Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 25.02.1940, Blaðsíða 2
ii LESBÓJL MORGUNBLAÐSINS Brjef frá Bjarna Thorarensen til Bjarna Porsteinssonar amtmanns (Þeir nafnamir Bjarni Thorarensen skáld og Bjarni Þorsteinsson, sem báðir urðu amtmenn, voru virkta vinir og skrifuðust á í 30 ár. Brjefin frá Bjarna Thorarensen til nafna síns eru til í eiginhandriti og eru geymd í handritasafni Landsbókasafnsins hjer í nr. 342,-fol. í brjefum þessum er mikill og margs konar fróðleikur um ævi og athafnir Bjarna Thoraren- sens, því að víða talar hann allýtarlega um sjálfan sig og sína hagi, eins og títt er í vinabrjefum. Margt er þar og um einkamál skáldsins, sem ekki er annars staðar kunnugt, því að milli þeirra nafna var fullur trúnaður. Margt er þar og fróðlegt um hag lands og þjóðar. Ekkert af þessum brjef- um og mjög fátt af öðrum brjefum Bjarna Thorarensens hefir verið prent- að áður. Hlýtur þó að því að reka að minningu þessa ágæta skálds verði sá sómi sýndur, að prentuð verði brjef hans og ýtarleg ævisaga hans rit- uð, er honum sje samboðin og þakkarskuld þjóðarinnar við hann. Hjer og í næstu Lesbókum verða sem sýnishorn birt þrjú brjef Bjarna, tvö til Bjarna Þorsteinssonar og eitt til prófessors Finns Magnússonar. GuOni Jóns8on). Reykjavík, þann 26. Ang. 1814. yrir þitt góða og innihalds- ríka brjef af 19. maii þ. á., ••m og fyrir hjálp þína við frúe Sivertsen áhrærandi Commission- ir þær, er eg fól manni heunar á hendur, átti eg að þakka þjer og bið þig halda til góða, að þessar ljótu og ljelegu línur er alt þakk- lætið. Annare gat ekki valið á bókunum verið betra nje mjer hagkvæmara, því Hurtig. pr. R. hefði eg látíb útvega mjer, ef eg hefði vitað, að hann var til, og Nye Jur. Archiv kom mjer yfrið vel, þar eg hefi keypt hið gamla eomplet af stiftamtmanni. Fullkomlega samstemma er eg meiningu þinni um veslings Napó- leon; mjer sýnist hann fagur í falli sínu! Og við fall hans á að miklu leyti, — þó sjálfsagt mut- atis mutandis, — líkprjedikun Þóru yfir Hákon Hlaðajarl í Oehlenschl(æger). Best þykir mjer, að hann aldrei hefir gefið þeirri þjóð nje þeim mönnum, sem af vesaldóm upphækkuðu hann og af þrællyndi afsettu hann, neitt gott orð. Og ekkert gerir dugnaði hans að mínu áliti meiri sóma en að fjeudur hans kostuðu svo mikils kapps um að fá honum velt úr völdum, þegar magt ríkis hans þó ei hefði leng- ur verið óttaleg fyrir menn, sem hefði getað haft nokkuð traust á sjálfum sjer. Grátlegt er að vita astand föð- urlands vors (sensu latiori), og að nábúi þess baðar í rósum fyrir svik sín, en Norvegur er ennþá ekki tekinn fyrir ekkert, þó — kannske þess sje ei óskandi, að hann geti haldist, og sú kringum- stæða sýnir best statum præsent- em. Mikil óhamingja er yfir kóngi vorum. Hann verðskuldar sann- arlega betri forlög vegna sías privat Characteri og góða vilja sem stjórnari. Bn þegar Napóleon ei gat haldist við fyrir föntum, því skyldi hann þá geta það? — Það, senj mjer hefir þó verið^gott af þessu öllu, er það, að mjer hef- ur langtum betur nægt mitt eigið ekki góða ástand quoad nervum rerum etc. en áður, þar mjer finst það eiga nú svo að vera eft- ir reglunni: Quando caput dolet etc. Það er drottni fyrir þakkandi, að enginn (held eg) hjer hafi dá- ið af harðrjetti í vetur, þó bág- lega áhorfðist. Neyðin var eigin- lega mest hér í Gullbringusýslu, en stiftamtmaður minn kom hreppunum til hjálpar með þeim matvælum, er hann hafði keypt fyrir færi þau, er hann náði úr Phelps Varelager hjer í Vík, og smjörgjöld af Þykkvabæjarklaust- urs gózi, hvarum eg veit, að land- fóveti má skrifa þjer greinilega og eg því sleppi. En hefði það ei verið, er eg viss um, að margir hefði úr harðrjetti dáið. Þar þessi matvæli voru í fyrstunni ætluð til Tugthússins, hlaut oeco- nomían við það að upphefjast og limirnir inntil frekari ráðstöfun- ar að sendast á sínar sveitir, sem líka var miklu betra, þar ástand- ið ei var svo slæmt í uppsveit- um, vegna þess heyskapur í fyrra sumar var í besta lagi. Veturinn var harður og frostamikill alt fram í febrúarmánuð, en síðan kom hvorki snjór nje frost, svo það mætti heita, og vorið hefir verið það besta menn muna. Grasvöxtur í meðallagi, en það, sem af er slætti, hefir nýting ver- ið hin besta. Fiskiafli i vetur eng- inn, en vorfiskirí sæmilegt. Fyrir vestan hefir undanfarið ár verið hið bezta, og þar hefir verið mik- ill hvalreki, svo innbyggjarar hafa varla getað torgað, og menn hafa að norðan, helzt úr Húna- vatnssýslu, sótt þangað heilar lestir af spiki. Um höndlunina hjer í fyrra munt þú hafa heyrt nóg, svo eg þarf ei að skrifa þjer um hana. Einungis vil eg geta þess, þar það stendur í nokkru samanhengi við hana, að hlutaðeigandi, annars vænn maður, hefir fundið sig mik- ið læderaðan í brjefi Rasks, sem innfært er í Athene, sem er merki til, að sú kynslóð 3: mercatorum ei vill láta koma sjer of nærri, — og dagsanna er það, sem þú segir mjer um merc. Isl., því þeir herr- ar hafa aldrei gengið svo plan- mæssig til verks í að eyðileggja land þetta sem á seinni tímum. í sumar hafa prísar á matvör- um verið rjett góðir, nl.: Skip- pund af fiski, 32(?) rúg á móti honum, 16 rdl., en 20 rdl. á móti ull, sem þeir hafa gefið 24 sk. fyr ir pundið. Kaffi, sykur og tóbak þar á móti 2 rdl. pundið, svo menn mega snart hætta að brúka slíkt. Pund af hampi 1 rdl. Þessi prís á matvörum kemur annars ekki til af góðmensku hlutaðeigenda, því engelskir hafa flutt hingað mikið af korni, og C!oncurrencen því verið fjarska mikil. En þeir bíta skrattalega á brisið yfir því, að engelskum er ennþá ei bannað að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.