Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 12.04.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20b Þá virðast þau hætta búskap á sjálfri jörðinni, því þá eru þau sezt að í koti eða hjáleigu og eru þar í þurra- búð og hafa af fiskiveiðum fram- færslu sina. Liða svo tímar fram til ársins 1848. Þá um haustið eru þau í kirkjubókinni skrifuð búsett í Hafnarfirði, bústaður þeirra er kallaður „Svemskot", sem ár- ið 1847 gengur imdir nafninu „Guð- rúnarbær“. Koti þessu er raðað niður í hverfi þessara bæja, Hraungerði, Lækjarkot og Byggðarenda. En upp með læknum eru þessi fjögur býli skráð á þessum árum. Og þarna í Guðrúnarbæ, sem nú er Sveinskot kall- að, búa þau Sveinn og Sesselja með fimm börnum sinum, Sigríði, Sveini, Jóni, Helga og Vilborgu og 1850 eign- ast þau sjötta barnið, Jóhannes. Næstu árin gengur á ýmsu með nafn- ið á kotinu. Það er kallað „Sveinskot", „Horn", „Horngrýti" eða „Horngr." og er nafnið þá skammstafað og gengur á þessu allt fram til 1870, þá er farið að skrífa það að staðaldri „Bossakot“. Liður svo fram til 1866. Þá í marz deyr Sveinn, en Sesselja býr eftir í kotinu, ekkja ásamt börnum sínum sumum. 1866 þeim Sveini og Jóhannesi, 1867 þeim sonum sínum og Vilborgu dótt- ur sinni, og áfram hafa þau verið heima hjá henni sitt á hvað næstu árin. 14. maí 1874 eru gefin saman í hjóna- band af prófastinum í Görðum, séra Þórarni Böðvarssyni, Vilborg Sveins- dóttir, vinnukona hans og Jón Guðna- son frá Guðnabæ í Hafnarfirði. En hann þá talinn sjálfs sin. 25. júlí 1875 fæðist þeim hjónum sonur. Er hann vatni ausinn og nefnd- ur Sveinn eftir afa sinum. 3. febrúar 1877 drukknaði Jón Guðnason ásamt sex mönnum öðrum af sexmannafari er ýtti úr Brúar- hraunsvör. Var þá sonur þeirra Vil- borgar og Jóns, Sveinn, tekinn í fóstur af önimu sinni, Sesselju Jónsdóttur, og býr hún þá i Bossakoti. 1879 deyr svo móðir Sveins, Vilborg Sveinsdóttir. Þá cr Sessclja orðin ein til að ala önn fyrir dóttursyni sinum. 1882 deyr Sessclja, og hefur þá Sveinn dóttursonur hennar, verið tekinn i fóst- ur af þeim Halldóri Halldórssyni og konu hans Guðrúnu. Hvort Sveinn Þorvaldsson hefur fyrstur manna búið i Botnshagakoti og þá byggt scr þann bústað, vcrður nú ekki vitað, þvi ekkert býli eða bja- leiga er talin fylgja Setbergi í „Jóhn- sens-Jarðatali“, og þó eru þar skráðir tveir hjáleigumenn árið, sem jarðatal- ið er gefið út. Þegar Sveinn Þorvaldsson flytzt frá Botnshagakoti, er nafnið farið að taka á sig breytingu, orðið Bosshagakot. Svo þegar hingað kemur niður í Hafnar- fjörð, hefur það í framburði fólksins tekið áframhaldandi breytingum, og þegar Sveinn er seztur að hér þá er nafnið orðið Bossakot og vafalaust er þá farið að kenna Svein og hans fólk við kotið, og kotið við fólkið. Því svo segir mér Jón verkstjóri Einarsson, að hann heyrði í sínu ungdæmi Helga Sveinsson kenndan við kotið og var kallaður Helgi Bossi. Hér fær engu um þokað, þó allt önnur nöfn séu skráð í kirk.jubækur. Nöfn, sem Sveinn og hans fólk hefur vjljað láta festast á kotmu. Hafnfirðingar fóru aðrar leið- ir og réðu nafninu, að það varð „Bossa- kot“, og jafnvcl þegar kotið er horfið og hús hefur verið reist á lóðinni, þá er það skjalfest í „Veðmálabókum" að húsið er kallað „Bossakotshús“. Hef ég þá fengið staðfestingu á að Sveinn Jónsson hafði rétt fyrir sér, er hann gat þess við mig, að maður nokk- ur ofan frá Setbergi kominn hafi flutt með sér Bossakotsnafnið niður til Hafnarfjarðar. Að það hafi verið móðurafi hans, Sveinn Þorvaldsson, verður ekki efast um. —★— Að síðustu læt ég fylgja hér með lýsingu á kotinu, eins og það kom manni einum fyrir- sjónir, sem naut gistingar í þvi nótt eina i byrjun ver- tiðar 1890. Var það Matthias Þórðar- son, skipstjóri frá Móum á Kjalarnesi. Matthias á að vera stýrimaður á kútt- er „Svend“, en Ágúst Flygenring á að vera skipstjóri, og hefur Ágúst valið honum gistingu hjá Sigurðj í Bossa- koti. Lýsir hann kotinu á þessa Icið og aðbúðinni, sem gestur og heimilis- folkið átti við að búa.* „Sigurður þessi var fullorðinn maður, talinn duglegur sjómaður, giftur og voru á heimilinu tvö ungbörn. Aldrei, hvorki fyrr né síðar, hef ég séð jafn- mikla fátækt á nokkru heimili eins og hjá honurn og furðar mig á því enn í dag, að skipstjórinn (Ág. Flygenring), skyldi biðja Sigurð um að sjá mér fyrir næturgistingu, og eins hinu, að *„Litjð til baka“, bis. 12J. Sigurður skyldi taka það í mál, uð Iofa mér að vera. Um kvöldið var ó borð borið fyrir mig svart kaffi sykurlaust og tvær sneiðar af þurru rúgbrauði og sömu góðgerðirnar fékk ég um morg- uninn. Rúmflet sængurlaust var í einu horni stofunnar, sem var allt í senn, setustofa, svefnherbergi og eldhús fjöl- skyldunnar og þar fékk ég að leggja mig um nóttina og búa um mig sem bezt ég gat. í Bossakoti þurfti ég ekki að vera r.ema þessa einu nótt....“. Gísli Sigurðsson. Mola r BÓKMENNTAPRÓF í rússneskum há- skóla. Stúdentinn er ekki í „flokkn- um“ og kennarinn spyr byrstur: — Hver skrifaði bókina „Strið og friður“? — Ég gerði það ekki, svaraði stúd- entinn í ofboði. Þetta þótti kennaranum svo ofboðs- leg fávizka, að hann taldi sér skylt að skýra rektor skólans frá því. — Þú skalt ekki taka þér þetta svo nærri, Ivan Ivanovits, sagði rektor og ætlaði að gera gott úr þessu. Ef til vill segir pilturinn það satt að hann hafi ekki ritað bókina. Nú gekk fyrst algjörlega fram af Ivan Ivanovitsh. Hann rcytti hár sitt og rauk út á götu. Þar mætti hann kunningja sínum úr leynilögreglunni og hann spurði hvers vegna Ivan Ivanovitsh væri í svo æstu skapi. Kennarinn sagði honum þá upp alla sögu. — Settu það ekki fyrir þig, sagði lcynilögreglumaðurinn, þetta lagast. Daginn eftir sáust þeir hvorugur í skólanum, rcktor né stúdentinn. Um kvöldið fekk lvan Ivanovitsh skeyti frá vini sinum, leynilögreglumannin- um og var það á þessa leið: — Ég sagði þér að þú þyrftir ekki að setja þetta fyrir þig. Þeir hafa báð- ir meðgengið. •k -k ÆTLl það væri ekki bezt að hafu 11 mánaða skólaskyldu. Það er betra að hafa börnin í skóla en á götunni. (Clifford L. Brownell, prófessor við Columbia haskólann).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.