Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.1935, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 119 Skýjakljúfar í San Francisco. 1 þessum skýjakljúfum eru skrifstofur allra stærstu verslunar- fyrirtækja í borginni. uppboði. Og fór þannig strand- uppboðið fram á -tveim stöðum, sitt á hvoru landshorni. í frjettabrjefi úr Skagafirði, dags. 30. apríl 1910, er birtist í Akureyrarblaðinu ,,Norðri“ 6. maí sama ár, er smákafli um uppboð- ið á Skagaströnd. Þykir viðeig- andi að birta hann hjer, til merkis um aðsóknina á uppboðið: „Nokkrir hjeðan norðan að klifu fjöll og fannir vestur á Skagaströnd til happakaupa á strand-uppboðinu „Laura“, og hugðust mundu þaðan hafa hitan úr, — því þar voru á boðstólum feiknin öll kola, — auk margra annara góðra hluta. — En svo fór um förina þá, að mennirnir komu heim aftur með hendur tómar og huga fullan undrunar og aðdáun- ar á því, hve mikil brjóstgæði, risna og höfðingskapur hinum fjarlægu eigendum strandgóssins var sýnd á mannþingi því“. Má af þessum brjefkafla sjá, að ekki hafa Skagfirðingar verið á- nægðir með verðlagið á uppboð- inu. En þótt 'svo væri, er ekki þar ■með sagt, að þeir, er bjuggu í ná- grenni við strandstaðinn, hafi ekki gert sæmileg kaup á uppboð- inu, enda hefi jeg aldrei heyrt Skagstrendinga kvarta yfir því. Hinsvegar var aðstöðumunurinn mikill. Skagstrendingar þurftu litlu eða engu til að kosta um flutning á vörunum heim til sín, en flutningskostnaður hlaut óhjákvæmilega að falla mikill á það, er Skagfirðingar hefðu keypt og flutt heim í hjerað til sín. I júnímánuði munu svo síðustu leifarnar af „Laura“ hafa verið seldar. Var það skrokkurinn, er norsk naglaverksmiðja keypti og ljet rífa, eins og gerlegt þótti. Þá er lokið frásögn minni af „Laura“ strandinu. Hafa verið raktir atburðirnir í stærri drátt- um, en lítið hirt um hin smærri atvik og þýðingarminni. Jafnvel þótt ekki yrðu slys á mönnum eða nokkur tapaði lífi við strand þetta, ætla jeg, engu að síður, að það sje þess vert, að ekki væri það látið falla í algerða gleymsku. Af þeim ástæðum tók jeg mjer fyrir hendur, eftir ósk- um ritstjóra Lesbókarinnar, að færa í letur helstu viðburðina í sambandi við það. SRemsta leið til Etnu! Enskir ferðamenn eru vanir því að leita allra upplýsinga hjá ensk- um konsúlum. Einu sinni kom ferðamaður til ensks konsúls í Messina og spurði: — Hvaða leið er skemst hjeðan til Etnu ? Konsúllinn svaraði mjög kurteis- lega: — Fyrst farið þjer hjeðan beint út um dyrnar — og svo verðið þjer að halda áfram að spyrja til vegar. — Já, þetta var ekkert verð, sem þjer vilduð greiða fyrir gamla vagninn minn, og þess vegna gerði jég úr honum húsgögn í eitt herbergi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.