Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1945, Qupperneq 9
LESBÖK MOBGUNBLAÐSINS 535 NÝ „BERNADETTE“ í KANADA ALLIR KANNAST VIÐ söguna um Eema- dette og undrin í Loudres í Frakklaridi. Nú er komin fram á sjónarsviðið ný ,,Berna- dette" vestur 1 Quebeck í Kanada. Þúsundir Kanadamanna þyrpast til Val D’or í Quebeck til þess að leita lækninga við veikindum sín- um og krankleika, síðan 13 ára gömul stúlka, Pierette Regimbal, skýrði frá því, að hún hefði fengið vitrun frá Franz af Assisi við uppsprettu eina þar í sveitinni. Telpan, sem var máttlaus í fótunum af berklaveiki, haltr- aði þangað eitt sinn á hækjum sínum. Hún gekk hækjulaust heim til sín og sagði að St. Franz hefði tekið þær frá sjer. Á stóru myndinni sjest Pierette halda í hendinni á stúlku, sem er að leita sjer lækn- inga, en mannfjöldi horfir á. — Síðan Pier- ette fjekk bót meina sinna, segir hún, að Franz af Assisi hafi vitjast sjer á heimili hennar, sem er skamt frá uppsprettunni. Á myndinni hjer að ofan sjást nokkur hundruð manns, sem komið hafa til Val D’or. 5000 manns segjast hafa verið vitni að síðasta kraftaverki Pierette. Kirkjunnar menn eru nú að rannsaka þessi undur, en almenningur þar vestra er ekki í nokkrum vafa um, að Pier- ette sje önnur „Bemadette frá Lourdes“, og þeim fjölgar stöðugt, sem heimsækja hana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.