Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 31.01.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBL AÐSIN S 27 Veisla í Viðey 1810. Iferðabók George Macken- zie, er hingað kom sum- arið 1810, lýsir hann heim- sókn þeirra fjelaga til Ólafs Stephensen í Viðey, á þessa leið: Við töldum það skyldu okkar að heimsækja Ólaf Stephensen „geheime“-etasráð og fyrverandi stiftamtmann, og þegar við frjett- um að hann myndi taka því vel að við kæmum, fórum við út í eyna Viðey til hans........... Hinn aldraði heiðursmaður tók á móti okkur í dyrunum með mikilli kurteisi, klæddur einkenn- isbúningi danskra ofursta, og virt- ist vera mjög ánægður yfir komu vorri. Hann leiddi okkur inn í stórt herbergi. Húsgögnin voru þar leifar af gömlum skrautleg- um húsbiinaði. Á hinum hrörlegu, röku veggjum voru prentmyndir, og allmargar skuggamyndir af mönnum („silhouettur"). Næsta herbergið sem við kom- um inn í var svefnherbergi hús- ráðanda, sem var vel upphitað með ofni í einu horninu. Er við höfðum spjallað um eitt og annað leiddi gamli maðurinn talið að vanheilsu sinni, og virtist því mjög feginn er við gátum gef- ið honum bæði meðul, og hollráð. Við fengum þá ánægju nokkrum vikum seinna að heyra að fyrir- mæli dr. Hollands hefðu borið hinn hesta árangur. Það var ekki ætlun okkar að vera hjer til miðdagsmatar. En er við orðuðum það, að við ætluðum að fara, komumst við að raun um. að því myndi vera mjög þunglega tekið, ef við þæðum ekki góð- gerðir. Stephensen talaði mjög ástúð- lega um Sir Joseph Banks, en liann nýtur mikils álits á Islandi að verðleikum. Hann sýndi okk- ur, sýnilega ánægður, ýms heið- ursskjöl er hann hafði fengið frá ýmsum fjelögum. Nú kom inn til okkar lagleg stúlka í íslenskum búningi og sagði, að maturinn væri fram- reiddur. (Hjer lýsir höf. ísl. þjóð- húningnum). Þegar við komum fram í her- bergið, þar sem okkur var fyrst boðið inn í, var þar dúkað borð, en það skaut okkur skelk í bringu að flaska stóð við hvert sæti, svo að við óttuðumst að húsbóndinn ætlaði að dönskum sið að efna til kappdrykkju. Ekkert var á borð- inu nema skál ein með sagósúpu, og tókum við að matast. Það hækkaði á okkur brvínin er inn kom steikt eða öllu heldur bakað kjöt, og ljetum við tilleiðast eins og við gátum, að taka til okkar af þessum okkar geðþekka mat. Við höfðum drukkið nokkur glös af víni, þegar einkennileg silfurskál var borin inn á borðið, er tók um hálfa flösku. Húsbónd- inn barmafylti hana og setti lok- ið á. Því næst setti hann skálina til sessunautar síns og bað hann lyfta lokinu, til þess að sjá hve vel væri fylt. Er sá siður til þess að koma í veg fyrir að brögð sjeu í tafli. Því næst drakk hann skál okkar og lýsti ánægju sinni yfir því, að sjá okkur í sínum húsum, og ljet þá ósk í ljósi að við mynd- um gera honum þann heiður, að koma til hans, svo oft sem við gætum því við komið. Hann óskaði eftir, vegna van- heilsu sinnar, að vera undanþeg- inn þeirri skyldu að drekka til botns. En okkur var sagt, að ef einhver okkar brygðist í einhverju í sið þessum, t. d. ljeti hjá líða að hvolfa skálinni, þannig að röndin næmi við þumalfingurgóm til þess að sýna að við hefðum gertæmt skálina, þá )á sú hegn- ing við, að hinn brotlegi varð að fylla skálina að nýju og tæma hana. Því næst rjetti hann skálina til sessunautar síns, sem drakk út, setti lokið á og rjetti hana síðan til þess manns, sem á móti honum sat. Er skálin var fylt að nýju, rannsakaði sá sem næstur skyldi drekka áfyllinguna, og þannig koll af kolli. Þó menn drægju ekki af sjer, lentu tveir af fjelög- um mínum í þeirri refsingu að drekka úr skálinni í annað sinn. Við óttuðumst nú afleiðingarn- ar af því að hafa svelgt í okkirr svona miklu víni, og enn að skálin myndi verða send annan hring. En nú komu inn kaldar sykraðar pönnukökur, og að lokum sagó- búðingur með rjóma. Það stoðaði ekkert þótt við full- vissuðum um, að magamál okkar væri þrotið. Enn urðum við að bæta á okkur, þangað til við frelsuðumst er okkur var boðið kaffi í næsta herbergi. En þrautir okkar voru ekki úti. Þegar við komum fyrst inn í hús- ið, hafði jeg rekið augun í mjög stóra kínverska tarínu. En vegna þess að hún hafði ekki verið not- uð við borðhaldið hjelt jeg, að hún væri þarna aðeins til skrauts. En við vorum rjett að renna út úr kaffibollunum, er stúlkan, sem stóð fyrir beina setti tarínu þessa á borðið hjá okkur. Tarínunni fjdgdu glös, á stærð við’ venjuleg ölglös. Mjer varð litið til fjelaga minna, og sá jeg raunasvipinn á andlitum þeirra. Þetta mikla ílát var fult af rjúkandi píinsi. Og þar eð engin tök voru á að sleppa. þá reyndum við að vera sem glað- værastir, og sætta okkur við hlut- skifti vort. En er við seint og síðar meir tókum okkur upp, fylgdi hinn gestrisni húsráðandi okkur niður í fjöru. * George Steuart Mackenzie, skoskur fræðimaður og fjáður jarðeigandi, kom til Reykjavíkur 7. maí 1810. f fylgd með honum voru tveir læknar dr. Henry Hol- land og Richard Bright. Þeir fje- lagar skrifuðu hina alkunnu ferða- bók, þar sem er ferðalýsing og nokkrar vísindalegar ritgerðir. Þeir fóru um Reykjanes, Borgar- fjörð, Snæfellsnes og Suðurlands- undirlendið, og lýstu landshögum og ýmsu fólki er þeir hittu. Segir svo svo í ferðabókinni. að svo sje þessi vesæla þjóð þjökuð af lang- varandi verslunaránauð og hall- æri, að þeir hafi aldrei á ferðum FRAMH. Á BLS. 31.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.