Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.12.1928, Blaðsíða 8
392 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „Meir en halur mundbúinn, meður taugum fínum, Skorradalur skrúðbúinn skartar í augum mínum.“ Nóv. 1928.* Nýtt stafrof. Sagt hefir verið frá því hjer í blaðinu að Mustafa Kemal hafi innleitt latneska staf- rofið í Tyrklandi. En Amanullah konungur í Afganistan, sem er ennþá stórtækari umbótamaður, hefir ákveðið að innleiða stafrof hjá sjer, sem hann sjálfur hefir fundið upp, óg er mælt að stafrof þetta sje svo auðvelt að læra að menn, sem eru ólæsir raeð öllu, geti lært að lesa á tveim dögum. í Mexiko tók nýi forsetinn við völdum um síðustu mánaðamót. Hann hefir mörg lagafrumvörp og fyrirmæíi á prjónunum, m. a. um úrskurði í vinnudeilum, slysa- tryggingu o, fl. Meðal annars fyr- irmæli um það, að allir vinnufærir menn sjeu skyldugir til þess að læra einhverja iðn eða atvinnu, svo þeir geti sjeð fyrir sjer sjálfir. Eitthvert mesta vandamál þeirra í Mexiko er að koma Indíánum sem þar búa á rjettan kjöl, svo þeir geti bjargasít áfram. Reynt er að setja undir þá jarðarskika, svo þeir geti lifað á búskap. En það er altaf sama sagan, undir eins og þeir eignast jarðarblett selja þeir hann og fara með andvirðið inn til borganna, til að eyða því, og gerast síðan flakkarar og slæp- ingjar. 1 Einnlandi hefir blað eitt efnt til einkennile’grar verðlauna- þrautar, hefir heitið verðlaunum fyrir best skrifaða uppsagnarbrjef- ið, til leiðbeiningar fyrir trúlofað fóllr, sem sjer sig um hönd. — Ó, þú svikuli heimur! * Eftir að ritg. þessi var komin í prentsmiðjuna, hefi jeg sjeð' í Eimr. ritg. Odds Oddssonar: Við- arkol, er að nokkru leyti fjallar um sama efni. B. B. Odensebúar eru sem kunnugt er, ákaflega hreyknir yfir því, að æfintýraskáldið heimsfræga, H. C. Andersen, skuli hafa verið þaðan. Var allmikið um það deilt hjer á árunum í hvaða húsi skáldið hefði fæðst. En þegar sagnfræðing- ar höfðu skorið úr því, var dubb- að upp á húsið og úr því gert minjasafn Andersens. Þangað var safnað öllum þeim munum, sem Úti um þyngdar) ögmálið. Daily Express segir frá því, að ungur vísindamaður, Tate að nafni, sem vinnur í efnagerð í West Hartle- pool, hafi fundið aflgjafa einn, sem gersamlega truflaði þyngar- lögmálið. Þessi ungi vísindamaður sýndi blaðamönnum uppgötvun sína. — Hann ljet málmplötu vera kyrra í lausu lofti í herberginu, meðan hann talaði við blaðamennina. En önnur plata var á gólfinu. Efna- samsetning hennar var með þeim hætti, að hún hrinti hinni plöt- unni upp í loftið. En það er gald- urinn hvernig sú plata er saman- sett. Marsbúar gramir. Sagt var frá því hjer í blaðinu, er maður að nafni Robinson sendi loftskeyti til Mars, en fjekk ekkert svar. Nú er sagt að hann hafi á mið- Odensebúar náðu til, og á einhvern hátt höfðu komið Andersen við. Hús þetta sjest hjer á mynd- inni. Er það nú orðið of lítið fyrir safnið og hefir eigi verið hægt að koma öllu þar fyrir, sem safn- ast hefir. Á nú að stækka húsa- kynni safnsins, og jafnframt gera víðtækar ráðstafanir til þess að tryggja að safn þetta geti ekki brunnið. ilsfundi fengið samband við konu eina á Mars, sem er mjög gröm yfir því, að við jarðarbúar skul- um ekki enn hafa getað forðast lofttruflanir þær, sem eru í gufu- hvolfi ja*ðar, sem gera það að verkum að skeyti frá Mars ná okkur ekki. Það er eins og þegar síminn er bilaður, og maður heyrir hvert orð sem maðurinn segir við hinn endann, en getur aldrei gert sig skiljanlegan hve hátt, sem maður grenjar. Yon, áð þeir sjeu gramir á Mars. f New York er nýopnaður skóli fyrir landkönnuði. Ef skóli sá hefði verið stofnaður þar vestra fyrir rúmlega 500 árum, hefðu Ameríkumenn getað fundið Ev- rópu. íaafoldarprentsnaiSJa h.f.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.