Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.1959, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 115 höfðu fengið þurr föt og hressingu voru þeir dysjaðir í heyi og öðru, sem tök voru á. Mátti þá segja að hvert rúm væri skipað í bænum. Áttu strandmenn þarna hina beztu nótt, en ekki varð heimilisfólkinu svefnsamt." En Eyólfi hreppstjóra var samt ekki rótt. Hann örvænti um afdrif sumra mannanna eftir allt volkið, kuldann og klæðleysið. „En kom ekki héraðslæknirinn? Er hann ekki jafnsjálfsagður mað- ur á strandstaðinn eins og hrepp- stjórinn sjálfur?“ „Jú, vitanlega, en hann var lög- lega forfallaður að þessu sinni. Þá var Snorri Halldórsson héraðs- læknir í Síðuhéraði og bjó á Breiðabólstað — austan Geirlands- ár. Þá var hún óbrúuð, og nú kom svo mikið flug í hana í rigningunni, að hún varð með öllu ófær. En daginn eftir kom hann, og varð mér þá eins og alltaf aufúsugest- ur. Undraðist hann hve strand- menn allir voru hressir og hraust- ir eftir allt volkið og hrakningana. Og sama fannst mér, þegar ég kom að Fljótum um morguninn. Þá geislaði af þeim ánægjan. Það var mikill munur eða örvæntingin og vonleysið daginn áður. Læknirinn kom ekki einn. Hann hafði með sér túlk, frönskumann ofan af Síðu. Það var Bjarni Þor- láksson nú bóndi og kennari í Múlakoti.“ „Og hann hefur talað frönsk- una?“ „Já, honum virtist veitast það létt. En ekki lét hann mikið yfir sér. Hann gegndi sínu hlutverki með prýði. Hann var mér ákaflega þarfur í öllum mínum afskiptum af skipshöfninni. Hún dvaldi 9 daga í Meðallandi og var skipt niður á bæina. Það þurfti mikinn tíma og mik- inn útbúnað til að koma þeim af stað landleiðina til Reykjavíkur. ■Það var 20. marz sem þeir lögðu upp. Með þeim fóru 11 fylgdar- menn með 41 hest. Það fór allt vel í þeim strandflutningi. Ekki vissi ég annað.“ „En hvað um skipið, strandið sjálft? Og voru ekki fleiri Frakk- ar, sem báru beinin í Meðallandi heldur en þessir tveir, sem þú fannst í fjörunni?“ „Jú, ég komst fljótt að því, að 5 vantaði. Skipstjóri kvað þá alla látna. Lík þessara tveggja, sem ég fann, fengu umbúnað að venjuleg- um hætti. Þau voru greftruð að Langholti eftir messu. Séra Val- geir Helgason jarðsöng og hélt minningarræðu, sem áheyrendur rómuðu. Hún mun hafa verið þýdd og send heim til föðurlands hinna látnu. Leitað var á fjörum austur og vestur. Eitt lík fannst rekið 8. apríl á Út-Meðallandsfjörum. Það hlaut leg í sama grafreit og hin tvö“. — Og ég sé hér í prestsþjónustubók Kirkjubæjarklaustursprestakalls, að eitt lík af „Lieutenant Boyan“, lík hásetans Rogers Lamotte, hefur fundizt á Núpsstaðarfjöru 28. apríl. Það hefur verið jarðað á Kálfafelli Í. maí. Líkið af fimmta manninum mun ekki hafa fundizt.------ „Varðmenn voru settir til að , gæta strandsins að venjulegum hætti“, segir Eyólfur enn. „Þeir létu fyrirberast í tjaldi frammi á malarkambinum. Aðfaranótt 19. marz gerði aftaka austan óveður. Gekk þá flóðalda yfir alla fjöru- kamba langt upp á sanda. Sviptu sjóirnir tjaldi þeirra félaga, og misstu þeir þar föt sín og allar föggur. Urðu þeir um tíma að standa í sjó, skýlislausir í óveðrinu og haldast í hendur — máttu alls gæta að verjast falli. Munaði litlu að slys yrði. Varðmenn þessa nótt voru þeir: Guðmundur Bjarnason þá á Efri-Steinsmýri og Eyólfur Davíðsson í Botnum (nú dáinn). Reki úr strandinu flæddi burt út í myrkrið og hvarf svo að varð- menn vissu ekki hvað af því varð. Sumt fannst síðar innan um mel- kolla uppi á söndunum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.