Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1929, Blaðsíða 4
60 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og snjór, regn og vindur liafa mætt á tindinum um þúsundir ára; við óg við hrapar smávala niður í dýpið. Einn í einu klifrar, en hinir halda í kaðalinn og gæta þess, að sá fyrsti steyptist ekki niður í djúp ið. Við erum tvo tíma að þessu, uns sá fyrsti kemst upp á tindinn og getur dregið hina upp. Við hiik- um þarna uþpi í 3500 metra hæð og hvílumst við ísþakinn tindinn — og horfnm og hlustúm. Dýrð- legt ntsýni er hjer hátt yfir öllum jarðarbúum. Alt í kring ótal fjalla- tindar og kambar, klettavéggir og jökulbreiður með ótal glufum, en neðar grænar engjar með alpakof- um — og’ upp til okkar berast bjöiluhljómar. Silfurhvítir lækir með niðandi fossum ljóma um all- ar hlíðar og fjallaveggi, en niðri þýtur í þýskum greniskógi í mild- um dalblænum. Jöklaskallarnir endurspeglast titrandi í dimmblá- um fjallavötnunum, en úti við sjóndeildarhringinn í vestri bær- ast iitlir, livítir skýflókar — eins og umgerð um þessa tignarlegu og ógleymanlegu mynd. Seinasta bidrgunarafrek „Dórs“. I náttmyrkri, hrífl og stormi leitar hami uppi hrakninga- bát með fimm mönnum, og bjargar honnm. Varðskipið „Þór‘. Fyrri þriðjúdagsnótt reru hjör um bil allir vjelbátar í Vest- mannaeyjum. Var lagt á stað kl. 41/2 og var þá dágott veður. —: Hjeldu þeir á ýmis mið, bæði aust- an og vestán Eyja og er á flest miðin tveggja stunda sigling inn- an úr höfn. Bátarnir leggja allir á stað í einu og fara svo að tínast að um nónbil, ef alt gengur að óskum. En laust fyrir hádegi fór að hvessa á suðaustan og var brátt komið af- takarok og stærði fljótt sjó og gerði haugabrim á höfninni í Eyj um.. Fyrstu bátarnir, sem komu að, fengu þó dágott., en altaf jókst brimið og herti veðrið, og í rökk- urbyrjun var svo komið, að hvað eftir annað þverbraut fyrir hafn- armynnið, og urðu bátarnir, sem komu þar á eftir, að sæta lagi. Úti á „Skansinum", sem er fram á sjávarbakkanum rjett aust- an við eystri hafnargarðinn, safn- aðist saman fjöldi fólks — konur og ástvinir þeirra? sem á sjónum voru, og horfðu með eftirvæntingu eftir hverju því bátaljósi, sem færðist nær. Voru flestir fullir kvíða og horfðu ýmist á Ijósin, sem nálguðust, eða brimið, er fór' í óslitnum hvítfyssandi holskeflum yfir hafnargarðana og teygði sig í gosstrókum upp að miðju á Heima kletti. Fram eftir öllu kvöldi voru bátarnir að tínast að, en seinast vantaði tvo, Hilmi og Síðu-Hall. Var þá orðið ófært með öllu inn á höfnina. Hilmir dró sig undir Eiðið með kvöldinu og lá þar, en Síðu-Hallur kom ekki að. Voru 5 Friðrik Ólafsson skipherra. menn á bátnum, og formaður Auð- unn Oddsson á Sólheimum í Vest- mannaeyjum, en bátinn á Þórhall- ur Sæmundsson lögfræðingur. — Þegar menn voru orðnir úrkula vonar um, að báturinn mundi ná landi, lagði Þór á stað að leita lians og kom með hann heilu höldnu daginn eftir, og þótti sú för hans hin frækilegasta, jafnvel í Vestmannaeyjum, en þar kalla þeir nú ekki alt ömmu sína um sjósókn og sjóferðaafrek. Samtal við Auðunn Oddsson. Frjettaritari „Morgunblaðsins' ‘ náði taii af Auðunni Oddssyni, formanni á Síðu-Halli, þegar hann kom í land daginn eftir^ og sagð- ist honum svo frá: —• Við fórum vestur á hraun og lögðum þar línu okkar, 15 bjóð, og ljetum hana liggja 2y2 tíma. Þá var byrjað að hvessa fyrir al- vöru af suðaustri, en ekki kominn mikill sjór. Þegar við vorum ný- byrjaðir að draga línuna, slitnaði endinn, og færðum við okkur þá að miðdufii og byrjuðum að draga þaðan. Var þá komið skafnings- rok og bylur. Um hádegi höfðum við náð 5 bjóðum og fengið á þau um 200 fiska, en er yið kömum .„niuiu'í 'xiii9 nrixgBU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.