Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 12.11.1944, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGOJNBLAÐSINS 235 an, allgóðan. Fjekk Breiðfjörð sjer og hest og fylgdarmann, er reidcji, brennivínskút. Þeir fylgdu Gísla og náðu lestinni við Ilellirár (Elliða- ár), og allt fóru þeir Breiðfjörð með þeim upp á Langajörfa. Veitti þá Breiðfjörð lagsmönnum Gísla brennivín, að því er hver vildi hafa, en honum sjálfum 3ja pela flösku. er enginn kostur var annar en við að taka. En þar varð hann eftir all- ölvaður og fylgdarmaður hans. Má af þessu sjá hversu ærinn var ör- leikur BreiðfjÖrðs og því ekki að undra, þótt honum tæmdist fje, er þvílikt bar oft að. Ævisaga Jóns Borgfirðings. BIs. 9. Mcðan Sigurður dvaldi það sinn í Keykjavík, bar það það eitthverþ skipti við, að þeir kepptu um það Bjarni Ilannesson og Guðmundur Pjetursson, er kallaður var ,.lang- ur“, hvor þeirra væri meira skáld, Sigurður Breiðfjörð eða Gísli Kon- ráðsson, er }»á var til sjóróðxa á, Álptanesi, og hjelt Bjarni með Gísla, en Guðmundur með Sigurði. Beiddu þcir Sigurð að. kveða Ijóðabrjef til Gísla, en hann neitti því, en, gjörði kost á að kveða eina stöku, ef þeir kæmi Gísla á sinn fund. Um vorið .(1823) er Gísli fór norð- ur- reið hann frá lest, sinni í Foss- vogi og ofan í Reykjavík. Ilitti hann þar Fúsa „trjefót" (Vigfús á trjefætinum), afhcndingarmann, I’etreusar kaupmanns. Ilann var málkunnur Gísla, þvf að Gísli hafði einatt áður á vorum verið að mó- vinnu í Reykjavík og að öðru starfi, Bað Fúsi Gísla að koma'með sjer til Sigurðar, en hann taldist undan, með því að hann væri á hraðri ferð, og ekkert væri crindið við Sigurð. Gekk þá Fúsi að húsdyr- um Sigurðar, og gat þess, að Gísli væri úti fyrir. Spratt Sigurður þá upp og gekk út þegar, og var snot- urlega klæddur, en Gísli var í sjó- mannaflíkum. Sigurður ljest fyrst eigi geta trúað því, að það væri Gísli skáhl, er svo væri töturlega til fara. Þó bauð Sigurður honum skjótt inn, Ijet geyma reiðskjóta hans, bar honum brennivín og veitti, vel. Nú færði hann orð að því, að þeir skyldu reyna íþrótt sína og kveðast á, en Gísli færðist undan með því að hann væri óviðbúinn, enda væri ekki tóm til þess. I því bili kom þar inn Gísli Gíslason, prestur að Vesturhópshólum 1815 til 1850 (d. 1860), er báðum var kunnur, og átti hann hlut að því, að Sigurður hjet, að skrifa' Gísla ljóðabrjef að fyrra bragði. Síðan fylgdi Sigurður Gísla út. Þreif þá hatt Gísla og varp á sæ fram, en fjekk honum aftur nýjan hatt úr sölubúð Guðmundar Sveinbjarnar- sonar. Nú fjekk Sigurður sjer hest til fylgdar við Gísla, og mann, er hann ljet reiða brennivínskút. Náðu þeir lestinni uppi á Langajörfa, og veitti þá Sigurður þeím Gísla og fjelögum hans brennivín óspar- lega, og fjekk Gísla til nestis þriggjapelaílösku af brennivíni, og; skildu þeir með vináttu. Má af þessu ráða örleik Sigurðar. Æfisaga Gísla. 13. Breiðfjörð kveður um Teit. Teitur hjet maður, auðugur bóndi og barnlaus, er búið hafði á Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi, er gaf bú sitt til framfæris sjera Boga kaupmanni í Stykkishólmi. Bar það þá við, að kýr ein af f.je Teits datt ofan í og drapst. Jarð-» þrúði húsfreyju þótti illt að missa kúna. Segja svo sumir, að eitt- hvað fleira týndist af kvikfje, Teits. Sagði húsfreyja þá, að svona færi eigur Teits. Heyrði Teitur það og spurði: „Datt kistillinn ofan í ?“. Teitur beiddi Breiðfjörð að gjöra, eftir sig grafskrift, annað tvegg.ja, er hann var kominn í Stvkkis- hólm um hríð, ella áður hann fór þaðán. Brciðfjörð kvað: Uni gamla Téit er grafskrift sú gjörð, ef sveit vill heyra: Tlann át og skeit, sem jeg og þú, ekki veit jeg meira. Ekki líkaði Teiti grafskrift þessi og bað BreiðfjÖrð að bæta um. Er og sagt, að hann byði þá Breiðfjörð eitthvað til þess. Ekki hafa mcnn heyrt, hvað Breiðíjörð kvað þá, en sagt er honum ranglega eign- að vers þetta eftir Teit eða um hann. Eigna menn það Jóni Sigurðs syni í Geitareyjum, bróður Sæmund- ar smiðs: (Vísan nálega samhljóða og í æfisögu Jóns Borgfirðings). Æfisaga Jóns. Bls. 25. Um þetta levti var í Stykkis- hólmi gamall maður, er Tcitiu' hjet. Ilann hafði búið á Rauðkolls- stöðum í Eyjahrcpp við góð eftii, og var talinn peningamaður. Nú hafði hann gefið Bogti í Stykkis- hólmi allt sitt, til framfæris sjer. Er það talið til marks Um auðæfij hans, að eitt sinn, er kýr fjell ofan í pytt og drapst, er var af hans fjc, en Jarðþrúður húsfreyja talaðl margt um, að svo færi allt fje Tcits, þá hafi honum orðið að orði: „I)att kistillinn ofan í?“ Eitt sinn bað Teitur Sigurð Breiðfjörð að g.jöra vfir sig grafskrift, og kvað þá Sigurður hina alkunnu vísu: „Um gamla Tcit, er grafskrift sú o. s. frv. Teitur bað hann um bæta, og er mælt, að hann gæfi honum fje til. Þá kvað Sigurður: Hjer liggur Tcitur hulinn moldu, hann var áður cinn ríkismann, auðæfin girntist æ á foldu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.