Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1930, Blaðsíða 6
134 LESBÓK M0RGUNBLAÐ8INS staðið straum af starfrækslu þeirri er til þarf. Þetta te'kst vegna þess hve almenningur er þar nægju- samur. Erfitt er það og ekki hættu laust. En það gengur stórslysa- léust. Fjölsýslanin er leiðin, fjöl- sýslanin sem getur hjer komið til greina, vegna þess hve menn gera hjer litlar kröfur, litlar kröfur til starfsmannanna og þeir til laun- anna og lífsþægindanna. Fyrst mætir maður tollverðinum sem jafnframt er lögregluþjónn. Því næst hjeraðslækninum, sem ennfremur er póstmeistari. Þá úr- smiðnum sem jafnframt et sím- stjóri og ritstjóranum, sem sjálfur vinnur við prentun blaðs síns. Við nánari viðkynningu fyrir hittir maður prestinn og ritstjórann, sem eru rithöfundar, og bóndann, sem yrkir, eða sendir vísindalegar sagn fræði eða fornfræðigreinar í tíma- ritin í Reykjavík. Jafnvel í höfuð- staðnum eru þeir til sem vita bók- stafle'ga ekki hvað það er af störf- um þeirra, sem þeir eiga að skoða sem aðalatvinnu og hvað sem aukavinnu. Þeir eru neyddir til þess að dreifa kröftum sínum, og afkasta þó mikilsverðu verki. En þó menn leggi mikið á sig í þágu menningar og þjóðernis, verður eigi hjá því komist, að margt sem gert er undir þessum kringum- stæðum, beri viðvaningsblæ. Jafnframt hefir það áhrif á alt útsýni mann, hve Isiand er fjarri öðrum löndum og umhve'rfið er þröngt heima fyrir. 1 hinum tak- markaða hring, þar sem menn enn í dag nefna alla menn með fornöfn um, hefir persónuleg viðkynning og kunningskapur tiltölule'ga meira að segja, en þar sem umhverfið er stærra í sniðunum. Vissulega verð- ur þetta til þess, að metm eiga auðvelt með að hreiðra um sig, og skoða sig sem heima hjá sjer hvar se'm þeir fara, innan hins þrÖnga íslenska sviðs. En þetta verður líka til þess að persónurnar verða látn- ar sitja í fyrirrúmi fyrir málefn- unum, málefnin gleymast og stefn- urnar, í landi persónuhaturs og kunningsskapar. Þetta kemur ljós- ast fram í stjórnmálalífinu, þar sem-baráttan að jafnaði er háð með meiri pe'rsónuhatri en annars Staðar, jafnframt því sem stefnur fiokkanna eru reikulli en venja er til. Einangrun íslensku þjóðarinnar og fjarlægð frá öðrum þjóðum ger- ir það að verkum að ýmsar að- gerðir eru undarlega fálmandi, jafnframt því, sem almenningur á e'rfitt með að skilja og gera sjer grein fyrir rás viðburðanna í heim- inum. Það er erfítt fyrir íslendinga að öðlast fullan skilning á högum Evrópuþjóða, á kröfum þeim sem gerðar eru til pólitísks velsæmis í viðskiftum þjóða á milli, á hinu sfranga lögmáli, að sá einn á fram- tíð fyrir sjer, sem fús er til að fórna öllu. íslendingum er gjarnt á að hall- ast að og halda fram óframkvæm- anlegum hlutum. Sambland raun- hyggju og draumlyndis er þeim eðlilegt. Þegar merkur fræðimað- ur á Islandi, G. Finnbogason pró- fessor stingur upp á því, að Ev rópuríkin ættu að koma sjer saman um, að láta ráðherra og þingmenn vera í fylkingarbrjósti, er til ófrið- ar kæmi, þó er þetta ekki sagt í gamni, heldur er það ætlun lands- bókavarðarins, að tillögum þessum sje' gaumur gefinn og þær ræddar i fullri alvöru. Þó íslendingar hafi vakandi auga á því að spyrna af öllum mætfí gegn innflytjendastraum, sem gæti orðið íslensku þjóðerni að grandi, og þótt þeir oft verði heitir er þeir tala um frelsi sitt og sjálf- stæðisbaráttu, þá lifa þeir utan við hin hörðu viðskiftalögmál Evrópu — enda skilja þeir eigi þau lögmál til fulls..... Síðan talar höf. um, að Islend- ingar ferðist allmikið til útlanda, og hafi altaf haft talsverð sam- bönd við umheiminn. En þrátt fyr- ir það sjeu íslendingar, og jafn vel mentamenn hjer að jafnaði heimalningslegir og óheflaðir. Þá talar hann um það, hve erfitt sje hjer á landi að fylgjast með því sem ge'rist í heiminum vegna þess, hve dagblöðin eru lítil og frjettir sem almenningi berast óná- kvæmar og strjálar. Þá talar hann um leikstarfsemina, sem haldið er hjer við, þrátt fyrir örðugleika fá- mennis, og bókaútgáfuna hjer, sem slampast furðanlega, þó markaður- inn sje. þröngur. Og enn talar höf. um háskólann hjerna, og segir m. a.: Er hægt að komast hjá því að brosa og kenna til meðaumkv- unar, er menn sjá hina þýðingar- miklu mentastofnun, sem nefnd er „Háskóli íslands". Segir hann frá því, hve hagur þessarar stofnunar er þröngur, húsrúm ljelegt, kenslu- greinar fáár og kennaralið af sliornum skamti. Heimspekideildin hafi ekki annað en norræn fræði. Höfundurinn endar grein sína á þessa leið: Það er eðlilegt, en jafnframt raunalegt, að íslendingar skuli ekki geta gert háskóla sinn betur úr garði. Því þótt við Norður- landabúar metum hin norrænu fræði mikils, og sjáum hve miltils virði það er fyrir Islendinga sjer- staklega að leggja rækt við þau, þá hljótum við jafnframt að sjá hve hættulegt það er fyrir ísleúd- inga að einskorða svo vísinda- og mentalíf sitt. Því er nú ver, að meðal þessarar litlu afskektu þjóð- ar, er til sú stefna, að lítilsvirða það sem erlent er, og hefja alt hið innlenda til skýjanna. Til er þar ást á hinum íslenska þjóðmenning- ararfi, ást af því tagi sem gerir meún blinda. Ast og umönnun fyrir því, sem innlent er, er nauðsynleg i sjálf- stæðisbaráttu smáþjóða. Því með því að leggja rækt við það inú- lenda, forðast þjóðin þá hættu að virða alt sem útlent er, umffam verðleika — ekki síst kurteisi ann- ara þjóða og vinarhót. Hin opin- bera þátttaka í liátíðahöldunum við kardínálaheimsóknina í Reykja- vík í fyrra, stafaði ekki af því, að menn væru vinveittir kaþólskri trú, heldur af hinu, að menn voru hreyknir af því, að andlegt stór- veldi sýndi Islandi kurteisi. En þó það sje æslíilegt, að ís- lendingar varðveiti það, sem þjóð- legt er, þá e‘r þeim það ekki síður nauðsyn, að hafa rjett sjálfsmat á þjóðmenningu sinni, svo ekki lendi alt í sjálflióli og sjálfsáliti, ef Is- lendingum á að takast að bjargast óskemdum yfir elfur ýmiskonar er- lendra menningarstraumhvarfa, er seint skullu yfir söguþjóðina litlu. En það efni er nægile'gt í aðra grein,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.