Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1942, Blaðsíða 6
318 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS frost. Lausamjöll var á og fyrir- taks skíðafæri. Tungl var á þriðja kvarteli, og vel bjart, og var alla leiðina meðfram fljóti að fara enda engin hætta á að hann viltist í einsýnu veðri/ Greniskógur var á aðra hönd og þar leyndist ef til vill sú eina hætta, sem ógnaði hon um á leiðinni — úlfarnir. En vog- un vinnur og vogun tapar, og ágirndin rak hann áfram — með tíu kílómetra hraða á klukku- stund, þó að hann væri lítill skíða maður í eðli sínu. Segir ekki ai ferðum hans fyr en hann kom til A . . . Þorp þetta er lítið, örfáir lappa kofar í hvirfing — og svo kirkj- an, byggð úr óhefluðum bjálkum — á stærð við þriggja til fjögra nautgripa fjós hjer heima á Fróni. Stendur hún utan við kofaþyrp- inguna og gekk því Gardon auð- veldlega að komast þangað ósjeð- ur, enda var komið fram yfir miðnætti, er hann kom á áætlun- arstaðinn. Tók hann nú skíðin af sjer og skildi við þau utan við kirkjugarð og læddist svo að dyr- unum, en hurðin var vitanlega læst. Ekki dugði samt að deyja ráða- laus. Sinn glugginn var á hvorri hlið kirkjunnar og voru í þeim fjórar litlar rúður. Mr. Gardon sá að þeir voru kræktir að innan. Tók hann ‘nú það ráð að mölva eina rúðuna og gat hann þá teygt hendinni inn og opnað. Tókst hon- um svo með erfiðismunum að skríða inn, því ekki var glugg- inn stærri en það, að mjaðmirnar sluppu aðeins í gegn. Þreifaði hann nú fyrir sjer inn að altarinu og stóð brátt, ölvaður af sigur- gleði með hinn dýrmæta dúk í höndunum. En þá skeði nokkuð hræðilegt. Er Mr. Gardon stóð þarna og faðmaði dúkinn að sjer, heyrðist mannamál úti fyrir kirkjugarð- inum. Voru það Lappar — og þeir í háværara lagi. Sá sögu- hetja vor sjer ekki aðra úrkosti, en að skríða inn í predikunarstól- inn og lá hann þar lengi milli heims og helju af angist. Að lok- um fjarlægðist þó mannamálið og dó seinast út og var þá tækifærið gripið og skriðið út í snatri. — Undir kirkjugarðsveggnum stóðu skíðin, eins og hann hafði gengið frá þeim og fern skíði að auki. Tróð nú Mr. Gardon dúknum inn á brjóst sjer og hjelt af stað í flýti og lofaði guð fyrir að sleppa svona billega. En varla var hann kominn í hvarf fyrir næsta leiti, er hann heyrði hróp og köll að baki sjer. Bjóst hann nú við að kirkjuránið mundi vera orðið uppvíst og herti á sjer eins og hann mögulega gat. Eina vonin var að geta komist svo langt á undan að Lapparnir sæju hann aldrei og vissu þar af leiðandi ekki hvern þeir væru að elta. í skelfingar ósköpunum sem gripu hann datt honum ekki í hug að þeir gætu rakið slóð hans í lausamjöllinni, hvert sem vera skyldi. — Nei, — eina hugsunin, sem komst að var að flýja, flýja og flýja lengra og lengra í burtu, neytti hann allrar sinnar orku við að neyða skíðin til þess að fylgjast með efri hluta líkamans. Á skammri stundu varð hann gegndrepa af svita — gegn um allar peysurnar og treflana, og gleraugun misti hann af sjer í snjóinn, en gaf sjer ekki tíma til þess að taka þau upp, því hrópin og köllin á eftir honum færðust nær og nær. Mr. Gardon var orðinn uppgef- inn fyrir löngu og farinn að slaga í hverju spori, og hnjóta í öðru hverju og mása eins og smiðju- belgur, en takmarkalaus ofa- hræðslan rak hann áfram, þó að allur líkami hans væri eitt ang- istaróp um hvíld. Það var kominn viltur brjálæðisglampi í augu hans og alltaf dró saman með honum og Löppunum. Meira af eðlishvöt dauðvona skepnu, en rökhugsun manns, tók hann það ráð að þrífa dúkinn úr barmi sjer og fleygja honum. Varð það líka til þess að tefja för Lappanna um stund, og ráku þeir upp há- vær undrunaróp, er þeir sáu hver tilgangurinn var. En von bráðar hjeldu þeir áfram af enn meira kappi og virtist ástandið von- laust fyrir vesalings flóttamann- inn. Sjálfur sagði Mr. Gardon svo frá síðar, að hann hefði verið sannfærður um að Lapparnir ætl- uðu sjer að drepa hann ef þeir næðu honum. Sá einn, sem hefir verið í yfirvofandi lífsháska — sjeð dauðann nálgast hægt og bítandi — vonlaus um undan- komu, getur ímyndað sjer líðan Ameríkanans seinustu augnablik- in áður en ofsóknarmenn hans náðu honum. íslenskan er talin fullkomið tungumál, en samt sem áður brest- ur hana algjörlega orð til þess að lýsa slíkri brjálæðis örvænt- ingu. Sem sagt Lapparnir náðu hon- um á endanum, og voru þá búnir að elta hann meira en fimmtán kílómetra. En hvað skeður! — í stað þess að rífa hann sundur eins og úlfar, eða reka hann í gegn með broddstafnum, fóru þeir þegar að stumra yfir honum — vitanlega öldungis óðamála á ó- skiljanlegri Lappnesku. Þeir tóku upp fleyg úr föggum sínum og heltu niður í hann lútsterku brennivíni og losuðu treflana af hálsi hans — en treflarnir diöfðu nærri verið búnir að kæfa hann. En þegar einn þeirra dró upp dúkinn fræga úr skauti sínum og ætlaði að fá honum, þá var Jóni Gardon frá Chicago nóg boðið. — Hann lognaðist hægt og hljóða- laust útaf — fjell í öngvit meina jeg auðvitað. Er hann raknaði við lá hann í rúmi sínu heima á hreppstjóra- setrinu í B . . . og hreppstjóra- fjölskyldan stóð í hrifningu um rúmið, ásamt Löppunum fjór- um. En í staðinn fyrir að til- kynna honum æfilangt tugthús spurði hreppstjórinn áhyggju- fullur hvort ekki ætti að sækja lækni. Er Mr. Gardon neitaði því ákveðið, spurði hreppstjórinn hversvegna í ósköpunum hann hefði verið að hlaupa undan Löpp unum. Vissi Ameríkaninn hvorki í þennan heim nje annan um hríð. Að endingu kom þó skýringin. Lapparnir fjórir voru frá C . . . og voru á leið til D . . . . Þeir komu til A . . . skömmu eft ir miðnætti, og ætluðu að hvíla sig þar um stund. En þar sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.