Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 21.02.1943, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 51 Friðriksgáfa, amtmannshúsið á Möðruvöllum í Hörgárdal á dög- um Bjarna Thorarensens. sem ort voru eftir hann látinn. En fáir hafa víst kynt sjer þær bókmentir, enda eru þær geymd- ar í Kaupmannahöfn, svo furðu- legt sem slíkt er.1) En það vill svo skemtilega til, að vjer höf- um áreiðanlega vitneskju um á- gætan íslending og þjóð vorri harla ástfólginn, sem fylgdi hin- um framliðna höfðingja til graf- ar. Þessi Islendingur var Jónas Hallgrímsson. Til útfararinnar kom skáldið framan frá æsku- heimili sínu, Steinsstöðum í öxnadal. En þangað náði hann kvöldið áður úr löngum leiðangri um Snæfellsnes. En 28. ágúst mætti hann sendimanni á Reykja braut í Húnavatnsþingi, er sagði honum lát amtmanns. En Reykja braut var þá — og var fram undir seinustu aldamót — ein hin mesta þjóðbraut norðan- lands, að tiltölu jafnfjölfarin og brautin um Stóra-Vatnsskarð er nú á dögum. Ef til vill er það runnið frá þessu atviki, að Jón- as lætur, í eftirmælum sínum eftir Bjama, „hrygð reika á 1) Dóttursonur Bjarna Thoraren- sen, mag. art. Bogi Th. Melsted, sagn- fræðingur, safnaði miklum gögnum og heimildum um hann og arfleiddi síðan Konuglega Bókasafnið í Kaup- mannahöfn að þeim til skilyrðis- lausrar og ævinlegrar eignar, að því er sýnist. Verður slíkt bragð að telj- ast raunalegt þjóðræknisbragð og gæfuleysi, svo einsætt og auðsætt sem það virðist, að slík skjöl og skil- ríki eigi hvergi eins heima og í Lands bókasafni voru. Fá skynsamleg rök nýtileg verða færð fyrir því, að þau njóti meira öryggis í Kaupmanna- höfn heldur en í Reykjavík. En þessf arfleiðing Boga bendir á, að hann hafi, sem marga mæta Islendinga, kalið „á hjarta“ í næstum því ævi- langri útlegð, enda voru honum stundum sendar kaldar kveðjur að heiman, og stúdentar í Kaupmanna- höfn voru einatt harðskeytir í garð hans. En slíkt endist honum eigi til rjettlætingar á slíkri dánargjöf. ])ó að það kunni að þykja hvorki karl- mannlegt nje drengilegt, að ámæla látnum samtíðarmanni, sem getur eigi, fremur en aðrir framliðnir, bor- ið hönd fyrir höfuð sjer, fyrir ráð- stafanir á eign hans, fæ jeg eigi sjeð, að hjer verði komist hjá því. Jfað skiftir nokkru, að þjóð vor og heil- brigt almenningsálit í landinu kunni að meta þvílíka arfleiðing sem mak- legt er. þjóðbrautum“ við lát hans. Vera má og, að hann hafi orðið þess var á leið sinni norður í Eyja- fjörð, að hið mikla yfirvald á Möðruvöllum var ýmsum amts- búum sínum harmdauði, og það- an sje það því sprottið, er hann kveður harm reika í húsum við fráfall hans. Jónas gisti á norð- urleið sinni í Glaumbæ í Skaga- firði hjá ungum presti, nývígð- um, efnilegum og óvenju vel mentuðum, sjera Halldóri Jóns- syni, Húnvetningi, er síðar gerði garðinn frægan að Hofi í Vopna- firði. Má fara nærri um, að slík- ur menningar- og merkismaður sem sjera Halldór Jónsson, er var háskólakandidat í guðfræði og vinur Jóns Sigurðssonar, hef- ir kunnað skyn á, hvílíkur skaði var að fráfalli þvílíks stórmennis sem Bjarna Tnorarensens. Að kveldi útfarardags amt- manns fór skáldið fram að Dun- haga í Hörgárdal og gisti þar. í Dunhaga bjó þá sjera Jón lærði, sem jarðsöng skáldið. Hef- ir verið giskað á, að klerkur hafi boðið skáldinu heim með sjer frá jarðarförinni. Daginn eftir fór hann heim að Steinsstöðum. Það- an ritar skáldið degi síðar (6. sept.), eða tveimur dögum eftir jarðarför amtmanns, Finni Magnússyni og fe^ þar svofeld- um orðum um útför hans og andlát: „Mannskaðann okkar frjettið þjer, þótt jeg skrifi hann ekki. Jeg hafði lofað amtmanni Bjama að finna hann, ef jeg kæmist svo langt, enda náði jeg rjett í að sjá hann fara ofan í gröfina“. Sjá má mót á því, að skáldinu hefir verið ant um, að kvæði Bjama tvístruðust eigi nje týndust. Páll Melsteð ritar Jóni Sigurðssyni 1. okt. 1841: „Jeg trúi, að Jónas Hallgrímsson beiddi Odd apótekara (Thoraren- sen) að sjá um, að þeim yrði haldið saman“. Hefir það, að líkindum, verið við jarðarförina, sem hann orðaði slíkt við þenn- an frænda og svila hins nýlátna skálds. Kvæði hans virðast og hafa verið vel geymd. Ekkja skáldsins, frú Hildur Bogadóttir frá Staðarfelli, var og af því bergi brotin, að hún var kvenna ólíklegust til að glata hverskon- ar skjölum og pappírum. Hannesi Hafstein fullyrðir í ævisögu- ágripi, sem hann hefir samið af Jónasi, að amtmaður hafi boðið honum að vera með sjer um veturinn, og skáldið hafi þekst það. (Ljóðmæli og önnur rit eft- ir Jónas Hallgrímsson, Kbh. 1883 bls. XXXI.). Hannes getur ekki heimilda sinna fyrir þessu rausn- arboði. En ætla mætti, að hann hefði haft traustar heimildir fyrir þessari skemtilegu og skap- feldlegu frásögn. En sagan er samt, að líkindum, röng. Jónas

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.