Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.01.1935, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 3 hafa borgað ána með peningum, sem hann hefði fengið fyrir hey, sem hann seldi um sumarið í Reykjavík. Hefði hann heyað um 80 hesta í Leirvogstungu og nokk- ;:ð á Varmárengjum. Hann þverneitaði því að hafa \erið á Seltjarnarnesi á föstu- dagsmorguninn og alls ekki hitt Margrjeti á Lambastöðum. Helt hann fast við þennan fram- burð sinn gegnum þykt og þunt, cnda þótt Margrjet ynni eið að framburði sínum, og hann gætí alls ekki gert það sennilegt að hann hefði gengið suður á Álfta- i es um kvöldið, og gæti ekki gert grein fvrir því á hvaða bæ bann hefði gist þar. Ekki ljet hann það heldur hafa nein áhrif á framburð sinn, að reifið, sem hann lagði ip.n hjá Tærgesen, var aðeins einn 1 feldur og með óstorknuðu blóði, og með þarablöðkum. Nú var farið upp að Varmá og sótt koffort, sem hann átti. Va” það brotið upp og komu þá úr því nokkrir munir þeir, sem stolið var af Olvesingunum 21. desember, Voru þeir kvaddir til að skoða þá c-g unnu eið að því, að þeir ætti þessa muni. En Guðmundur var nú ekki á því; hann liafði fengið þá hingað og þangað, reipin t. d. hjá nafngreindum bónda í Mýrasýslu. Varð því að liafa rjettarhald þar og yfirheyra bónda. Reyndist saga Guðmundar ósönn, eins og flest það, er hann bar fyrir rjetti. Ymislegt annað fanst í fórum Guðmundar á Varmá, þar á meðal fi eintök af 7. tölublaði Þjóðólfs 1858. Kvaðst Guðmunclur hafa fundið þau á förnum vegi og ábt- 'ð einkis virði. En í föggum þeirra Olvesinga, sem hurfu, áttu að vera nokkur blöð af þessu númeri Ujóðólfs. En þar eð ekki var sann- að að þau væri þaðan, var Guð- mundur sakfeldur fyrir að hafa farið ófrómlega með fundið fje. Hann var líka grunaður um að liafa stolið harðfiski og hákarls- lifur að Litla-Seli. Fanst hvort- tveggja hjá honum. En það var •sem fyr, að Guðmundur hafði svör é reiðum höndum. Hann hefði fyr- ir jól hitt mann að austan, Jón að nafni, hjá Elliðaánum. Hefði þessi ,Jón verið að kqma að sunnan og beðið sig að geyma hákarlslifrina; en harðfiskinn hafði hann keypt af einhverjum manni á Álftanesi. Hvorugt gat hann sannað, en helt fast við framburð sinn, þótt sama mark og flatning væri á fiskum þeim, sem fundust hjá honum og fiskum .Bjarna lausamanns á Litla-Seli og enginn maður syðra hefði fargað hákarlslifur. Er nú ekki að orðlengja meira um þetta. Báll Melsted var viss um að Guðmundur væri sekvxr og dæmdi liann 2- maí 1859 í 4 ára betrunarhúsvinnu. 1 landsyfirrjetti fell dómur í máli Guðmundar 13. febrúar 1860. Komst rjetturinn að þeirri niður- stöðu að hann væri sekur og þyngdi refsinguna í 5 ára betrun- arhúsvmnu. Guðmundur áfrýjaði þeim dómi til Hæstarjettar. Var honum nú komið fyrir t'l geymslu, tvrst vvti í Engey og síðan í Viðey hjá Ólafi Stephensen sekretera. Vann hann þar um sláttinn og iíkaði Ólafi vel við hann, sagði að liann væri mesti þægðarmaður cg góður við heyskap, En þegar fólk kom á fætur 13. ágúst í Viðey, var Guðmundur horfinn og fanst hvergi. Hafði iiann náð í bát og flust á honum til Jands, Lagðist liann nú út og valdi sjer felustað í litlum helli í Öskjuhlíð- inni, skamt fyrir sunnan veginn ofarlega. Hefir hellir þessi sjest til skams tíma. Þarna helt Guð- mundur kyrru fvrir um daga en fór á kreik á nóttunni til rána. Hann bvrjaði á því að stela tveiii- ur hestum í Reykjavík, og aðfara- nótt 15. ágíist stal liímn hnakk og brennivínsflösku á Lambastöðum- Nóttina milli 17. og 18. ágúst lcom hann upp í Fóelluvötn. Þar voru menn frá H.jalmholti og sváfu í tjaldi. Úr farangri þeirra stal hann kofforti með ýmiskonar varningi og klif með kaffi og sykri. Skömmu síðar voru menn úr Hreppum og af Skeiðum á heim- leið úr Reykjavík. Þeir áðu í Vötn unum eins og vant var og höíðu þar náttstað. En þeir ætluðu ekki að láta Guðmund fara með sig, eins og hann fór með Hjálmlxolts- íneim. Höfðu þeir vörð í tjaldinu um nóttina. Guðmundur var þarna nær- staddur og grunaði að nú væri allur varinn góður. Hann byrjaði á því að laumast að hestum ferða- manna, og rak þá langar leiðir í burtu. Síðan lielt hann þangað sem farangur ferðamanna var og handsamaði það sem hann gat komist yfir og flutt á lausa hest- inum. ITrðu ferðamenn ekki við neitt varir fyr en hann var kom- inn á bak og þeysti burt. En þeir gátu ekki elt hann, vegna þess að hestar þeirra voru hverginærri. Sagnir ganga um það, að Guð- mundur liafi lika sætt ferða- inönnum á Öskjuhlíð. Nú voru gerðir út menn til þess að leita að Guðmundi og reyna að liandsama hann, en enginn þeirra varð hans var. Aðfaranótt 25. ágúst hvarf bát- ur, sem Jóhannes Zoega átti inni í Elliðaárósum. Sömu nóttina var stolið í Viðey bæði úr kirkjunni og niður við sjó. Var þar á meðal segl, stjóri o. fl. Og um morgun- inn sást bátur með einum manni á sigla út Kollafjörð fyrir norðan Engey. Þar fór Guðmundur ,,Kik- ir“ og hefir eklci spurst til hans síðan. Að áliðnum degi 29. ágúst gerði ofsaveður af norðri h.jer svðra og helst allan daginn eftir. í veður- byrjun fanst bátur Jóhannesar Zoega rekinn mölbrotinn hjá Voga stapa. Tveir kútar fundust þar einnig reknir, annar með brenni- víni. Ymsum getum var að því leitt liver mundu hafa orðið afdrif Guðmundar. Sumir hugðu að liann liefði komist um borð í eitthvert útlent fiskiskip, hjer í fJóanum, tn hinir voru fleiri, sem töldu að liann hefði farist í norðanrokinu. Lýkur svo lijer að segja frá Guðmundi .,Kíki“, þeim eina manni, sem gerst hefir ritilegu- maður í Öskjuhlíð. — Hvað ætlarðu að gera við hamarinn Bjössi? Þú slærð bara á fingurna á þjer. — Engin hætta á því — hún Sigga. á að halda á naglanum. f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.