Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.1936, Blaðsíða 2
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS NÚ i'ór yfirheyrslail fram, Og var fyrstur kallaður fyrir Vigfús Erleudsson. Hann kvaðst fyrst ekkert um þetta vita, en annar tugthúslimur, Árni Jónsson, mundi hafa átt upptökin að þessum sam- tökuin. Hann hafi talað um þetta við sig snemma þá um sumarið að hann ætlaði sjer að strjúka og spurt sig hvort hann vildi ekki vera með, og segja Bjarna Bjarna- syni frá þessu. Er nú svo að sjár sem Vigfús hafi þegar verið fús til þessa. Að minsta kosti viður- kendi hann það, að hann hefði fundið Bjarna að máli og sagl honum frá þessari fyrirætlan. Hafi Bjarni þá beðið sig að ná í öxi og kníf og það kvaðst hann hafa gert. Öxinni hefði hann náð uppi á lofti í Hegningarhúsinu, en kníf og beykiskníf frá sjálfum fanga- verðinum. Vigfús var nú spurður að því hve margir hefði ætlað að strjúka í einu. Hann sagði að þeir hefði verið þrír, Árni, hann og Bjarni. Þórólf- ur Bjarnason hefði gjarna viljað strjúka líka, en hvorki viljað hafa sig nje Bjarna með, því að sjer þætti þeir ógiftusamlegir. Þetta hefði Þrúður Dagsdóttir sagt sjer. Þá var Bjarni yfirheyrður. Hon- um sagðist svo frá, að þeir Vigfús og Árni hefði talað um þetta við sig> og það hefði verið ákveðið að strjúka þá um seinustu lielgi. Hefði þeir valið helgina vegna þess, að matarskamt þeirra, sein var vikuskamtur, var úthlutað á laugardögum, og hann ætluðu þeir að hafa með sjer í nesti. Þetta við- urkendi Vigfús líka. Bjarni sagði enn fremur að Vigfús hefði náð í áhöld þau, sem hjá honum hefði fundist og þar að auki hverfistein. En ekki væri það rjett, að hann hefði náð í kníf. Hann hefði að- eins náð í knífsblað og kvaðst Bjarni hafa sett skaft á það. Ámi þrætti þess fyrst alger- legi' að' hann hefði ætlað að strjúka. Slíkt hefði sjer aldrei dottið í hug, og það væri svo viðurlitamikið, að hann hefði ekki- viljað ráða neinum til þess. Vigfús hefði spurt sig að því að fyrra bragði hvort hann vildi strjúka, en liann kvaðst ekki liafa svarað því neinu. Seinna viðurkendi hann þó að hann hefði einsett sjer að strjúka um vorið áður og flýja til fjalla. Þar ætlaði hann að vera þangað til hann kæmist í eitthvert hollenskt fískisklp, en þá var örmul af þeim lijer við land á vorin. Þegar Árni hafði skýrt frá þessu, viðurkendu þeir Vigfús og Bjarni að þetta væri rjett, og að þeir hefði mtlað að vera með hon- im og lifa á silungsveiðum eftir að tugthúsnestið var þrotið, og þangað til þeir kæinist í útlent tkip. Nú virðist svo sem þeim kump- ánum hefði verið það í lófa Jagið að strúka um helgina áður en þetta rjettarhakl var, því að þeir voru spurðir að því livers vegna þeir hefði ekki strokið. Þeim bar öllum saman um það, að sjer hefði þótt heldur seint að ráðast í það er 17 vikur voru af sumri. Og svo hefði orðið nokk- ur mistök. Vigfús kvaðst ekki hafa getað náð tali af Bjarna á annan hátt en þann að fá leyfi til þess að fara úr klefa sínum erinda sinna. Hefði Bjarni átt að taka við áhöldunum kvöldið áður en þetta samsæri komst upp, en það hefði mistekist, því að ekki hefði verið hægt að koma verkfær- unum til hans. Þórólfur Bjarna- son vildi alls ekki viðurkenna að hann hefði ætlað að strjúka með þeim, og sagði Bjarni að það mundi aðeins kviksaga sem um það gengi. Þess vegna slajip hann við refsingu í það sinn. En daginn eftir var dómur yfir hinum föngunum upp kveð- inn. Var hann á þá leið, að vegna þess að Bjarni hefði yfir sjer líflátsdóm, skyldi honum ekki refsað, en gæta skyldi hans betur heldur en áður. Hinir voru dæmdir til hýðingar við staur, Vigfús til að þola 9 högg og Árni 12. Hefir þeim dómi eflaust verið fullnægt. Bjarni strýkur. Aðfaranótt 3. september 1804 hverfur Bjarni úr fangahúsinu. Var hans lengi leitað, en hann íanst ekki. Seinast náðist hann uppi í Borgarfirði og var flutt- ur hingað suður, og þá tók stjórn hegningarhússins af honum skýrslu nm strokið. Sagðist Bjarna þá svo frfi, og er skýrsla hans merkileg á marga lund. — Þegar jeg var fluttur frá sjúkrastofunni, þar sem jeg hafði legið, ákvað jeg að strjúka. Jeg komst út úr hegningarhús- inu á þann hátt, að jeg braut bæl- ið, sem jeg átti að sofa í, og not- aði eina fjölina úr botninum til þess að beygja 0g brjóta járn- grindur þær, sem fyrir gluggau- um voru. Ætlaði jeg mjer að kom- ast vestur í Barðastrandarsýslu og reyna enn hvort enginn af kunn- ingjum mínum þar vildi aumk- ast yfir mig og hjálpa mjer. Jeg strauk sem sagt aðfaranótt mánudags og hafði með mjer viku- skamt minn af mat frá hegningar- húsinu, en ekkert annað. Komst jeg svo upp í Sogamýri 0g faldi mig þar á milli þúfna á mánu- dagsmorguninn og lá þar meðan eftirleitin var sem áköfust. Fór jeg þar að dæmi Snorra goða, er hann reið til víga í Borgarfjörð og faldist í búfjárhögum og fanst ekki, vegna þess að menn leituðu langt yfir skamt. Gekk mjer og annað til, því að jeg var svo veik- ur í fótunum, að jeg gat varla gengið. (Þess má geta, að áður en Bjarni kom í hegningarhúsið, var hann hið mesta karlmenni). Varð jeg því að liggja þarna í Soga- mýrinni í heila viku, meðan jeg var að jafna mig, og var' ekki lengra kominn heldur en rjett upp fyrir Elliðaárnar þegar vika var liðin frá því að jeg strauk. En nú voru fæturnir farnir að lagast, og helt jeg þá áfram ferð minni. Kom jeg hvergi við á bæj- um og lá altaf úti. Einhvers staðar á leiðinni hitti jeg ókunnugan mann. Sagði jeg honum að jeg hjeti Björn og flakkaði um land til að biðja beininga. Hann aumk- aðist yfir mig og gaf mjer skó, því að honum mun hafa þótt fóta- útbúnaður minn illa útlítandi. Helt jeg svo áfram þangað til jeg kom að Hvítá í Borgarfirði. Hvergi á þeirri leið stal jeg neinu,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.