Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.1936, Blaðsíða 2
162 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS fullnustu. En 6 vikum eftir að Þormóður kom þangað „er han bleven indiadt paa Kosten i det Kongelige Communitœt“ — og verður það að teljast sjerstök til- hliðrunarsemi, annaðhvort vegua vináttu og meðmæla, eða þá að skort hefir á fulla tölu stúdenta. Ekki var hann þó innritaður sem stúdent fyr en vorið 1655. Hóf hann þá að lesa guðfræði og þau tungumái, sem til þess þurfti, en hlýddi þó á fyrirlestra hjá ýms- um prófessorum öðrum, og var elskaður af öllum fyrir ástundun og hraðar námsgáfur. Eftir 2 ár tók hann guðfræðipróf (4. maí 1657) með besta vitnisburði. Og 9. maí tók hann hið svonefnda Testemonium publicum. TJm sum- arið fór hann heim til Isiands með Básendaskipi. Fögnuðu foreldr- ar hans honum vel og dvaldist hann hjá þeim næsta vetur. Faðir hans mun helst hafa vilj- að að hann settist að á íslandi, en þóttist þó vita, að meiri framtíð biði hans í Kaupmannahöfn. Sum- arið 1658 sigldi hann því aftur og fór þá fyrst til Kristjánssands í Noregi. En þá var stríð milli Dana og Svía, og Svíar gerðu hverja árásina eftir aðra á Danmörk. Þess vegna þorði skipstjóri ekki að sigla lengra. Varð Þormóður því að vera í Kristjánssandi um vet- urinn. En í marsmánuði næsta ár, 1659, fór hann þaðan með hol- lensku skipi. í vikunni fyrir páska hertók skipið sænskt víkingaskip og flutti Þormóð sem fanga til Jótlands. Losnaði hann þó úr prísundinni eftir nokkra daga — vegna þess að Danir náðu þá vík- ingaskipinu á sitt vald. Eftir það var Þormóður nokk- urn tíma í Jótlandi, hingað og þangað, aðallega í Alaborg, um þrjá mánuði. í júlí komst hann fyrst til Sjálands, og þaðan til Kaupmannahafnar. Hvernig Þormóður varð sagnfræðingur. Friðrik konungur III. hafði þá nýlega fengið nokkuð af íslenskum fornritum, og hafði ráðið íslenska prestinn, Þórarinn Eiríksson til þess að þýða þau á dönsku. Hafði Þórarinn siglt til Danmerkur á konungs fund í öðrum áríðandi erindagerðum (út af embætti sínu). En hann dó í Kaupmannahöfn um haustið 1659, nokkuru eftir að Þormóður kom þangað. Þá studdu vinir Þormóðar að því, einkum Hinrik Bjelke aðmír- áll, að hann fengi þetta starf. Og vorið 1660 var honum veitt það. Atti hann að hafa að launum 300 Rdl. á árij auk þess herbergi í höil konungs, ókeypis ijós og hita, öl og brauð til morgunverðar, og handritapappír ókeypis frá Kan- sellíinu. Þar með hófst það starf hans, er gera mun nafn hans ó- dauðlegt á Norðurlöndum. Mun hann jafnan verða talinn einn af fremstu sagnriturum norrænna þjóða, og er íslandi sómi að því að hafa átt slíkan son. Konungur hafði mikinn áhuga fyrir þessu starfi. Kom hann oft til Þormóðar og talaði við hann um fornsögu Norðurlanda, af svo mikl- um skilningi á starfi lians, að Þor- móður mintist þess alla æfi með þakklæti. Komst hann nú í mikla kærleika við konunginn. Þormóður safnar íslenskum handritum. Að þýðingunum vann Þormóður slyndrulaust í 2 ár, og hafði þá komist yfir flest þau handrit, sem fyrir voru. Konungur afrjeð því að senda hann til Islands til þess að afla meiri bókakosts. Krafðist Þor- móður þess þá, að fá áskorun til biskupanna til að greiða götu sína, sjerstaklega til Brynjólfs biskups Sveinssonar, sem var allra manna kunnugastur sögu og sið- um og hvar handrita væri að leita á landinu. Atti hann sjálfur og gott safn og mikið af íslenskum handritum. Um Gísla biskup Þor- láksson á Hólum, sem hafði prent- verkið, vildi Þormóður að hann sendi konungi 2 eintök af öllum þeim bókum, sem prentaðar hefði verið, eða prentaðar yrði framveg- is. Konungur gaf Þormóði alment meðmælubrjef til allra, biskupa, annara embættismanna og bænda, að þeir greiddi götu hans. Þormóður sigldi nú heim til ís- lands með Hinrik Bjelke er hann var sendur til þess að taka holl- ustueiða af Islendingum. (Hinir nafnkunnu Kópavogseiðar). Það virðist svo, sem Þormóði hafi ver- ið ætlað að fara tvívegis um sum- arið, og hafi hann því haft naum- an tíma. Sneri hann sjer fyrst til Brynjólfs biskups með orðsend- ingu konungs og tók biskup því sem heiðursboði. Síðan reið Þor- móður norður til Hóla :að tala við Gísla biskup, og sigldi svo um haustið með Hofsósskipi. Það skip sigldi til Glúckstad, og fór Þor- móður þaðan til Hamborgar, svo til Lybeck og þaðan til Kaup- mannahafnar. Vegna þess livað Þormóður lirað- aði ferðum gat liann ekki gert alt, sem liann hafði ætlað að gera. Þó kom liann með mörg góð handrit, sem hann hafði safnað, og fleiri komu á eftir. Var Brynjólfur biskup fremstur í flokki um út- vegun handrita. En um Gísla Hóla- biskup og prentverkið er það að segja, að margar prentaðar bæk- ur voru þá algerlega horfnar. Skorti og mikið á að bókasending þaðan yrði regluleg fyrst í stað. Tímamót í æfi Þormóðar. Þormóður hóf nú starf sitt að nýju og hafði auk þess brjefa- skifti við fjölda manna, einkum Arna Magnússon, sem mun hafa reynst honum hinn besti ráð- gjafi. Árið 1664 ljet Þormóður af þessum starfa, og hafði þá gegnt honum í 4 ár. Á þessum árum hafði hann af- kastað geisimiklu. Árið 1663 hafði hann lokið við fyrsta fræga rit sitt; „Series dynastarum et regum Daniae“ (Sögu Danakonunga). Upphaf þessa ritverks er talið það, að Þormóður benti konungi á að samkvæmt íslenskum heimilidum hefði Dan ekki verið fyrsti kon- ungur Danmerkur, heldur Skjöld- ur. Þótti dönskum vísindamönnum það hin mesta óhæfa að draga þannig í efa frásögn sagnritar- ans Saxa, en þá benti Þormóður á það, að Sveinn Ákason, sem var uppi á tíð Saxa, teldi Skjöld fyrsta Danakonung, eins og ís- lensku sagnritin. Út af þessu fól

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.