnir. Þessi viðureign Baldurs og mótors tók á annan tíma og lauk auðvitað roeð ósigri þess fyrr- nefna. Við lögðum af stað fót- gangandi. Það var klukkutíma gangur. Við gengum fyrst eftir bökkum Brúarár. Þeir voru þétt- settir fallegum votlendisgróðri, mikið af mýrasóley og dúnurt og einnig töluvert af vallhumal. Svo komu mýrarnar sjálfar og þessir eilífu þúfnakollar. Maður reynir að stikla á þeim, en auðvitað er það vonlaust verk. Stör og mýrgresið ná upp undir hné, og á milli þúfn- anna eru mórauðir pyttir undir grasinu. Maður skvompar í þeim, vatnið seytlar fyrst inn í skóna, en áður en varir tekur það að streyma inn í þá, og svo heyrast kossar og hvæs, þegar stigið er til jarðar. Sólin skín í gegnum stargresistopp- Brúará og Vörðuíeil

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.