Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.03.1939, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 77 Einn hnefi af ösku Saga eftir Huidu Bjarnadóttur. Þóra var svu uiðursokkiu í hugsanir sínar að hún tók t'kki eftir fyr en hurðinni var hrundið upp og Elín vinstúlka heunar stóð á gólfinu fyrir fram- an hana. „Sæl og blessuð. Þíi verður að fyrirgefa, að jeg veð svona inn til þín óboðin, jeg vona að jeg sje ekki að trufla þig. Það var orðið svo langt síðan við höfum sjest, svo jeg mátti til með að vita hvernig þú hefðir það“. „Nei, komdu sæl, Ella mín. Þú veist, að þú ert altaf hjartanlega velkomin, og það gladdi mig sjer- staklega að sjá þig núna. Viltu ekki taka af þjer kúpuna og fá þjer sæti. Jeg ætla að fara fram í eldhús og hita handa okkur kaffi, svo getum við spjallað sam- an yfir kaffinu á eftir“. „Jú, þakka þjer fyrir. Annars er nú alveg óþarfi að vera að koma með kaffi, en ef þú átt það á könnunni, þá skal jeg svo sem þiggja það“. Meðan Þóra var að koma kaff- inu fyrir á litlu óorði við tvo hæg indastóla, sem voru fyrir framan arineldinn, fór Ella úr kápunni og fjekk sjer sæti í öðrum stóln- um. Það var ekki laust við hún liti öfundaraugum þessa smekk- legu stofu, sem bar svo áþreifan- legan vott um persónu húsráð- anda. Þar voru allir litir daufir, en þó heitir og aðlaðandi. Það var orðið fremur skuggsvnt inni, eina birtan var giætan frá arin- eldinum, sem kastaði rauðu, flökt- andi skini yfir herbergið. Þegar þær stöllurnar voru sest- ar við rjúkandi kaffið spurði Þóra frjetta. „Hvernig skemtirðu þjer á ball- inu í gær?“ „Skemti jeg mjer —- jeg skeuxti mjer alveg prýðilega. Það var einn svo laglegur maður þar, sem dans- aði mikið við mig og fylgdi mjer heim. Og nú er jeg að vona, að jeg sjái hann bráðum aftur“. „Svo þú hefir þá orðið ástfang- in ?“ „Astfangin, já, jeg lield bara að jeg sje það. Af hverju komst þú ekki á ballið, Þóra? Þú ert altveg hætt að fara nokkuð út að skemta þjer. Nei. veistu, hverjum heldurðu að jeg hafi mætt á leið- inni hingað? Jeg var rjett búin að gleyma því. Leiftursnögt færðist roði í kinnar Þóru, eins og eitthvað ó- vænt væri í aðsigi. „Það veit jeg ekki. Hverjum mættirðu?" „Gettu“. „Jeg get ekki getið þess. Hvern- ig ætti jeg að vita, hverjum þú mætir? Jeg þoli þetta ekki leng- ur, þú verður að segja mjer það strax! Hver var það?“ „Einar, jeg mætti Einari á leið- inni hingað“. „Einari“. Það kom eins og þung stuna frá brjósti Þóru. „Hvar mættirðu honum?“ „Jeg mætti honum niður í Aust- urstræti. Það var mikill asi á hon- um, en þegar hann sá mig, stans- aði hann og fór að tala við mig. Og veistu hvað hann spurði mig um þig“. „Um mig.'“ Þóra setti frá sjer bollann með titrandi höndum. Það koin votur gljái í augun á henni, en hún reyndi að sýnast róleg. „Hvað spurði hann um mig?“ „Hann spurði hvar þú værir altaf, þú sæist ekki úti, hvort þú værir trúlofuð og svo framvegis“. „Og þú, hverju svaraðirðu? Hvað sagðir þú? ‘ „Jeg’“ „Já“. „Jeg sagði auðvitað eins og satt er. að þú færir varla út fvr- ir hússins dvr. Það væri rjett af náð og miskunnsemi, að maður fengi að sjá þig einstaka sinnum“. Það brá fyrir éeðiskendum glampa í augum Þóru. „Og hann? Hvað sagði hann við því! Ó, Ella, segðu mjer það, jeg get ekki afborið þetta lengur“. Hún beygði höfuðið og Ella sá tvö tár hrynja oían í kjöltu henn- ar. Þóra tók vasaklút upp úr vasa sínum, þerraði burtu tárin og reyndi að brosa. „Þú verður að fvrirgefa hvað jeg ,er undarleg. jeg er eitthvað svo utan við mig. Jeg skil ekk- ert í hvað gengur að mjer. Nú skal jeg reyna að vera alveg ró- leg. *Hvað sagði haun meira? Segðu mjer það núna“. „Það var ekkert meira, hann sagði bara: „Jæja, er það“, og svo kvaddi hann mig og við geng- um livort sína leið. Heyrðu, Þóra, hvernig er það annars með þig og Einar, þið voruð svo mikið saman hjerna einu sinni, Er alt biiið á milli ykkar?‘‘ Það komu örlitlir hörkudrætt- ir í kringum munninn á Þóru. „Já, það er alt búið“. „Mjer var sagt að þið hafið verið trvilofuð, er það satt? Jeg hefi aldrei viljað spyrja þig neitt um Einar, vegna þess að þú hefir altaf verið svo fámálug um hann, og jeg hefi einhvern veginn haft það á tilfinningunni, að þú vild- ir helst ekki tala um hann“. „Já. það er alveg satt. það hafa kannske verið kenjar vir mjer“. Rövld Þóru var lág og hrjúf þeg- ar hún svaraði. „Það var leynd- armál, sem var mjer svo heilagt að jeg vildi ekki tala unv það við neinn, ekki einu sinni við þig, bestu vinstúlku rnína. Jeg vildi eiga það ein“. „Þóra mín, viltu ekki segja mjer hvernig það atvikaðist, að þið Einar hættuð að vera saman. Jeg hefi ekki komist hjá að taka eftir því, að þú hefir ekki verið eins og þú átt að þjer upp á síð- kastið. Það er eitthvað, sem liefir anvað að þjer, og það er sagt, að það sje oft ljettir að trúa öðrum fyrir raunum sínunv“. „Jæja, það er best jeg segi þjer

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.