Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 25

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1938, Blaðsíða 25
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 417 ólfsson, búfræðingur. Hann hvatti okkur til að halda áfram og reyna blöðkufræssáningu. Hann var okkar besta stoð, með- an hans naut við. — Og eitt sinn kom hingað Halldór Kr. Friðriks son. Hann var þá formaður fyrir Búnaðarfjel. Suðuramtsins. Hann ljet okkur í tje, óumbeðið, 50 krónur, til að kaupa fyrir ,blöðku fræ“. Jeg vildi ekki taka við pen- ingunum, sagði, að slíkur styrk- ur myndi koma af stað öfund og baknagi. Það reyndist líka svo. Því í einu Reykjavíkurblaðanna kom aðsend grein, sem hjet „Sandgræðsla og Dalakútar". Þótti greinarhöfundi það ein- kennilegt, er menn færu að gera sjer sandganginn að fjeþúfu. Sæ mundur Eyjólfsson svaraði i'yrir okkur. ★ venær manstu fyrst eftir þér? — Það er kanske dálítið ótrú- legt, en samt er það satt, að jeg man eftir mjer, þegar jeg var ársgamall. Svo bar við, að jeg fjekk illkynjuð útbrot á höfuðið, og eins á hendurnar. Mjer er sagt, að það hafi verið af van- hirðu. Þetta var, þegar jeg var ársgamall. Jeg man eftir því, þeg ar var verið að taka umbúðirnar af þessu og gera því til góða, og ei’i° man jeg, að hendumar voru reifaðar, svo að jeg gat ekki haldið um prik, sem jeg var með, en varð að stinga því í handar- krika minn, er jeg var að fikra mig áfram meðfram rúmstokkn- um í baðstofunni. — Leiðst þú aldrei sult á upp- vaxtarárunum ? Eyjólfur horfir niður fyrir sig og svarar eftir andartak: — Sult? Jeg þykist vita hvað sultur er, þó að jeg þekki hann ekki á hæsta stigi. Það voru stundum soðin hjer þorskbein, til þess að hafa einhveria næringu. Það bótti gott ef eitthvað mjöl var til, til þess að hafa með. Samt var þetta versti og óbægi- legasti matur, sem jeg hefi lagt mjer til munns. ★ Hvenær byrjaðir þú bú- skap? Það má segja, að það hafi ver- ið 1882, þó ekki væri jeg talinn fyrir búinu hjer, fyr en árið eft- ir. Jeg hafði verið á Kornbrekk- um á Rangárvöllum að hálfu und anfarin ár hjá móðu'rbróður rnínum, en að hálfu hjer. heima hjá móður minni. Jeg hefi eign- ast eitt verulega gott í lífinu, og það var góð móðir. Hún hjet Guð ríður Jónsdóttir frá Kornbrekk- um. Jeg hafði róið í Þorlákshöfn veturinn 1881—82 og ætlaði að flyfja úr sveitinni niður á Eyr- arbakka. Þegar jeg kom hingað heim í Hvamm um vorið, var alt komið í flag af sandi, og bæjar- húsin voru því nær fallin. Móðir mín bað mig um að vera kyrran heima. Og það gerði jeg, settist að hjer í flaginu. Þá var hjer ein kýr og fáeinar kindur. Annar fénaður dauður. Fyrsta verk mitt var að fara suður í Bjólu og fá hey handa beljunni og bera það á bakinu heim. Um hesta var hjer fáa að ræða. Þeir voru svo horaðir, sem uppi stóðu. Svo fór jeg suð- ur á Eyrarbakka og fjekk þar matbjörg í bakpoka og fór með heim í „flagið". Við höfðumst við í tjaldi um sumarið, meðan við vorum að hrófla upp bað- stofu. ★ vo varst þú kosinn oddviti hjer tveimur árum seinna? Það er rjett að segja það eins og það var. Það var gert í hefnd arskyni. öll sveitin var að fara í örtröð eftir sandganginn mikla 1882. Það fór fyrir mjer, eins og öðrum í þá daga, sem höfðu túl- ann fyrir neðan nefið, að þeim var straffað með því að kjósa þá í hreppsnefnd. — Hvernig varst þú undirbú- inn undir oddvitastörfin ? — Það var einmitt það, sem þeir vissu, sveitungar mínir,’og þessvegna þóttust þeir geta náð sjeð niðri á mjer, með því að kjósa mig. Jeg hafði engrar til- sagnar notið í uppvextinum. — Nema í skrift og reikn- ingi? — Nei, hvorki í skrift nje reikningi. Jeg hafði lært að lesa og lært tossakverið. Það kendi móðir mín mjer. Mig langaði til að læra að skrifa en fekk engan til að kenna mjer. Þessvegna seldi jeg skriffærin aftur, án þess að hafa þeirra not. Það þótti sem sje ekki beisinn unglingur í þá daga, sem sat við skriftir. Jeg var því óskrifandi að heita mátti, þegar hjer var komið sögu. Og reikning kunni jeg ekki. Jeg var kominn undir tvítugt, þegar jeg í fyrsta sinni sá lagt saman. Það var vinnumaður á Korn- brekkum, sem lagði saman töl- ur, en hann skrifaði á rúmfjöl. — Hafðir þú ekki tækifæri til þess að lesa í uppvextinum? — Jeg sá aldrei dagblað, og enga bók, nema biblíuna og nokkr ar guðsorðabækur aðrar, sem móðir mín átti. Aðrar bækur voru ekki á heimilinu. ★ ið vjekum talinu að harð- indunuml882, þegar Lands sveitin öll var ólgandi sandhaf, að heita mátti, og fénaður kol- féll, að kalla á hverjum bæ. Komst Eyjólfur að orði á þessá leið: Það var óbjörgulegt. Margar jarðir, sem fyrir stuttu voru hin ar blómlegustu urðu sand-> inum að bráð, og fólk flúið, eða í þann veginn að flýja frá þeim, sem voru á barmi eyðileggingar- innar. Hreppsnefndin hafði tekið það ráð, til þess að halda búskapnum við á þeim jörðum, þar sem bág- ast var ástandið, að ganga í á- byrgð fyrir eftirgjaldinu. Jeg snerist á móti því. Það varð óvin sælt. Jeg hefi oft lent í erjum við menn í lífinu. En þegar ábyrgðin á eftirgjald inu hvarf, þá varð afleiðingin sú, að þeir menn, sem jarðirnar áttu voru tilleiðanlegir til að selja þær fyrir sanngjarnt verð. Þetta varð til þess, að fjölga sjálfseign arbændum hjer í sveitinni. Nú eru hjer allir bændur sjálfseign- arbændur, að kalla má.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.