Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.11.1929, Page 8
376 LSJSBOK MOROUNBLABSINS hann ríkja, að hann mun verða langlífari en öll ætt hans!“ Stórmógúlinn varð svo hrifinn af þessu svari, að hann gaf spá- manninum skrautlega höll >og gerði hann að æðsta vitring sínum. Þó voru báðar draumráðningarnar eins. En þetta sýnir að þa,ð er ekki sama hvernig menn koma orðum fyrir sig. Smælki. John Bull: Jæja hvernig leitst þjer á „Hhmlet", frændi? Unele Sam: Agætlega, en þið eruð bara nokkuð á eftir tímanum hjer í Evrópu, því að það eru nú fjögur ár síðan jeg sá þennan leik í New York. Frúin: Ó, hvað jeg er fegin að þú ert kominn heim. Jeg gaf betl- aranum þarna nokkuð af mið- degismatnum og síðan hefir hann sofið þarna í stólnum. Maðurinn: Ertu nú viss um það að hann hafi ekki steindrepist 1 Flótti þýskra bænda frd Rússlandi. Þess var nýlega getið í skeytum í Morgunbl., að 11 þúsundir rúss- neskra bænda af þýskum ættum, hefði tekið sig saman um það, að flýja land, vegna þess hvernig ástandið er í bolsaríkinu, og leita ti! Kanada. Búandlið þetta átti aðallega heima í Síberíu og hjá ánni Wolga. Tók það sig upp í stórum hópum og fór til Moskva til þess að fá leyfi stjórnarinnar að fara úr landi. Reyndi ráðstjórnin að telja bændum hughvarf og fá þá til þess að setjast aftur en þeir sátu fastir við sinn keip og hjeldu kyrru fyrir utan við borg- arhlið Moskva, einráðnir í því, að hverfa ekki til sinna bústaða aftur. Þegar Þjóðverjar frjettu um ]>etta, skarst ríkisstjórnin í leik- inn og var samþykt á þingfundi að hjálpa þessum bændum til þess að fá sje'r nýjan samastað. — Er ráðgert að koma sem flestum fyrir í Austur-Prússlandi, en hjálpa öðrum til þess að komast til Kanada og Suður-Ameríku, þar sein þeir geta búið við betri kjör heldur en í Rússlandi. Myndin hjer að ofan er af fyrsta hópnum, sem kom frá Síberíu til Moskva. Þeir eru einkennilegir hinir nýju þjóðflutningar frá Rússlandi. — Fyrst taka nokkur hundruð Svía sig upp frá bústöðum sínuin í Rússlandi, hlaupa frá búum og jörðum, og þykjast hafa himin höndum tekið er Svíþjóð tekur þá slyppa og snauða í faðm sinn. — Og nú kemur annar þjóðflutnin- ur, mörgUm sinnum stórfeldari, og aftur er reyndin sú, að ættland flytjendanna vill taka við þeim sem best og reynir að greiða götu þeirra eftir því sem hægt er. Sumarsetumaður: Gerist aldrei neitt hjerna hjá ykkur. Bóndi: Jú, á morgun verður hjer sólmyrkvi. Stúlka: Mjer sýnist myndin af mjer altaf verða ljótari og ljótari. Málari: Já, verið þjer róle'gar, liún er nú bráðum búin. — Maðurinn minn segir að hann sje altaf að hugsa um mig, jafnvel á meðan hann er að vinna. — Þetta datt mjer í hug, þegar jeg sá hann vera að berja gólfdúka í fyrradag! Ung móðir símar til læknis: Drengurinn minn hefir tekið tönn. A jeg að bursta hana?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.