Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1952, Síða 6
34 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS / sinnum á þeirra máli. Hann vár í' sálusorgari þeirra, ekki síður en annara safnaðarmanna. Ýmsum kann nú að virðast að sjera Brynjólfur fari ekki með rjett mál, þar sem hann talar um að íslensku sóknarbörnin kunni ekki dönsku, því að vel hafi hann f vitað, að hjer í Revkjavík var ekki f töluð íslenska heldur bjöguð f danska. En þá ber á hitt að líta, f að kirkjusókn hans náði víðar en f yfir Reykjavík eina. Meiri hluti f safnaðarmanna átti heima utan r Reykjavíkur, og það mun vera rjett f’ að margir þeirra skildu ekki dönsku, enda tekur Geir biskup rækilega undir þetta. Þess má geta hjer, að skömmu eftir að bæarfógeti bar fram óskir ‘ Dána hjer í bænum um guðsþjón- ustuhald, stofnuðu hinir dönsku lögregluþjónar og danskir kaup- 1 menn og handverksmenn hinn ill- ræmda „klúbb“. — Það má segja Frydensberg til lofs að hann var á móti þessari klúbbstofnun, því að r hann taldi að það mundi ekki verða f til þess að bæta bæarbraginn. Hann f fekk þar engu um ráðið og virtu f hinir dönsku kaupmenn vilja hans f að vettugi. En það fór svo sem Frydensberg f hafði grunað, að klúbburinn varð f ekki nein menningarmiðstöð, held- r ur varð hann til þess að gera ilt f ástand enn verra. Þetta var ekki f annað en drykkjustofnun, þar sem r kaupmenn sátu öllum kvöldum r fram á nætur, og þaðan breiddist r út ómenning og vaxandi óregla. ® Klúbbfjelagarnir voru sömu r mennirnir sem þóttust vilja auka r guðrækni og siðgæði með því að r fá danskar messur. Það sýnir heil- r indin hjá þeim. * Stjórnin tók messumálinu auð- vitað vel. Hinn 1. júní skrifar Kan- sellí stiftsyfirvöldunum og segir þar að ekkert sje að athuga við þá skipan að messað sje á dönsku í dómkirkjunni 5. hvern sunnudag, meðan sú skipan haldist að prestur messi 4. hvern sunnudag í Viðey. Þessi regla var svo tekin upp og helst óbreytt fram til 1827. Þá er gefið út konungsbrjef (25. apríl) um að hjer eftir skuli ekki messað í Viðey nema 6. hvern sunnudag, en hina fimm sunnudagana skyldi guðsþjónusta fara fram í dómkirkj- unni. Helst það svo fram til 1882. Hinn 7. okt. 1881 stakk landshöfð- ingi upp á því við stjórnina, að gerðar væri breytingar á fyrir- komulagi hinna dönsku guðsþjón- usta í dómkirkjunni. Út af því setti stjórnin 1. apríl 1882 þessar reglur: 1. að meðafi hinn núverandi dóm- kirkjuprestur þjónar embætti þessu (það var Hallgrímur Sveins- son), skuli 5 sinnum á ári flytja danska messu í dómkirkjunni þannig að íslensk messa falli nið- ur þann dag, sem á dönsku er mess- að, og auk þess þrisvar sinnum á ári jafnframt íslenskri guðsþjón- ustu, en það sje annan hvorn há- tíðisdaginn í páskum, hvítasunnu og jólum; 2. að undir eins og unt verður að útvega dómkirkjupréstinum nauðsynlega aðstoð við guðsþjón- ustuhald, verði dönsk messa ílutt öll hin nefndu 8 sinni á ári, án þess íslensk messa fyrir þessa skuld falli niður nokkurn sunnudag eða helgidag á árinu; 3. að þá er dómkirkjuprests em- bættið losnar, verði þeim sem það 4 verður veitt, gert að skyldu að halda uppi dönskum messum hin nefndu 8 sinn á ári, án þess að íslensk messa falli niður. Hjer er þá svo komið að það er viðurkent að danskar guðsþjónust- ur eigi ekki að bola frá íslenskum guðsþjónustum. Nú er ekkert minst á Viðey, því að kirkjan þar hafði verið lögð undir Mosfells presta- kall. Tólf árum seinna kemur svo að því að hinar dönsku messur eru feldar niður. Landshöfðingi skrif- aði stjórninni 3. febr. 1894 um þetta og fær svar íslandsráðgjafa dagsett 21. sept.: „Samkvæmt allra þegnsamleg- ustum tillögum ráðgjafans, eftir að ráðuneytinu hafði borist brjef yð- ar, hefur hans hátign allra mildi- legast þóknast að samþykkja, að konungsúrskurður 17. mars 1882 ásamt eldri ákvörðunum, sem skylda dómkirkjuprestinn í Reykja vík til að halda danskar messugerð- ir í dómkirkjunni, skuli vera úr gildi numin, þó þannig, að dóm- kirkjuprestur sje skyldur að fram- kvæma kirkjulegar athafnir á dönsku, þegar hlutaðeigandi dansk- ir meðlimir safnaðarins fara þess á leit.“ —★— Með þessu voru þá dönsku mess- urnar af teknar eftir að hafa farið hjer fram í höfuðkirkju landsins um 90 ára skeið. En úr því að þessi skipan gat haldist svo lengi, geta menn reynt að gera sjer í hugar- lund hvernig farið hefði ef dönsku kaupmennirnir hefði fengið vilja sínum framgengt um að hjer yrði messað á dönsku annan hvorn sunnudag. — ★ — „Blessuð sje Brynjólfs minning," segir Árni biskup Helgason þegar hann skrifar um hann sem kennara sinn. „Blessuð sje Brynjólfs minn- ing,“ getum vjer líka sagt, því að það er skeleggri vörn hans að þakka, að Dönum tókst eigi að ná undir yfirráð dönskunnar öflugasta vígi íslenskunnar, hinni íslensku kirkju. Fyrir þá einurð og skör- ungsskap, sem hann sýndi í þessu máli, fáum vjer honum seint full- þakkað. Hinn fátæki prestur, sem stórbokkarnir dönsku þóttust geta

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.