Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.02.1945, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS EFTIR KJARVAL sem audaðist í ái slok 1716. Enginn, hai'isóttum brauðið og mun mestu hal'a valdið, að á þeirri hjátrúar- öld hafa fleslir verið ófúsir til að setjast í glóðvolgt galdrabæli Ei- ríks gamla. Ekki var sjera Halldór þó lengi prestur þar. Við fráfall .Jóns Vidalíns, 1721, varð biskupslaust í Skálholti, og varð það að ráði, að Jón Árnason sem verið hafði prestur og prófast- ur á Stað 15 undangengin ár, hlaut, biskupstign. Mælti hann eindregið með því, að sjera Halldór yrði eft- irmaður sinn á Stað, þar sem, Strandamenn hefðu ekkert prófasts efni en sjera Halldór væri vel til þess embættis fállinn. Enda fjekk sjera Halldór konungsveitingu fyr- ir Stað 21. jan. 1724 en fluttist þó ekki norður fyr en 1725. Eklti fjckk Jón biskup þó ráðið því, að sjera Halldór yrði prófastur þeirra Strandamanna, því prestarnir kusu þar til sjera Jón Pálsson á Prest- bakka. Sýnir þetta ljóslega hvílíkt feiknaálit Jón biskup hefur haft á sjera Halldóri, að hann skyldi leggja sig fram til sjera Halldór barnungur maður og svo til nývígð- ur prestur, yrði prófastur. Einnig er sagt að vinátta hafi verið góð milli þeirra, hverflig sem hún hefir verið tilkomin, þar sem Jón var 30 árum eldri, og hafði altaf verið fjarri æskuslóðum sjera Halldórs. Mun það naumast hafa getað kom- ið til á annan hátt, en að hann hafi heyrt Jlalldórs getið sem fyrirmynd ar skólasveins, og brjefaskifti hafi tekist milli þeirra og tcngt þá góð- vildarböndum. Sjera Halldóri cr lýst svo, að hann hafi verið maður fríður sýn- um, bjartur*á hár og hærður vel, hann var mikilhæfur og merkilegur kennimaður og vel lærður. Eitthvað hefir sjera Halldór fengist við kenslu( því fyrir utan sem hann kendi Birni syni sínum undir skóla, er víst að hann kendi einnig sjera Jóni Bjarnasyni á Ballará, er varð frægur garðyrkjumaður, líká undir skóla. Ekki mun sjera Halldór hafa sint ritstörfum, að minsta kosti er ekki vitað um annað frá hans hendi, en nokkrar bænir, fyrir og eftir prje’dikun, sem eru í kveri, í Iland- ritasafni Landsbókasafnins. Nokkur brögð munu hafa verið að því, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.